ÓEÐLI ÍSLENDINGA

Gef skáldinu Kristjáni Hreinsssyni orðið á síðunni í dag.

Margsinnis hef ég ritað um brýn málefni, eitthvað sem ætti að skipta alla landsmenn miklu máli. Það er til dæmis forkastanleg hneisa hvernig auðæfum er misskipt á Íslandi, aðbúnaður öryrkja og aldraðra er fyrir neðan allar hellur, það er til skammar að útgerðin skuli fá marga milljarða gefins á hverju ári, það er til háborinnar skammar að útgerðin geti haldið úti málgagni sem fegrar sorann, það er til skammar að lyddur skuli stjórna klámvæðingu í grunnskólum, það er til skammar hvernig fólk lætur örhópa stýra samfélaginu.
 
Hið stórkostlegasta af öllu er það að ég leyfi mér oft þann munað að lauma inn í pistla mína einu og einu orði sem ég veit að farið getur fyrir brjóstið á þeim sem eru hve færastir í þeim aumingjaleik sem kallast orðhengilsháttur. Þessi háttur er sérgrein Íslendinga. Engin þjóð getur hugsanlega skákað íslenskri alþýðu í þessum hálfvitahætti. Sjái fólk orð eins og: „kynvillingur“, „öfuguggaháttur“, „fávitahæli“ eða eitthvað sambærilegt þá skal ávallt einhver lesandi fá þvag fyrir hjartað og hjóla í orðaval mitt í stað þess að pæla í því sem ég er að rita um. Reyndar er það svo hjá sumum að það er engu líkara en heimurinn sé byggður á misskilningi. Allt verður þessu fólki að hártogun, hráskinnaleik og pissukeppni. Útúrsnúningur er það fyrsta sem í hugann kemur.
 
Ég hef haft þann háttinn á að ég fækka þeim svokölluðu vinum mínum sem eru ávallt með ómálefnalegan sparðatíning og eilífan helvítis tittlingaskít. Ég einfaldlega leyfi þessu fólki ekki að hafa aðgang að mínu efni. Að vísu er ég fjandanum sveigjanlegri í þessum efnum en annað veifið kemur það fyrir að mér er ofboðið – þá rými ég til fyrir nýjum vinum og leyfi orðalöggunum að róa.
 
Úrkynjun málefnalegrar umræðu birtist í ýmsum myndum. Þótt orðalöggur séu oft hið ágætasta fólk þá leynast í hópnum alvarlega sjúkar íhaldssleikjur sem viðhafa fullkomið siðleysi í nafni pólitískrar rétthugsunar. Ofbeldi þeirra birtist í þöggun gagnvart vítaverðum aðgerðum stjórnvalda. En mannvonskan verður að samþykktum kvalalosta hjá fólki sem neitar að láta knýjandi málefni vekja sig af djúpstæðum doða. Að snúa útúr er vörn fyrir þá sem vita ekki hvernig þeir eiga að svara.
 
Viðrinisháttur Íslendinga er oft svo óborganlegur að það nær engu tali. Á meðan glæpaklíkur stjórna landinu og gera flesta landsmenn að þrælum, bókstaflega aumum þrælum – frá vöggu til grafar, þá hefur sumt fólk mestar áhyggjur af því hvort þetta orð sé betra eða verra en hitt orðið. Að leysa vandann er aukaatriði. Aðalatriðið er að þrátta um veður, karpa um keisarans skegg og ýlfra eins og útigangur ef orð eru ekki sögð í réttri röð.
 
Eymdin fer á efsta stig
svo ótrúlega hæpin
hjá þjóð sem dæmir sjálfa sig
en sér þó aldrei glæpinn.

PISA: Hæfni nemenda til að lesa og reikna hríðfellur- skólana vantar aga, sterka stjórnun og duglega kennara

Danir velta vöngum yfir niðurstöðum Pisa rétt eins og menn hér á landi. Faglegi þátturinn í grunnskólanum heldur áfram að hrapa. Dönsk börn læra minna og minna í skólanum segir í grein frá Den korte avis. Sömu sögu er að segja hér á landi. Þegar ráðamenn koma með útskýringar eru þær nokkurn veginn á sömu leið. Yfirklór. Danskir og íslenskir unglingar eru ekki frábrugðnir hvorir öðrum, né menning og siðir landanna.

Danskir nemendur standa sig verr í lestri og stærðfræði en í könnuninni 2018.

Í mörg ár hefur það verið stefna stjórnvalda að bæta faglega þátt skólastarfsins, samt sem áður hallar undan fæti.

Nemendur útskrifast úr grunnskólanum með minni þekkingu en áður þrátt fyrir að meira af peningum eru notaðir á hvern nemanda.

Verst standa um 10% barna sem hafa annan bakgrunn. Eins og í könnuninni 2018 stendur þessi hópur sig mun ver og munurinn eykst.

Yfirklórið lætur ekki á sér standa

Formaður skólastjóra, Claus Hjortdal, útskýrir að afrakstur PISA megi m.a. rekja til að margir unglingar takist á við áskoranir í eigin lífi, t.d. með kvíða og þunglyndi.

Svona yfirklór er ein af ástæðunum að staðan er svo slæm í dönskum grunnskólum (líka þeim íslensku, sama yfirklór hér á landi). 

Rannsókn sýnir að skólastjórnendur horfa meira til vellíðunar í skóla en fagþekkingu og það þrátt fyrir að önnur rannsókn sýni að stefna stjórnenda hefur áhrif á hve mikið nemendur læra. 

Skróp og vöntun á aga

Önnur ástæða vandamálanna er agavandi í grunnskólanum. Ef maður ætlar sér að fá eitthvað út úr kennslu þarf að mæta. PISA rannsóknin sýnir að um 51% nemenda í Danaveldi koma of seint og 25% hafa skrópað í nokkra tíma. Um 20% hafa skrópað heilan dag á síðustu tveimur vikum.

Notkun á stafrænum miðlum fór af braut

Í rannsókninni kemur fram að danskir nemendur nota næstum tvöfalt meiri tíma fyrir framan skjá miðað við aðra í rannsókninni. Þeir nota næstum fjórar klukkustundir á dag fyrir fram tölvu eða skjábretti.

Það er vel þekkt að skjánotkun hefur í för með sér tímasóun í kennslu og truflar einbeitingu nemenda. Notkun rafrænna miðla hefur farið út af brautinni í Danamörku án þess að nokkur hafi gripið inn í (skyldi það sama vera upp á teningnum hér á landi?).

Fagþekking kennara vandamál

Í mörg ár hefur færni og hæfni kennara verið vandamál. Allt of fáir vilja vera kennarar þrátt fyrir að meðallaunin séu 566 þúsund danskar krónur á ári. Nemendur með lítinn fræðilegan bakgrunn eru teknir inn í kennaranámið og það hefur áhrif.

Næstum fimmti hver kennari er ófaglærður í Danmörku (stefnir í sama hér á landi) og ríkisstjórnin hefur ákveðið að að kennarar sem hafa ekki sérþekkingu fái að kenna í grein sem þeir eru ekki menntaðir til (það tíðkast hér á landi).

Kórónafaraldurinn

Auðvelda skýringin á lélegri útkomu í PISA hefði mátt útskýra með kórónufaraldrinum, en það er ekki einu sinni hægt.

Rannsókn sýnir að enginn munur er á löndunum sem lokuðu skólunum og þeim sem notuð fjarkennslu og Svíþjóð þar sem hefbundin kennsla var.

Menntamálaráðherrann Tesfayr

Vandi grunnskólans undanfarin ár hafa áhrif á hnignun danska skólakerfisins og því miður virðist útlitið ekki gott.

Ráðherrann tjáði sig og segist horfa áhyggjufullum augum á niðurstöður PISA. Því miður lítur ekki út fyrir að hann geri nokkuð annað.

Heimild

 


Hvar er formaður Félags grunnskólakennara?

PISA könnunin með allri sinni dýrð er opinber. Margir fjalla um og ræða árangur nemenda og kennsluhætti grunnskólakennara. Stefnur, strauma og matskerfi grunnskóla. Kastljós tók málið fyrir og þar áttu grunnskólakennarar von á forystusauði sínum. Nei þannig var það ekki, formaður KÍ mætti ekki formaður Félags grunnskólakennara!

Ég spyr af hverju? Formaður KÍ á ekki að sitja fyrir svörum þegar málefni grunnskólans ber á góma, það á formaður Fg að gera og enginn annar. Til þess var hann kosinn. Velti fyrir mér hve þögull formaður Fg er. Sjaldan ef nokkurn tímann er rætt við hann um málefni sem viðkoma grunnskólanum. Yfirtók formaður KÍ hlutverk formanna einstakra félaga þegar hann tók við keflinu í Kennarasambandi Íslands, velta má þeirri spurningu upp. Öllum er ljóst að hann elskar það hlutverk en fyrr má nú rota en dauðrota.

PISA könnun er mælitæki sem á rétt á sér. Eftir að samræmdu prófin voru felld niður eru engar samræmdar mælistikur til að kanna þekkingu nemenda á landsvísu. Það er slæmt. Sú jöfnunarstefna sem háir grunnskólanum hefur kostað samfélagið of mikið. Mörgum fórnað fyrir fáa. Danir ganga svo langt að tala um mikla ábyrgð stjórnenda á lélegum árangri nemenda í PISA könnuninni. Danskir nemendur fóru illa út úr læsi og stærðfræði.

Bloggari hefur á kennsluferli sínum, 16 ár, heyrt sér reynslumeiri kennara tala um slakari lesskilning nemenda. Menn hafa velt vögum yfir læsisstefnum, hvort Byrjendalæsi sé rétt aðferð í lestri barna eða hvort nota eigi eingöngu hljóða aðferðina. Á að hræra öllu saman og vona að út komi þokkalegur árangur. Allir eru meðvitaðir, það hefur eitthvað gerst undanfarin mörg ár.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða galla á námskrá og matskvarða sem innleiddir voru fyrir nokkrum árum. Kennurum gert að vinna eftir þeim hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ákvörðun að ofan og minnir um margt á þessa sögu. Því miður voru mótmælin ekki hávær þá.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða fjölgun útlenskra barna í grunnskólann og þann tíma sem þau taka í kennslustofu þar sem lítill stuðningur er við þau inni í kennslustofum.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða aukið álag í kennslustofum kennara með fjölgun útlendinga sem tala ólík mál og agavandamál sem hafa aukist.

Formaður félag grunnskólakennara á að tala um mikilvægi þess að foreldrar komið að lestrarþjálfun barna sinni, sérstaklega á yngri stigum.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða allar þær stefnur, strauma og hugmyndafræði sem laumar sér inn í skólakerfið, án þess að grunnskólakennarar fái rönd við reist. Stjórnendur bera þar höfuð ábyrgð. Margir skólar sinna mörgum stefnum og hugmyndafræði og til þess þarf tíma ef vel á að vera.

Svona gæti ég haldið áfram, en formaður Félags grunnskólakennara virðist í felum, á bak við formann KÍ. Faðir minn sagði stundum og mér datt þetta í hug þegar ég hugsa framtaksleysi formanns Fg. ,,Strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt.“

Á kennsluferli bloggara hafa þrír forystusauðir verið í Félagi grunnskólakennara. Sá sem nú situr virðist illa hæfur til að tjá sig við fjölmiðla, miðað við hve lítið hann tjáir sig um málefni kennara. Formaður KÍ á ekki að sjá um það, hans hlutverk er annað. Hann á ekki að tjá sig um málefni einstakra félaga en virðist sendisveinn fyrir formann Fg.

Staðreyndir sem ekki er hægt að horfa framhjá, ræða og leita lausna við. Fjölgun grunnskólanema byggir á börnum af erlendum uppruna en í dag eru þau á milli 15-20% af öllum þeim börnum sem stunda hér nám. Í sumum hverfum er staðan mun verri. Endar þetta eins og í Danaveldi? Danir setja börn sín í auknu mæli í einkaskóla til að tryggja góða menntun fyrir börn sín. Um fimmti hver nemandi var árið 2022 í einkaskóla. Víða ríkir ófremdarástand í dönskum skólum.


Ljóð tileinkað kennurum

Annar höfundur fær bloggið í i dag. Ég tileika öllum kennurum (líka þeim sem mættu á aðalfund Bkne) ljóðið enda segir það meira en segja þarf. Vona samt að þeir ástundi þetta ekki í kennslu. 

Ljóð eftir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku:

Áður en kemur til tjáskipta skulum við ævinlega gæta þess

að skoða aðeins aðra hlið þess málefnis sem um ræðir.

Það hálfa er nóg.

Þannig er auðveldara að ná utan um efnið.

Losum okkur við alls konar útúrdúra og staðreyndatínslu

– málavextir eru íþyngjandi.

Það sýnir sig að við sem alhæfum alltaf út frá annarri hliðinni

eigum miklu betra með að ná til fólks,

skoðanir okkar eru einfaldar,

við höfum sneitt af þeim alls kyns flækjur og lagað þær

að þörfum neytenda.

Þannig virkar tjáningarfrelsið.


Konur stofna samtök til að vernda rétt kvenna í kvennaíþróttum

Hlaut að koma að því. Til hamingju skynsömu konur. Fleiri og fleiri vakna, ekki bara konurnar heldur fjölskyldur þeirra og vinir. Karlmenn sem skilgreina sig sem konu eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir- EKKERT.

Mörg tilfellið hafa komið upp þar sem karlmaður, skilgreindur sem kona, hefur haft sigur. Reddux hefur sagt frá meiðslum kvenna í samstuði við karlmann, sem skilgreinir sig sem konu, og er með í kvennakeppni. Auðvitað á að stoppa þetta. Heigulsháttur íþróttasambanda er algert. Hugsið ykkur að barátta kvenna árið 2023 skuli fara í að vernda eigin íþróttakeppnir.

Á síðu samtakanna segir:

,,The Independent Council on Women's Sports (ICONS) er tengslanet og hagsmunagæsluhópur sem samanstendur af núverandi og fyrrverandi háskóla- og atvinnuíþróttakonum, fjölskyldum þeirra og stuðningsmönnum. Við ætlum að byggja upp samtök sem hafa sameiginlega rödd til að efla og vernda íþróttir kvenna. Við viljum að konur dafni og nái árangri í íþróttum án þess að verða fyrir kynbundinni mismunun. Við trúum því að konur eigi skilið virðingu og sanngjarna samkeppni til jafns við karlkyns íþróttamenn. ICONS leitast við að lyfta og styrkja kvenkyns íþróttamenn innan og utan íþróttavallarins.“

Ein íþróttakonan segir:

,,Við elskum íþróttir og erum þakklátar fyrir konurnar sem ruddu brautina. Næsta kynslóð kvenna og stúlkna á skilið tækifæri til að verða meistarar og sjá hinn rómaða heim kvennaíþrótta. Undanfarið höfum við séð tækifæri og vernd kvenna og stúlkna hverfa. Við þurfum rödd til að verja virðingu og sanngjarna meðferð næstu kynslóðar íþróttakvenna. Við erum þessi rödd.“

Öllu gamni fylgir einhver alvara, líka í þessu myndbandi. Fólki ofbýður.


Breyta á leikskólakennaranáminu

Öllum er ljóst eftir breytingar á námi leikskólakennara úr þremur í fimm ár hefur aðsókn minnkað. Því verður að svara og fækka námsárunum aftur. Starf í leikskóla krefst ekki fimm ára háskólamenntunar að mati bloggara. 

Allt sem þarf að vita um þroska, leik, aðbúnað barna og samskipti lærir maður á þremur árum. Samfélagið gerði stór mistök þegar námið var lengt.

Hvað grunnskólakennara varðar þá á grunnnámið að vera bakkalárnám og síðan sérhæfing næstu tvö ár með val tvenns konar sérhæfingu, s.s. tungumál, náttúrufræði, verkgreinar, stærðafræði. Að mati bloggara hefði það verið farsælasta leiðin.

Vindum ofan á vandanum, fækkum námsárum leikskólakennara og sjáum hvað setur.


mbl.is Þurfum að hjálpa þeim sem ekki fá hjálp heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðbað í frönskum smábæ

Franski smábærinn Crépol er ekki þekktur bær en þar búa um 500 manns. Hann er í mesta lagi þekktur fyrir jarðsveppi, valhneturunna og friðaðan kirkjuturn.

En nú er þessi smábær, sem er nálægt Lyon, kominn á kortið og ekki fyrir neitt gott. Nú hugsa Frakkar blóðbað þegar minnst er á bæinn.

Veisla í samkomuhúsinu

Í þessum litla bæ er ekki öldurhús eða diskótek. Aftur á móti hafa menn í sjálfboðavinnu skipulagt veislur fyrir íbúana í samkomuhúsinu.

Einn laugardag fyrir stuttu voru um 400 gestir í samkomuhúsinu. Reglan er að hver og einn borgar fjórar evrur svo hægt sé að kaupa hlaðborðið, plötusnúð og leigja samkomuhúsið. Samkvæmt gestunum var stemmingin góð þar til allt í einu, um tvö leytið, breyttist allt.

Hópur ofbeldismanna birtast vopnaðir hnífum

Allt í einu birtist hópur manna með eldhúshnífa og réðust að þeim sem eftir voru í húsinu. Með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt embætti saksóknara reyndu tíu ungmenni að komast inn og við það særðist einn dyravörðurinn. Gestirnir reyndu að aðstoða sem leiddi til slagsmála fyrir utan bygginguna.

Thomas var stunginn, 16 ára skólanemi. Hann særðist alvarlega, lést af völdum sára sinna á sjúkrahúsi. Í allt voru 16 ungmenni stungin, misalvarlega, en tveir eru enn í meðhöndlun á sjúkrahúsi þegar fréttin er skrifuð 23. nóvember.

Ekki er vitað hvað ofbeldismönnunum gekk til. Vitni sagði við blaðamann á Le Dauphiné Libéré að þeir hefðu hrópað ,,Við viljum stinga hvíta fólkið.“ Fréttina má sjá á DailyMail. Verknaðurinn er rannsakaður sem morð að yfirlögðu ráði og morðtilraun. Gerendur eða hluti þeirra kom frá nærliggjandi bæ. Sjö voru handteknir í Toulouse skrifa nokkrir fjölmiðlar, þ.á.m. BFMVT 

Gróft ofbeldi

Bæjarstjórinn segir um gerendurna ,,Þeir komu ekki til að skemmta sér heldur til að meiða.“ Árásargirni og vilji til eyðileggingar stjórnaði för. Engin samúð með fórnarlömbunum.

Einn af skipuleggjendum veislunnar Emmanuelle Place sagði við blaðið Le Parisien ,,Hef aldrei upplifað annað eins ofbeldi.“ Hún var í áfalli yfir árásinni sem lítið var gert úr eða reynt að þagga niður í sumum fjölmiðlum. Hún segir, ,,þetta voru ekki slagsmál, þetta var árás. Gerendur komu bara til að stinga fólkið án ástæðu.“ Dyravörður missti fingur.

Annar sjónarvottur lýsti atburðinum í blaðinu Le Fogaro sem blóðbaði: Ungmenni í íþróttabuxum höfðu umkringt salinn og létu vaða á fólk með 25 cm langa hnífa.

Ein amma segir við Le Figaro að barnabarn hennar hafi komið heim tíu mínútum áður en blóðbaðið hófst. Síðan þá hefur barnið, 12 ára gamalt, ekki sofið af því hana dreymir um hníf sem haldið er að barkanum. 

Eins og atburðinum er lýst af sjónarvottum er um að ræða sadíska villimennsku. Svona nokkuð höfum við aldrei upplifað sagði Emanuelle Place. Hjá gerendum var engin samúð, engin ábyrgð. Þeir komu bara til að meiða segir hún.

Hluti landsmanna áttuðu sig ekki hvað gekk á. En smá saman rann það upp fyrir þeim, að venjulegt samfélag geti orðið fyrir barðinu á andfélagslegum og eyðileggjandi kröftum.

Ofbeldi náði tökum á litla friðsæla bænum Crépo. Gerendum ofbeldisins var boðið inn. Neitun á raunveruleikanum krefst hefndar. Látir þú eins og menningarátök og tilhneiging til ofbeldis sé ekki til staðar þá kemur það inn um bakdyrnar. Það uppgötvuðu menn í Crépol.

Stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um innflytjendur tala um anti- hvítan rasisma.

Litlar fréttir hafa borist frá lögreglu um hverjir gerendurnir eru. Margir stjórnmálamenn benda á að gerendurnir hafi bakgrunn innflytjenda. Stjórnmálamennirnir kallar þetta fólk anti-hvíta rasista skrifar France24.

Marion Maréchal  kallar gerendur villimannslegan múg en hún var meðal þeirra sem tjáði sig fyrst, hún sagði; ,,Rasismi gegn hvítu fólki herjar nú líka á landið.“ Frænka hennar sem gagnrýnir innflytjendastefnu stjórnvalda segir, ,,enginn er öruggur lengur.“ ,,Bæjarhátíðir, brúðkaup, afmælisdagar: bæjarfélög hafa í gegnum árin verið þolendur rasískra aðgerða í mörg ár sagði Marine Le Pen(Faz.net). 

Innanríkisráðherrann Gérald Darmanin tjáði sig með almennum hætti. Hann talaði ekki um innflytjendur en sagðist harma slíka grimmd. Hann kallaði árásina ósæmilega og óásættanlega. (Faz.net). Lögreglan heldur að sér upplýsingunum og það sem fram hefur komið eru ekki áreiðanlega upplýsingar. Myndband sem fer um netið sýnir að gerendurnir eru frá Afríku en fæst ekki staðfest. 

Sá tími er liðinn að stjórnmálamenn og stjórnvöld geti þagað um innflytjendur sem drepa. Ef lögreglan segir ekki sannleikann fara sögusagnir á netið. Þessir aðilar svíkja íbúa og gera innflytjendasamfélaginu bjarnargreiða með þögn sinni um uppruna gerenda.

Heimild.

  


Nú getur 10 ára gamalt barn ákveðið kynið í nemendakönnun

Það er ekki hlutverk skólans að miðla til nemenda að þeir geti valið sér kyn.

Nýr svarmöguleiki hefur skapað miklar umræður á kennaraspjallinu í Noregi. Einn sem hefur tjáð sig er kennarinn Ole Christian Vedik. Ég er mjög undrandi segir hann að við sem skólastofnun miðlum því til barna að þau geti verið strákur, stelpa eða eitthvað annað.

Honum finnst mikilvægt að haldið sé utan um alla nemendur, líka þá sem eru ekki sáttir í eigin líkama. En um leið segir hann að skóli eigi að halda sig við staðreyndir, vísindi.

Ég er meðvitaður að nokkrir tala um sig sem kynlausa en þetta er bara upplifun einstaklingsins. Það er mikilvægt að skókinn byggi á vísindalegum grunni ekki einhverju sem einstaklingur getur upplifað.

Hann lýsir eftir auknum umræðum um málaflokkinn, á hvern hátt skólinn miðlar upplýsingum um kyn.

Með það að leiðarljósi að við í Noregi tölum bara um að líffræðilegu kynin séu tvö en þetta ótrúlegt. Vera kann að mjög góðar skýringar eigi eftir að líta dagsins ljós á uppátæki skólanna.

Heimild.

Kennarar virðast ekki hafa þroska og getu til að ræða málaflokkinn út frá staðreyndum og vísindum. Hugmyndafræði fárra ræður för. Hér á landi, í Noregi og öllum heiminum, eru líffræðilegu kynin tvö. Alls staðar er það upplifun einstaklings þegar hann glímir við ónot í eigin líkama. Eins og hér var bent á virðast kennarar ekki tilbúnir í umræðu um staðreyndir og líffræðina. Svo ekki sé minnst á formann Kennarasambands Íslands sem hvetur kennara til að þegja frekar en segja. Annað eins hef ég bara ekki heyrt og er KÍ og kennurum til skammar.


Breytingar breytinganna vegna, skyldu stofnanir og fyrirtæki nútímans vera svona?

Einu sinni var Maur sem fór til vinnu sinnar snemma morguns dag hvern. Hann var duglegur og líkaði vel vinnan.

Stjórnandinn, Ljónið, var hissa að sjá hve Maurinn var duglegur án þess að stjórnandi væri til staðar. Ljónið hugsaði að kannski yrði hann duglegri ef hann fengi stjórnanda sem leiddi starfið.

Hmm, hugsaði Ljónið og réði Kakkalakkann sem hafði stjórnunarnám og þekktur fyrir nákvæmar skýrslur.

Fyrsta sem Kakkalakkinn gerði í starfi sínu var að breyta vinnuskýrslum og fannst nauðsynlegt að ráða ritara til að gera skýrslurnar og réði Kóngulónna til að halda utan um pappíra og svara í símann.

Ljónið var ánægt að fá allar þessar skýrslur sem Kakkalakkinn skrifaði og bað hann um að laga skýringarmyndir um framleiðsluna og greina þróunina. Þessi skjöl gat Ljónið sýnt yfirmanni sínum.

Kakkalakkinn réði tölvumann og réði Fluguna sem var ábyrgur fyrir nýju tölvudeildinni.

Maurinn sem áður var ánægður og afkastamikill vinnumaður var allt í einu þvingaður til að fara á hin ólíku námskeið til að sýna að hann gæti það sem hann hefði gert í mörg ár.

Hann varð að skrifa um starf sitt í skýrslum og nota hluta vinnutímans til að skrá niður fráviki. Vinnudagurinn sem hann vann áður án vandkvæða var nú í tímaþröng vegna tímans sem þurfti að nota í skýrslugerð og blöðin söfnuðust upp.

Ljónið sjá að nú var tími til að ráð yfirmann í deildina sem Maurinn vann í. Hann réði Hrossafluguna sem keypti sér mottu og vistvænan skrifborðsstól á skrifstofuna. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að hann fengi að ráða sér persónulegan ráðgjafa til að hámarka vinnu sína og fjárhagsáætlun.

Einingin þar sem Maurinn vann var ekki lengur góður vinnustaður, allir pirraðir og órólegir fyrir eigin framtíð. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að gerð yrði vinnustaðakönnun. Þeir réðu inn fullt af Bjöllum sem komst að þeirri niðurstöðu að eining Maursins var kostnaðarsöm og framleiðni hafði minnkað.

Ljónið ákvað að ráða Ugluna sem var vel umtalaður ráðgjafi sem átti að koma með tillögur að breytingum. Uglan rannsakaði fyrirtækið í þrjá mánuði, lagði fram þykka skýrslu þar sem niðurstaðan var að of margir starfsmenn væru í fyrirtækinu.

Maurinn var sá fyrsti sem fékk uppsagnarbréf. Það sýndi sig nefnilega í skýrslunni að hann vantaði ,,hvatningu og hafi neikvæða afstöðu.“

Fengið að láni hjá Trond Ågotnes. Bloggari þýddi.

 


Breski innanríkisráðherrann vill stoppa straum innflytjenda til landsins

Breski Íhaldsflokkurinn hélt ársfund sinn fyrir stuttu en flokkurinn er í erfiðri stöðu. Einn ræðumaðurinn var hylltur, Suella Braveman innanríkisráðherra. Hún bar ábyrgð á útlendingamálunum en var látin fjúka.

Hún vill herða á málaflokknum því hún elskar eigið landið. Hún uppskar fagnaðarlæti. Nokkrir miðlar sögðu frá þessum m.a. DailyMail.

Hert útlendingastefna er nauðsynleg fyrir flokkinn sem er í lægð um þessar mundir.

Það eru kosningar í Bretlandi í lok 2024. Mælingar sýna að Íhaldsflokkurinn er langt á eftir Verkamannaflokknum.

En vinsældir forsætisráðherrans Rishi Sunak aukast og það má þakka innanríkisráðherranum og útlendingastefnu hennar sem þykir hörð.

Markmið þeirra er að stoppa straum að ólöglegum innflytjendum yfir sundið milli Bretlands og Frakklands. Ferðir smábáta yfir sundið er gífurlegur og álag á breska samfélagið er mikið.

Bretar nota um 8 milljónir punda á hverjum degi í hótelreikninga fyrir ólöglega innflytjendur. Mörg sveitarfélög eru að drukkna undir þrýstingi að útvega íbúðir,  nota skólana og heilbrigðisþjónustu.

Ástandið getur versnað til muna ef stjórnin grípur ekki inn í og kemur stefnu sinni í gegn sagði Suella Braverman á ársfundinum. Við munum upplifa storm af innflytjendum og samfélagið okkar þolir það ekki sagði hún og uppskar lófalof.

Stjórnin vill umfram allt senda innflytjendurna til Rúganda þar sem þeir eru á meðan verið er að afgreiða umsóknir þeirra.

En dómstólar koma í veg fyrir að það sé hægt. Þeir nota yfirlýsingu Mannréttindadómstólsins sem rökstuðning. Það samþykkir Braverman ekki. Hún segir yfirlýsinguna vernda glæpamenn. Hún sagði að yfirlýsingin ætti að heita yfirlýsing glæpamanna og fékk dynjandi lófaklapp. Hún er tilbúin að draga Breta út úr samstarfinu ef það þarf til að bjarga Bretlandi. 

Í fjölmiðlum er Braverman sögð vera rasisti og annað álíka. Verkamannaflokkurinn hefur lagt sitt af mörkum til að sverta hana og þessa hörðu útlendingastefnu. Suella Braverman sendi þeim tóninn í ræðu sinni. 

Ég er gerð að hatursmanneskju því ég segi sannleikann án þess að pakka honum í búning. Þið lifið ekki í raunveruleikanum, viljið opin landamæri því það er ekki ykkar starf sem ólöglegu innflytjendurnir taka. Þeir slá grasið ykkar, klippa runna og gera heimili ykkar hrein. Og það er ekki ykkar götur sem innflytjendur hafa yfirtekið sagði hún.

Hún lét ekkert ósagt um lög og reglur. Hún gagnrýndi ,,woke“ bylgjuna sem þýðir m.a. að kynferðisofbeldismenn geti skipt um kyn og á þann hátt komist undan eftirliti. 

Eftir mikið lófaklapp stóðu fundarmenn upp og héldu áfram að klappa. Hún er nefnd sem mögulegur leiðtogi ef Sunak tapar kosningum árið 2024.

Þegar Rishi Sunak frestaði banni á bensínbílum um mörg ár jókst fylgi við flokkinn í könnunum.

Heimild.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband