28.12.2022 | 11:36
Góð fræðsla um trans...hugmyndafræðina
Lesendur mínir hafa séð að ég set inn ýmislegt um trans og þá hugmyndafræði að til séu mörg kyn. Enginn hefur svarað mér hvaða æxlunarfæri kynin hafa eða hvaða litninga kynin, annað en kona og karl, bera. Kynin eru tvö ég velkist ekki í vafa um það, karl og kona. Hugmyndir fólks um sjálft sig geta svo ruglað þeim veruleika.
Kennurum er gert að hoppa á hugmyndafræðina án gagnrýni. Flestir hafa gert það held ég. Sjálf er ég sek um það. Kynjafræðingar virðist ötull stétt til að sannfæra fólk um hugmyndafræði sína. Atvik með vinkonuhóp varð til að ég ákvað að skoða málið betur, því það sem vinkonuhópurinn gerði gat ekki talist eðlilegt með nokkru móti. Eftir að hafa fræðst um trans hugmyndafræðina og að fólk fæðist í röngum líkamana er ég ekki eins móttækileg fyrir þessum áróðri sem ég vil kalla í dag. Unga fólkið okkar- unglingar er sérstaklega viðkvæmir þegar áróður af þessu tagi dynur á þau í gegnum hina ýmsu miðla.
Hér er gott myndband á ensku vilji fólk fræðast af alvöru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2022 | 13:10
Kæra á bílstjórann og fyrirtækið
fyrir að leggja ferðamenn í hættu þegar lögregla hefur lokað vegi. Vítaverð hegðun. Svona nokkuð á ekki að taka með léttúð. Íþyngjandi aðgerðir eru í góðu lagi. Björgunarsveitarmenn vinna þrekvirki við að koma fólki í skjól. Svona menn og fyrirtæki eiga vissulega að finna fyrir því að þeir lögðu fólk í mikla hættu. Viðurlög eiga að vera íþyngjandi til að aðrir forðist að gera slíkt hið sama. Hef enga samúð með bílstjóra eða fyrirtæki sem hegða sér svona.
![]() |
Kallar eftir skýringum frá Hópbílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2022 | 11:49
Foreldrar ganga af göflunum
og gefa börnum sínum alltof dýrar gjafir í skóinn. Upphaflega var þetta hugsað sem eitthvað smáræði enda getur fólk með mörg börn ekki mokað í þau. Mandarína, tvær karamellur, brjóstsykur, sleikipinni, lítil púsluspil, sokkar og annað sem barni vantar var notað til að gefa í skóinn.
Hafi þessi kona eitthvað af þeim foreldrum sem fyrirmynd sem gefa tölvuleik, dýrt spil, bíómiða og slíkar dýrar gjafir er ég ekki hissa að hún vilji ekki hoppa á vagninn. Alltof margir íslenskir foreldrar fara fram úr sér í þessum saklausa sið sem hefur viðgengist í áratugi. En í hófi.
Með slíku óhófi verða börnin frek og tilætlunarsöm. Foreldrar gera börn sín þannig með vitleysunni.
![]() |
Ógerningur að gefa börnum 39 gjafir fyrir jól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2022 | 09:23
Þá var eitthvað um að ferðamenn virtu ekki
lokunarskilti og festu svo ökutæki sitt. segir í fréttinni. Fæst orð beri minnsta ábyrgð. Mér finnst hins vegar of algengt að fólk vaði af stað með það í huganum að þeim verði hvort eð er bjargað. Björgunarsveitarmenn eru ávallt viðbúnir.
Margir hafa rætt að tímabært sé að taka upp gjald fyrir þjónustuna, að koma við pyngju fólks virðist vera það eina sem hefur áhrif á hvort farið sé af stað eður ei. Maður heyrir umræðuna í samfélaginu. Rétt eða rangt, legg ekki mat á það.
Vondu veðri var spáð svo enginn hefði átt að vera á ferð. Samt!
![]() |
Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2022 | 13:27
Af því Erla er kona fékk hún bætur
og það mátti heyra á máli forsætisráðherra í fréttum í gær. Hún var eina konan. Katrín heldur kvennaherferð sinni áfram. Gera skal allt fyrir konur þó það stangist á við lög. Fórnarlömbum Erlu er verulega misboðið, ekki skrýtið. Vera bendlaðir við málið á falskri ábendingu og máttu líða fyrir það. Skil vel að þeir hafi ekki sagt síðasta orðið. Katrín lék sóló í stjórnmálunum þegar hún ákvað að ríkið skyldi punga út 32 milljónum í kvennabaráttu.
Katrín Jakobsdóttir hættir seint að koma á óvart í kvennabaráttu sinni.
![]() |
Hagsmunir ríkisins að ljúka máli Erlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2022 | 20:51
Jóladagatal Ruv með eindæmum
leiðinlegt og jaðrar við áróðri. Skyldi börnum í alvöru finnast þetta gaman? Hef ekki horft á nema tvo þætti og þótti nóg um leiðindin. Tel okkur betur borgið að sýna danska dagatalið eins og undanfarin ár. Ljóst að við kunnum þetta ekki. Reyndar kemur þessi áróður ekki á óvart þegar Ruv er annars vegar, en að nota börn í gegnum börn til þess er óforskammað.
Falleinkunn, eina ferðina enn hjá Ruv. Vil losna undan ánauð áskriftarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2022 | 08:27
Stundin og Kjarninn sameinast
og þá mun ég ekki opna Kjarnann oftar. Stundin er óhróðursblað sem segir landanum ekki satt og rétt frá og sækist EKKI eftir að leiðrétta það sem þeir fara rangt með. Þeir fór offari með haturssamtökunum ,,Líf án ofbeldis" og birti sögur, sannar og ósannar til að ná sér í lesendur.
Kjarninn hefur breyst í femínískt (öfga) blað. Langt síðan ég hætti að lesa Stundina. Kíkti annað slagið á valdar greinar úr Kjarnanum.
Að mörgu leiti finnst mér fróðlegra að lesa hin ýmsu blogg og snjáldursíður en þessi tvö blöð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2022 | 09:54
Loks hafa augu stjórnmálamanns opnast
en í Danaveldi ekki hér. Í það minnsta hefur enginn stjórnmálamaður tjáð sig um það. Þeir þora ekki, vinsældir eru mikilvægari en heilsa unglinga.
Charlotte Nelleman takk fyrir að vekja athygli á þessu. Vonandi fylgja íslenskir stjórnmálamenn í kjölfarið og fleiri danskir.
Þingmaðurinn talar um mikilvægi þess að byrja ekki hormónameðferð fyrir en kynþroskaskeiði lýkur. Annars getur farið illa fyrir börnunum. Hlustum á skynsemisraddir. Hún segir ,,Det er også derfor at Dansk Regnbueråd arbejder for at hormonbehandling først kan påbegyndes når puberteten er overstået."
Fyrir unglinga sem eru í kynáttunarvanda á að bjóða sálfræðihjálp ,,For alle dem der før og under puberteten oplever kønsdysfori, skal vi som samfund tilbyde psykologbehandling."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2022 | 09:49
Konur vilja, samkvæmt kanadískri rannsókn, meiri ofsa (ofbeldi) í klámmyndum
Í kanadískri rannsókn um klámáhorfi tóku 60 karlmenn og 61 kona sem horfa oft á klám þátt. Spurt var um ofsa eða ofstæki (ofbeldi) kom í ljós og konum líkar það betur en karlmönnum. Þeim fannst slíkt klám æsa sig upp og vildu gjarnan fá meira af því. Fleiri konum en körlum fannst það æsa sig að sjá konur þjást í klámmynd. Fleiri konur en karlar vildu ofsa í klámmyndum.
Hér má lesa rannsóknarniðurstöður
,,Aggression in porn is arousing. Forty percent of men and 65 percent of women said yes. The gender difference is 25 percent more women"
- A 20-year-old woman: Every time I watch porn, I look for BDSM or dominance.
- A 26-year-old woman: I find spanking, spitting, choking, and facials very arousing.
- A 34-year-old woman: I search for porn with gangbangs and rape. Not that I want to be raped. But porn is fantasy. I like it when one person totally controls another.
- A 41-year-old woman: I love BDSM porn. The aggression is exciting and arousing.
Ekki allt sem sýnist í þessum heimi, kom mér á óvart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2022 | 13:21
Á mánudag eru tímamót í dómskerfinu
Þá á að dæma hvort faðir fái lögheimili barna sinna með bráðabrigðaúrskurði. Móðir hefur neitað í rúm tvö ár að flytja lögheimilið þó börnin búi hjá honum. Móðir hefur þegið meðlag frá föður, sem sér fyrir börnunum, barnabætur og annað sem ríkið greiðir einstæðu foreldri. Sem öryrki hefur móðir fengið tvöfalt meðlag frá Tryggingastofnun sem vissi að börnin væru ekki hjá henni. Hann hefur gengið milli stofnana, barnaverndar, sveitarfélaga, ENGINN getur gert nokkuð. Hann er með sameiginlega forsjá og börnin vilja búa hjá föður. SAMT, enginn lausn. Móðir segir nei og þar við situr. Fara þarf dómsleiðina sem hefur tekið marga mánuði. Á mánudag eru tímamót.
Kerfið virkar ekki betur en þetta þrátt fyrir lofræður ráðherra barnamála um að allt sé á betri veg fyrir börn. Nei Ásmundur Daði, langt í land fyrir þau börn sem þurfa virkilega á úrræðum að halda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)