7.5.2022 | 14:33
Varhugavert
að nota hoppukastala. Nú gerast slysin hvað ofan í annað. Alvarleg. Vantar eftirlit með þessum köstulum eða? Börn eru lengi að ná sér, sum hver, eftir svona áfall.
Köllum eftir meira eftirliti.
![]() |
Börnin voru auðvitað mikið skelkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2022 | 07:47
Kosningar í nánd
og ég veit ekki hvaða flokk skal kjósa á Akureyri. Í bæjarmálum vilja allir gera allt fyrir bæjarbúa, spurning um leið.
Ég vil hvorki ókeypis leikskóla eða máltíðir í skólum. Vil hjálpa þeim sem þéna ekki nóg til að sjá fyrir börnum sínum.
Ég vil betri þjónustu við börn, að þau fái hjálp áður en greining liggur fyrir, snemmtæk íhlutun. Svoleiðis er það ekki í dag.
Fer á Glerártorg í dag. Þar getur maður kosið utankjörstaðar. Best að gera það, ljúka óvissunni af. Hægt eð gera ullen, dullen doff...segi bara svona!
Njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2022 | 17:28
Jens Guðjón Einarsson grunnskólakennari
lætur hafa eftir sér að það sé dyggð að þagga einelti. Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi. Í Fréttablaðinu var rætt um einelti formanns Fg í garð starfsmanns KÍ. Kvartað var undan samskiptavanda en sérfræðingar, að lokinni rannsókn, komust að um einelti væri að ræða. Stjórn Fg og formaður halda enn fram að um samskiptavanda hafi verið að ræða.
Sé það dyggð að gæta þagmælsku í eineltismálum er Bleik brugðið. Vona að Jens Guðjón þurfi ekki að fást við einelti í sínum skóla. Svona vinnubrögð eru hverjum þeim grunnskólakennara sem þau stunda til skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2022 | 16:51
Áróðursmaskína formanns Fg
farin af stað í allri sinni mynd. Nú er ekki það sem formaðurinn hefur ekki gert fyrir félagsmenn. Enginn mun geta sinnt starfinu framar. Svona er undirtónninn. Kennarar eru skynsamari en svo. Eineltið er réttlætt sem samskiptavandi. Já skrýtnir eru sumir kennarar. Svona myndu þeir sennilega ekki taka á máli nemenda, vona það ekki.
Átti frekar von á dauða mínum er að sjá kennara réttlæta ofbeldið sem felst í einelti.
Sjáum hvað setur, kosning um formann Fg hafin. Stendur fram á föstudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2022 | 13:50
Skítkast grunnskólakennara
er með ólíkindum inni á síðu grunnskólakennara. Mætti halda að þetta fólk sem þar tjáir sig um viðtalið við mig á Fréttablaðinu vinni á ruslahaugunum ekki í grunnskóla. Málefnalegt er það ekki. Ræðst á fólk, skýtur sendiboðann eins og formaður Félags grunnskólakennara ætlar að gera. Finna sökudólg sem hefur sagt frá eineltinu. Ræða málefnið- nei sei sei nei. Það er ekki í boði.
Þessir kennarar sem gagnrýna persónur fyrir að vekja athygli á málinu áður en kosning verður virðast styðja einelti formannsins. Ekki er annað að skilja á færslum þeirra. Tryggir þetta sama fólk að sami háttur verði ekki á í næstu stjórnartíð formannsins gerist það stórslys að hann verði kjörinn? Því má velta upp. Grunnskólakennarar vita hvernig gerendur eineltis haga sér.
Einn kostulegur sem situr í stjórn, lýsandi dæmi um umræðuna af hálfu sumra.
Sigurður Bibbi er stjórnarmaður í Félagi grunnskóla. Hann er einn þeirra sem þaggar einelti formanns félagsins. Honum finnst svo mikilvægt að birta innihaldslausar fundargerðir svæðafélaga Fg að hann sagði á spjallþræði: ,, Helga Dögg Sverrisdóttir birting er betra en feluleikur. Sigurður Bibbi hefur víst ekki sömu skoðun þegar einelti er annars vegar. Stjórn Fg, þar sem Bibbi er ritari, hefur ekki sent frá sér orð frá því að eineltið varð opinbert. Hvað þá hafi stjórnarmenn vitað um það áður. Hvers vegna, er ekki birting betri en feluleikur, það má spyrja sig.
Viðtal við mig birtist í Fréttablaðinu sem fær kennara upp af ruslahaugnum. Hér er viðtalið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2022 | 16:58
Mikið er gott að dómur
féll, konan sakfelld. Ljótur gjörningur að fara svona með heilabilað fólk. Fólk sem enga ættingja á er berskaldað gagnvart svona illmenni.
![]() |
Sakfelld fyrir að hafa fé af heilabiluðum systrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2022 | 09:49
Kjósum Mjöll sem næsta formann grunnskólakennara
Grunnskólakennarar kjósa formann 2. -7. maí. Mikilvægt er að nýta kosningarétt sinn. Þrír einstaklingar gefa kost á sér sem er vel. Gott að kennarar hafi val. Gaman að sjá áhuga kennara á starfinu.
Formannsstarfið er vandasamt. Það krefst mikilla samskipta og hæfni í samskiptum. Því miður hafa ekki allir sömu getu til að eiga samskipti við marga og ólíka einstaklinga. Alls ekki. Ég treysti Mjöll best til að leiða félag grunnskólakennara næstu fjögur árin. Ég treysti henni best til að leiða stefnu félagsins eins og hún leggur upp með í kosningabaráttu sinni.
Formannsstarfið krefst samvinnu margra. Líka víðs vegar um land. Enn kemur að Mjöll, ég treysti henni best til að leiða svæðafélögin saman í góðri vinnu þegar á þarf að halda. Slík samvinna hefur verið lítil undanfarin fjögur ár, bæta þarf úr því. Ekki er nóg að tala um samvinnu, hana þarf að sýna og rækta. Ég treysti Mjöll til að leggja svæðadeildir landsins að jöfnu í slíku samstarfi.
Dreifa þarf ábyrgð. Það er engu félagi til heilla að sama fólkið safnist í kringum formann félagsins í nefndum félags. Ólíkar skoðanir verða að heyrast. Grasrótin, sama hvar á landinu sem hún er, þarf að hafa rödd sem á er hlustað. Ég treysti Mjöll best til að viðra lýðræði, samvinnu og byggja traust milli félagsmanna. Undanfarin fjögur ár hafa sýnt að það er ekki á allra færi að virða umrædd gildi.
Formaður á í nánum samskiptum við aðra formenn aðildarfélag Kennarasamband Ísland. Oft eru þrumuský á lofti og ágreiningur um mál. Nauðsynlegt er að hafa einstakling í formannsembætti Félags grunnskólakennara sem hefur góð samskipti í fyrrúmi. Nauðsynlegt er að hafa formann sem getur hlustað á ólík sjónarmið innan KÍ og ber virðingu fyrir fólki. Nauðsynlegt er að hafa formann sem miðlað getur málum þegar á þarf að halda. Nauðsynlegt er að hafa formann sem stendur fast á sínu án þess að hleypa öllu í bál og brand. Í þeim efnum treysti ég Mjöll best af þeim frambjóðendum sem bjóða sig fra.
Kennarar kjósum Mjöll fyrir okkur öll.
Höfundur er grunnskólakennari. Birtist á visi.is 29. apríl 2022
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2022 | 19:06
Formaður KÍ tjáir sig um þetta
en við höfum ekki heyrt orð um einelti formanns Félags grunnskólakennara. Magnús ætti að skoða í eigin ranna, þó ég mæli orðum Sólveigar ekki bót.
Magnús er formaður Kí þar sem einelti átti sér stað og sitjandi formaður aðildarfélags beitir. Væri áhugavert að heyra skoðun formanns KÍ á innanhúsmáli hjá honum. Fréttablaðið flutti frétt um málið, hér.
![]() |
Hafa ekki stimplað sig út úr samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2022 | 17:08
Formaður grunnskólakennara ber einn sök
Á framboðsfundi frambjóðenda í félag grunnskólakennara staðfesti formaður félagsins að hafa lagt starfsmann Kennarasambandsins í einelti. Formaðurinn sagði frá starfi sálfræðiskrifstofu sem rannsakaði málið. Niðurstaðan var einelti af hálfu formannsins. Grunnskólakennari vakti athygli á málinu á snjáldursíðu kennara og ég sendi inn fyrirspurn til að fá málið staðfest. Annar kennari, sem var á fundinum, spurði hvort formaðurinn hefði ekki átt að segja frá eineltinu áður en hún gaf kost á sér í formannskjörið.
Formaður Félags grunnskólakennara fannst ástæða til að nafngreina umrædda kennara í máli sínu á framboðsfundinum. Tilgangur óljós en ósmekklegur í meira lagi. Formaðurinn talað um að skýrsla hafi lekið. Getgátur, til að gera málið ótrúverðugt. Til að kallast gerandi verður að vera þolandi ofbeldis. Þolandi hefur fullt leyfi til að tjá sig um eineltið. Í samfélaginu viljum við að þolendur ofbeldis fái áheyrn. Gildir það ekki um þetta mál? Vilja grunnskólakennarar þagga málið, trúi því ekki.
Nú berst mér til eyrna að formaðurinn hafi meðaumkun meðal grunnskólakennara af því málið bar á góma. SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ, hugsaði ég. Á ég að trúa að kennarar, af öllum stéttum, ætli að sætta sig við að gerandi ofbeldis haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á ég að trúa að kennarar af öllum stéttum ætli ekki að tjá sig um ofbeldið sem formaður þeirra beitti. Á ég að trúa að kennarar sætti sig við að einstaklingur sem hefur beitt annan einelti, sem er ofbeldi, fái brautargengi til að leiða félag grunnskólakennara. Á ég að trúa að stétt sem öllu jöfnu hefur afleiðingar eineltis á sinni könnu sætti sig við að starfsmenn KÍ búi við að slíkt sem getur endurtekið sig aftur og aftur.
Í hjarta mínu segi ég nei, ég trúi ekki að kennarar séu svo grunnhyggnir. Ég trúi ekki að kennarar þori ekki að mótmæla slíkum gjörningi. Nei ég trúi ekki að kennarar samþykki slíkt ofbeldi.
Ég hef fulla trú á að kennarar samþykki ekki einelti í sínum röðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2022 | 08:22
Einelti hjá Kennarasambandi Íslands!
Á framboðsfundi, formannsefna Félags grunnskólakennara, í gærkvöldi kom fram að sitjandi formaður lagði starfsmann Kennarasamband Íslands í einelti. Samkvæmt formanninum er úrvinnsla málsins hafin.
Á Vísi.is stendur ,,Á fundinum barst fyrirspurn um færslu sem birtist í Facebook-hóp fyrir grunnskólakennara á Íslandi þar sem fram kom að samkvæmt samskiptaskýrslu sem gerð var innan kennarasambandsins, flokkist hegðun sitjandi formanns, Þorgerðar Laufeyjar, gagnvart öðrum starfsmanni sem einelti. Samskiptin voru skoðuð af sálfræðistofu sem komst að þessari niðurstöðu." Hér má lesa fréttina.
Ég er sú sem spurði út í eineltið á umræddum fundi. Trúði ekki að um sannleik væri að ræða. Við fyrirspurn minni átti ég von á að formaðurinn segði að þetta ætti ekki við rök að styðjast. Gæti hrakið það sem fram kom í færslunni. Síðan reynir formaðurinn að gera mig tortryggilega og aðra sem hafa tjáð sig um málið. Það þykknaði í mér. Ljóst að formaður Félags grunnskólakennara hengir sendiboðann.
Fréttablaðið kom líka með fréttina í morgunsárið, má lesa hér. Fréttablaðið segir ,,Heimildir Fréttablaðsins herma að niðurstaða fyrirtækisins sem gerði samskiptaúttektina hafi verið óvenju afgerandi ef miðað er við sambærileg mál sem upp koma og leiða til rannsóknar."
Vissulega má spyrja áleitinna spurninga eins og af hverju á að þagga svona gróft eineltismál niður eins og formaðurinn virðist vilja. Á þann veg mátti túlka orð hans á fundinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)