8.1.2022 | 17:05
Arnar, varaþingmaður
misbýður mér sem grunnskólakennara. Vil benda honum á að ég sem fagmaður í kennslu hef ekkert með bólusetningar barna að gera. Hvorki að hvetja til þeirra né letja. Sem kennari hef ég ekki ákvörðunarvald yfir byggingum sveitarfélaga, sem kallast grunnskólar. Hann ætti að biðja grunnskólakennurum afsökunar á framhleypni sinni.
Foreldrar, einir og óstuddir, bera á byrgð á hvort þeir láti bólusetja börn sín. Taka ábyrgð á ákvörðuninni og eftirköstum verði þau. Að blanda kennurum inn í þessa umræðu er dónaskapur og vanvirðing við kennara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2022 | 14:29
Leitt að heyra
en óumflýjanlegt. Hins vegar eiga íbúar alla mína samúð sem geta ekki tjáð sig um einkennin. Getur brotist úr í reiði og jafnvel ofbeldi, ræður ekki við sig vegna verkja, særinda í hálsi o.s.frv. Vona svo sannarlega að hægt verði að stoppa útbreiðsluna.
Til viðbótar kallar kóvidsmitaður einstaklingur á meiri mönnun. Vonandi finna þau heimili sem eru útsett fyrir kóvíd veirunni fólk til að vinna.
![]() |
Hópsmit á Brákarhlíð í Borgarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2022 | 10:27
Tek heils hugar undir
með þeim. Ekkert eðlilegt við íbúðaverð í dag. Unga fólkið okkar á í erfiðleikum, tala nú ekki um ef viðkomandi er einn. Að lítil einstaklingsíbúð skuli kosta á bilinu 30-40 milljónir er ótrúlegt. Afborgun af slíkri í búð gæti numið 160-200 þúsund krónur. Láglaunafólkið festir sér í það minnsta ekki fasteign. Lendir þess í stað í klóm leigjenda, sem hafa gróðrarsjónarmið að leiðarljósi, í flestum tilfellum.
![]() |
Verð íbúða náð fordæmalausum hæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2022 | 08:52
Ánægjulegt þegar félagsmenn
geta valið milli forystusauða. Gott að menn hafi enn áhuga að starfa í forsvari fyrir verklýðsfélög. Hins vegar er dapurlegt að fylgjast með kosningaþátttöku félagsmanna. Alltof fáir láta sig málið varða. Sá formaður sem nú situr talar ekki íslensku sem er forkastanlegt. Myndi hvergi líðast nema hér á landi.
Óska þeim báðum sem hafa gefið kost á sér góð gengis.
![]() |
Vill verða formaður Eflingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2021 | 15:50
Gott að heyra
og verður fróðlegt að sjá innihaldið. Stundum helst þetta ekki í hendur, gott gengi í samningum og gott innihald. Á nýju ári munu grunnskólakennarar heyra um herlegheitin. Hlakka til.
Menn spá fyrir um framhald. Falli samningur eru kennarar tilbúnir í verkfall. Engum blöðum um það að fletta að kennarar eru þreyttir á virðingarleysinu sem þeir mæta í samfélaginu og nú síðast að yfirvöld virtu ekki ráð sóttvarnalæknis.
Koma tímar, koma ráð.
![]() |
Grunnskólakennarar skrifa undir kjarasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2021 | 14:14
Maður ársins
hjá rikissjónvarpnu er sóttvarnalæknir. Hann hefur í gegnum veirutímabilið aldrei misst stjórn á skapi sínu þó misvitrir einstaklingar bauni á hann. Hann leyfir mönnum að gagnrýna sig og tekur því vel að mínu mati.
Ekki auðvelt starf sem hann er í.
Til Ruv, hallærislegt að tala um manneskju ársins, maður ársins.
![]() |
Völdu Þórólf manneskju ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.1.2022 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2021 | 11:48
Ekkert að því,
fólk bíður bara rólegt. Ekki hægt að ætlast til að sérfræðingarnir vinni allan sólarhringinn við greiningu smita. Þegar sérfræðingarnir eru bara í þessu gerist það sjálfkrafa að greining annarra sýna situr á hakanum, nema þau lífsnauðsynlegu. Fólk hættir ekki að veikjast þó veiran sé á kreiki og við sem erum í samfélaginu þurfum að fá vitneskju um smit eður ei.
Tek hatt minn ofan fyrir öllu þessu fólki sem vinnur baki brotnu að þjónusta samborgara sína, hjúkra og upplýsa.
![]() |
Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2021 | 09:57
Gott að heyra,
nú getur sótti passað upp á þá sem kæra sig ekki um að fá veiruna. Ekki af því við verðum lítið veik heldur enginn veit hver eftirköstin verða. Enginn veit hvernig eða hvort þau verða, jafnvel hjá lítið veikum einstaklingum.
Við meðhöndlum aðra smitsjúkdóma og því ættum við að gera það við kóvid líka. Meðhöndlunin er einangrun. Við sumum er sýklalyfjakúr og vera heima þar til hann vinnur á sjúkdómnum.
Styð aðgerðir sóttvarnalæknis. Styð heilshugar að hugsað sé um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og að álagið sligi það ekki alveg. Nóg er víst komið. Eins og Már sagði svo skemmtilega, á Alþingi eru kallaðir inn varamenn en á spítalanum eru engir varamenn. Sama má segja um alla boltaleiki- og takið eftir leiki- þar eru varamenn í löngum röðum og hægt að bæta inn. Engir varamenn eru í leik- og grunnskólanum og því mikilvægt að halda smitum þar úti eða í lágmarki.
![]() |
Héraðsdómur staðfestir 10 daga einangrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2021 | 21:47
Af hverju halda menn
að rótækir múslimar breytist þó þeir komi til vestrænna ríkja. Stoppa þarf svona í fæðingu. Hægara sagt en gert. Því miður eigum við eftir að sjá róttæka múslima ,,vaða" uppi í samfélögum. Við höfum sofið á verðinum. Hér má sjá sorglega útgáfu af því sem við köllum Danmörk. Segi eins og höfundur, Danmörk óþekkjanleg.
![]() |
Loka mosku vegna róttækrar predikunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2021 | 11:25
Munum hvern við biðjum um aðstoð
þegar flugeldakaup eru íhuguð. Einkaaðilar munu ekki svara kalli þínu um aðstoð. Hugnist fólki ekki flugeldar má kaupa rótarskot eða leggja inn á björgunarsveitir landsins. Margir vilja styrkja sína sveit sem er eðlilegt. Látum okkar ekki eftir liggja til að halda úti þessu frábæra starfi sjálfboðaliða.
![]() |
Biðja fólk að vera tímanlega í flugeldakaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)