7.7.2020 | 14:21
Skriflegur samningur æskilegur
Kári Stefánsson hefur komið ríkisstjórninni og þríeykinu í vanda. Ekki að ósekju. Ríkisstjórnin stendur sig illa. Góðvild ÍE að skima er misnotuð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lætur eins og krakki. Saka Kára um skapbresti. Hann er kröfuharður. Ríkisstjórnin hefur ekki séð ástæðu til að borga starfsmönnum ÍE bónusgreiðslur fyrir störf sín, frekar en mörgum öðrum stéttum sem hafa staðið í framlínunni.
Vona að Kári látið kné fylgja kviði og gefi sig ekki. Ríkisstjórnin þarf að lappa upp á tækjabúnað og starfsaðstöðu til rannsókna.
![]() |
Gerðu ráð fyrir þátttöku ÍE út júlí hið minnsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2020 | 09:00
Fyrst bakkelsið, nú kexið
Fyrir stuttu kom frétt frá Akureyri að brauðgerð Kristjáns Jónssonar segði upp starfsmönnum vegna flutnings á framleiðslu suður. Nú er það kexverksmiðjan. Þetta er þróunina. Óhagkvæmt að reka verksmiðju á tveimur stöðum.
Atvinnumöguleikar á Akureyri eru fáir. Yfirleitt um láglaunastörf að ræða eins og hverfa nú. Akureyri er láglaunabær. Fátt um fína drætti þó ekkert lát sé á byggingu húsnæðis. Rétt eins og von væri á flóðbylgju fólks til höfuðstað norðursins. Svo er ekki.
![]() |
Flytja framleiðsluna suður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2020 | 08:37
óþolandi
Réttur lögreglumanna í sóttkví á ekki að vera neinum skilyrðum háð. Gjörsamlega óþolandi þegar misgáfulegir yfirmenn taka svona ákvarðanir. Gerist á vinnutíma. Lögreglumenn eru enn með lausan samning. Ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að semja við stéttina.
Þegar rætt er um framlínufólk er sjaldnast minnst á lögreglu, náttúrufræðinga, lífeindafræðinga, grunn- og leikskólakennara og verslunarfólk. Hjá fjölmiðlum virðast hjúkrunarfræðingar eina stéttin sem setur sig í hættu. Það er ekki rétt en þeir hafa verið háværastir.
![]() |
Lögreglumenn í sóttkví hafi ekki fengið greitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2020 | 10:21
Ábyrgur ráðherra
Hér má sjá ráðherra sem tekur starf sitt og ábyrgð alvarlega. Honum verður á. Metur aðstæður að honum sé ekki stætt í embætti ráðherra. Lögmálið er að við lærum af því sem gert er ekki sagt. Þess vegna eru ráðherrar og þingmenn í litum metum hjá lýðnum sem þeir stjórna hér á landi. Þeir segja eitt og gera annað. Yfirleitt gert það sem hentar þeim og þeirra best. Klíkuráðningar. Stjórnmálaleg ráðning. Afsögn, þeir þekkja ekki það orð. Ábyrgð, held ég að fáir ráðherrar og þingmenn viti hvað þýðir. Þeir hafa í það minnst ekki sýnt það í verki.
![]() |
Segir af sér vegna brota á útgöngubanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2020 | 11:07
Takmarka setu þingmanna
Forsætisráðherra ætti að leggja til takmörkun á þingsetu frekar en embætti forseta. Steingrímur J. er gott dæmi um þingmann sem hefði átt að hætta fyrir langa löngu. Nóg að þingmenn sitji 12 ár. Forsetinn má vera lengur, enda nánast valdlaus og gerir lítið annað en auglýsa landið.
Meðmælendur forsetaefnis mættu vera mun fleiri en 6000. Til að fara í kosningu ætti að þurfa ákveðið hlutfall í hverju kjördæmi þannig að dreifing væri jafnari, s.s. 5% í hverju kjördæmi af kosningabærum einstaklingum.
![]() |
Sex ára kjörtímabil og tólf ára hámarksseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)