Kjarninn í greininni er,

foreldrar bera ábyrgð, fyrst og síðast á börnum sínum. Aðrir geta svo komið að og verið með í leiðbeiningu í lífinu. Skólinn, íþróttafélög, ömmur og afar. Góð vísa er aldrei of oft kveðin, foreldrar. Greinin er góð og hvet ég fólk til að lesa hana.

Hann gerir skjánotkun að umtalsefni. Foreldrar eru þeir sem kaupa sólarhringsáskrift að netinu. Foreldrar leyfa ungum bönum að nota skjá, halda þeim jafnvel að þeim. Skjánotkun er jafnvel orðin of mikil í leik- og grunnskólum, tíska að nota öpp í kennslu. Hermundur hefur bent á það eins og Guðmundur segir í grein sinni.

Þrautseigja er eitthvað sem grunnskólabörn þurfa að læra, sammála honum í því. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að koma eins fram við alla. Skólinn á síðan að taka undir það.

Frétta- og samfélagsmiðlar bera ábyrgð á að deila fréttum af ríkum, fáklæddum og jafnvel nöktum konum og uppátækjum frægra manna. Þeir ber ábyrgð að miðla þess konar vitleysu. Skoði unglingar forsíður blaðanna þá sjá þau hvað ber hæst. Guðmundur segir í grein sinni að unga fólkið vilji líkjast þeim. Blöðin eiga sinn þátt.

Tiktok, get lítið tjáð mig um það enda ekki með þann miðil eða aðra sem áreita börn og fullorðna 24 tíma sólarhringsins.

Nærvera foreldrar mikilvæg. Svo sannarlega og hefur ekkert breyst í aldanna rás. Nærvera fullorðinni við börn og ungmenni hefur alltaf verið nauðsynleg. Sérstaklega nú á tímum samfélagsmiðla. 


mbl.is „Það þarf þrautseigju til að takast á við lífið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki bara vera pólitíksk ákvörðun

að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Læknisfræðilegi þátturinn hlýtur að vega þyngri. Um heilsu annarra getur verið að ræða. Svandís hefur sennilega verið á atkvæðaveiðum þegar hún lét þetta fréttast. Má ekki. Málið of alvarlegt til þess. Þeir sem hafa vit á málinu hafa tækifæri til að tjá sig. Starfsmenn Blóðbankans hafa nú gert það. Fleiri stíga vonandi á stokk.


mbl.is Blóðbankinn viðrar áhyggjur sínar á samráðsgátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skila auðu

er einn valkostur í komandi kosningum. Þau stjórnmálaöfl sem nú berjast um hylli kjósenda hafa ekki heillað mig. Því miður er það svo að í sumum flokkum er ekki frambærilegt fólk. Í öðrum stjórnmálaflokkum er kvenfrelsun í hávegum höfð. Síðan eru það blessaðar barnabæturnar sem á að afla atkvæða. Svona mætti lengi telja. Mér þykir málefnabarátta flokkanna innantóm.

Að skila auðu þýðir að maður gefur stjórnmálaflokkum langt nef, ekkert ykkar er frambærilegt á þing. 


Lyfjanotkun of mikil meðal barna,

við ættum að hafa áhyggjur af þróuninni. Þetta kemur fram í könnun meðal 200 drengja á Akureyri. Þeir skera sig ekki úr landsmeðaltalinu.

,,Svarið sem vakti mesta athygli mína var um lyfjanotkun. Spurt var hvort viðkomandi tæki lyf við ofvirkni, athyglisbrest, kvíða eða svefnleysi. Svarmöguleikinn var já eða nei. Ekki var um frekari flokkun að ræða. Hlutfall drengja sem svöruðu já er nærri 28%. Þyngra en tárum taki að nærri þriðji hver drengur taki hegðunarlyf. Hér má kalla eftir viðbrögðum lækna, ef satt reynist. Þessi tala er svipuð og opinberar tölur um lyfjanotkun barna á landinu. Lyfjanotkun barna eykst ár frá ári.

Er ekki kominn tími á fræðslu m.a. frá læknum, taugasálfræðingum og geðlæknum til foreldra um áhrif lyfjanotkunar á vöxt og heilastarfsemi barna, aukaverkanir og ávanabindingu lyfja. Okkar keppikefli hlýtur að vera að draga úr lyfjanotkun barna með öllum tiltækum ráðum og nota önnur úrræði. Sveitarfélagið ber þar helst ábyrgð, að bjóða upp á viðeigandi úrræði. Misbrestur á því eins og alþjóð veit. Þegar þetta er sagt er höfundur meðvitaður um að margir þurfa á lyfjum að halda vegna t.d. ADHD og gerir ekki lítið úr því."


Könnun meðal 200 drengja á Akureyri

sýnir að þeim er sjaldan hrósað að eigi mati. Meirihlutanum þykir gaman að lesa en samt hafa 45% þeirra ekki gaman af lestri. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í þjálfun lestrar. Góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum.

Lyfjanotkun er of mikil að mínu mati, samsvarar landsmeðaltalinu, einn af hverjum fjórum strákum notar hegðunarlyf.

Lesa má helstu niðurstöður hjá Vikubladid.


Var ekki samgönguráðherra

jákvæður fyrir Uber, sagði það framtíðina. Nú hefur dómur fallið, starfsmenn eiga rétt á mat, kaffi o.s.frv. Fagnaðarefni. Leigubílstjórar hér á landi þurfa ekki að óttast ósanngjarna samkeppni.

Uber- þjónustan er ekki ósvipuð og þegar nuddnemar taka 5000 kall fyrir nudd af því þeir þurfa reynslu en borga ekki skatt eða önnur gjöld. Búa til aðstöðu heima. Skökk samkeppni.

Sama með snyrtifræðinga sem lita og plokka heima, kostar hálfvirði við löglegar stofur. Skökk samkeppni.


mbl.is Uber tapar öðru máli í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið fáviti notað í grunnskólum

landsins. Samkvæmt orðum Guðna forseta, sem biðst afsökunar á orðanotkuninni, segir hann jafnframt, ,,Ég mun ekki nota orðið aftur í þessu samhengi þótt það hafi verið gert með þessum hætti í fræðslu í grunnskólum landsins."

Skólafólk, kennarar, hvers vegna í ósköpunum er orðið leyft innan veggja skólans? Kennarar verða að vera gagnrýrri á utanaðkomandi fræðslu og orðfærið sem er notað. Stoppa svona vitleysu.

Þeir sem hafa notað orðið fávitar um ákveðinn hóp á að biðjast afsökunar. 


Fullur skilningur á

ákvörðun þeirra að hætta. Sú framkoma sem ákveðnir einstaklingar Öfgar, Bleiki fíllinn og Stígamót hafa sýnt landsliðsmönnum er ólíðandi. Segja má að þessar konur hafi eyðilagt gleði og ánægju saklausra manna og fjölskyldna þeirra þegar kemur að landsliðinu. 

 


mbl.is Leikmenn gætu hætt vegna afskipta stjórnar KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörugar umræður á

Kennaraspjallinu vegna framboðs öfgafemínistans Hönnu Bjargar. Ólíkar skoðanir á framboði hennar eins og gengur og gerist. Nú ríður á að grunnskólakennarar finna frambjóðanda sem er KÍ samboðinn, Hanna Björg er það ekki. Grunnskólakennarar eru í meirihluta og gætu því haft afgerandi afstöðu þegar að vali formanns kemur.

Framboðsfrestur rennur út 4. október og því eru þrjár vikur til stefnu að finna frambærilegan frambjóðanda. Vonandi tekst það, yrði KÍ til skammar ef það tekst ekki.


Hneyksli ef af yrði

að þessi kona yrði formaður KÍ. Hún veit ekki hvernig lýðræði virkar, allavega ekki fyrir fjórum árum. Hún, ásamt fleiri konum, ætlaði að svipta kennara lýðræðinu. Hanna Björg mun ekki berjast fyrir þá kennara sem sæta fölskum kærum í skólakerfinu af hálfu nemenda. Hennar trú er að þolandi hafi alltaf rétt fyrir sér. Hún mun ekki njóta þess trausts sem til þarf innan KÍ.

Nú þurfa önnur félög innan samtakanna að finna verðugan fulltrúa í stað Ragnars Þórs. Hanna Björg er það ekki. Smánar kennarafélögin með framboði sínu. Framganga hennar gegn KSí er eitt dæmi um hve ofstækisfull hún er og það breytist ekki.


mbl.is Hanna Björg býður sig fram til formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband