28.12.2021 | 11:25
Munum hvern við biðjum um aðstoð
þegar flugeldakaup eru íhuguð. Einkaaðilar munu ekki svara kalli þínu um aðstoð. Hugnist fólki ekki flugeldar má kaupa rótarskot eða leggja inn á björgunarsveitir landsins. Margir vilja styrkja sína sveit sem er eðlilegt. Látum okkar ekki eftir liggja til að halda úti þessu frábæra starfi sjálfboðaliða.
![]() |
Biðja fólk að vera tímanlega í flugeldakaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2021 | 10:34
Væri munur ef aðrar starfsstéttir
gætu þetta og óskað eftir breytingum. Sjáið þið heilbrigðisstarfsfólkið víða um heim. Mikið álag á þeim. Líka vegna veikinda samstarfsfólks. Fótboltamenn geta bara spilað sína leiki, sinnt vinnu sinni. Kalla inn varamenn eins og gert er annars staðar. Fótboltamenn eru ekki í sjálfboðnu starfi, síður en svo. Miklu launahærri en aðrar, mun nytsamari, stéttir. Væl í þessu liði!
Óska landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegra jóla.
![]() |
Leikmenn á Englandi búnir að fá nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2021 | 14:09
Kemur ekki á óvart
því álag á heilbrigðisstarfsmenn er mikið. Umönnun sjúklinga í búnaðnum sem krafist er íþyngjandi. Höfum við heyrt starfsfólk kvarta undan því, nei. Þegar álag er viðvarandi og samfélagið tuðar samfellt um að veiran sé ekki nokkur skapaður hlutur heggur andlega heilsu starfsmanna. Þeir sem vinna við þetta þekkja veikindin, líðan sjúklinga með cóvid og þá sem eru fárveikir.
Margir heilbrigðisstarfsmenn fara í sjálfskipaða smitgát og sóttkví til að geta mætt í vinnuna og hjúkrað veikum. Við sjáum ekki slíkt hjá mörgum stéttum ef nokkurri. Höfum það hugfast þegar við röflum um að veiran sé ekkert nema smá kvef. Skaðar fáa ef nokkra.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur annað að fara. Samfélagið mun finna fyrir brotthvarfi starfsmanna ef þeir feta í sömu spor og kollegar þeirra í Danaveldi.
Gleðilega jólahátíð.
![]() |
Allt að 20% hætt erlendis vegna álags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2021 | 20:43
Aldeilis fínt
að dómur falli stefnanda í vil. Með fleiri slíkum dómum sjá menn vonandi að sér. Það má ekki láta allt út úr sér á samfélagsmiðlum, sem betur fer. Menn eiga að var duglegri að kæra meiðandi og ósönn ummæli. Galli á gjöf Njarðar, það kostar.
Tilgangur svona ummæla er að sverta þann sem talað er um til að ná sér niðiri á viðkomandi.
![]() |
300 þúsund í miskabætur vegna ummæla á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2021 | 19:39
Víðar er mönnunarvandinn
Mikil starfsmannavelta hjá þeim. Líka á dvalar- og elliheimilum. Ekki kallað út þegar einhver veikist. Fólk vill ekki taka aukavaktir og því er undirmannað. Starfsmenn hlaupa hraðar. Sleppa ekki verkum. Allir baðaðir og klæddir þrátt fyrir undirmönnun. Stjórnendur eða rekstraraðilar finna ekki fyrir vandanum. Samviska starfsmanna ræður för. Vill ekki láta það bitna á notendum þjónustunnar. Menn vinna þessi störf tímabundið.
Hvað er til ráða? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.
![]() |
Hafa ekki efni á að ráða annan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2021 | 18:11
Falskar nauðgunarákærur,
um það fjallar mynd sem Indverjar gerðu. Hér má sjá frétt um málið Indias Sons | Tale of False Rape Case Survivors | Delhi Premiere | A Full House (mensdayout.com)
Verður fróðlegt að sjá þessa mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2021 | 14:23
Sorglegt að rétturinn
telji hana seka í þessum málum. Barnabrúðir eru bannaðar í hinum vestræna heimi. Danir eiga að senda slík pör heim án efnislegrar meðferðar, breyta löginum. Þannig verður ekki freistandi að koma til Danmerkur. Sómalar hafa sent stelpurnar sínar í heimsókn heim og gift þær. Danir reyna að sporna við þeim gjörnungi ásamt umskurði stúlkna sem fara í heimsókn til heimalands síns.
Hún á víða meðbyr. Vonandi flýtur það henni áfram í sinni stefnu í útlendingamálum.
![]() |
Inger Støjberg dæmd í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2021 | 14:53
Jóladagatöl, ruslsöfnun
mannkynsins. Flest það sem kemur í svona dagatölum er drasl sem enginn hefur neitt við að gera. Kannski þau sem borða má úr og drekka. Leið söluaðila til að losa sig við dót sem annars er ekki keypt. Við mennirnir, sem tölum um vanda í loftslagsmálum, látum þetta ekki okkur varða. Sjálfhverfa. Við lærum seint. Síðan er rætt um losun koltvísýrings o.fl. í þeim dúr. Menn sigla stundum hálfan hnöttinn til að koma draslinu til okkar, sem þurfum ekki á því að halda. Kaupa minna. Kaupa vandaðri vörur. Kaupa það sem endist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2021 | 13:14
Illa farið með staðreyndir
og spyrja má hver sé tilgangurinn. ,Krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma er að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári þ.e. úr 37 vikum í 36 vikur." Nei krafa kennara er að stytta kennsluskyldu úr 26 tímum í 25 tíma á viku sem liður í styttingu vinnuvikunnar. Skólaárið mun verða það sama og er nú. Sambandið villir um fyrir lýðnum.
Grunnskólakennarar eru ekki ginkeyptir fyrir að selja kaffi- og matartímann til að mæta styttingu vinnuvikunnar eins og margar stéttir hafa gert. Auðvelt þegar þú vinnur ekki með fólk. Ómögulegt þegar þú vinnur með annað fólk eins og leikskólakennarar, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar svo eitthvað sé nefnt. Vona að grunnskólakennarar falli ekki í þann gröft að selja frá sér neysluhlé sem forfeður okkar börðust fyrir með kjafti og klóm. Eitthvað rangt við nútíma kjarabaráttu.
![]() |
Slitu viðræðum og samningurinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2021 | 09:34
Konurnar sóttar til saka
í Danaveldi. Engin miskunn hjá Mette og félögum í ríkisstjórninni gagnvart ISS- konunum. Í frétt Berlinske tidende hér má sjá fréttina. Um er að ræða þrjár konur, 32, 34 og 37 ára, sem Danir sóttu. Þær eiga 14 börn. Notaðar sem útungunarvélar til að fæða af sér ISS- meðlimi. Með þeirra samþykki, því þær tóku sjálfviljugar af stað. Engin neyddi þær að hverfa frá heimalandi sínu.
Ég er sammála Dönum, rétta á yfir þeim og dæma konurnar. Ein alverstu hryðjuverkasamtök ISS eru enn við lýði. Margar af þeim konum eða stúlkum sem fór til liðs við samtökin vissu hvað þær gerðu. Margar þeirra myndu endurtaka leikinn. Þær trúðu að þeirra byði sæla þegar búið væri að útrýma ,,réttu" fólki.
Auðvitað á að refsa þeim rétt eins og öðrum ISS- liðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)