Sálfræðingurinn Jordan Pederson er umdeildur maður

sem kemur ekki á óvart. Þeir sem eru ekki fyrir hjarðhegðun verða oft fyrir ásóknum. Til að mynda sér skoðun hvort manni líkar málflutningur hans þarf að hlusta á viðtöl og fyrirlestra. Nú hef ég aðeins hlustað á hann í viðtölum. Á fyrirlestra eftir.

Hlustaði á viðtal sem Frosti tók við Jordan. Krækja neðst. Áhugavert frá mörgum hliðum séð. Jordan hefur gefið út bækur, ekki lesið neina þeirra.

Eitt veit ég, aktívistar og transfólk ræður ekki skoðun minni á málflutningi hans. Þá skoðun vil ég mynda mér sjálf og hvort efni hans sé þess virði að deila. 

Í viðtalinu talar hann um baráttuaðferðir drengja og stúlkna sem eru ólíkar. Eitthvað sem við vitum. Sjáum það í systkinahópi og skólakerfinu. Stelpur nota andlegu baráttuaðferðina, strákarnir líkamlegu. 

Jordan talar um reglur á samfélagsmiðlum. Ekki óraunhæft.

Komið er inn á andlega heilsu á heimsvísu.

Þeir tala um margt annað í þessu viðtali. Hef ekki myndað mér skoðun á hvort ég kunni við málflutning hans eður ei. Þarf að hlusta meira og kannski um fleiri málefni.

Viðtalið fyrir áhugasama.


Fæðumst ekki í röngum líkama

segir Íris. Hér má lesa góða grein eftir hana sem birtist á mbl.is. 

Skynsamleg umræða má ekki fara fram í samfélaginu um transbörn. Þeir sem fjalla um málið og viðra aðrar skoðanir er  aktívistar í samfélaginu eru kallaðir öllum illum nöfnum segir Íris. Skoðanafrelsi er ekki heimilt af hálfu aktívista. Það er bara ein skoðun leyfð.

Því fleiri sem tjá sig um hina hlið málsins því betra. Ekkert ungmenni á að fara í gegnum transferli nema góðri að lokinni góðri sálfræðimeðferð. Oftar en ekki, hef ég lesið, eiga ungmenni við annars konar vanda að stríða en endilega að þau vilji vera hitt kynið. Translestin varpaði ljósi á það. Sænskar og danskar greinar hef ég líka lesið sem tala um það sama. Þegar kemur að íslensku efni er fátt um fína drætti. Ofstækisumræðan þrífst af hálfu aktívista og bara önnur hliðin sýnileg. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa bara þá sögu að segja. 

Unglingar og ungmenni ættu að finna þá kynhneigð sem hentar hverjum og einum, líka fullorðnir. Heilbrigðisstarfsfólk víða um heim á að fara varlega í að kynda undir hormónagjafir og breytingar á líkama ungmenna, það er ekki afturkræft. Hvað fullorðið fólk gerir er hins vegar á þeirra ábyrgð.

 


Grein Þórólfs gefur okkur innsýn

um hvernig útgerðamenn nota öll tiltæk ráð til að komast hjá greiðslum fyrir kvótann. Velta má upp spurningu hvort endurskoðendur eins og fasteignasalar, beri enga ábyrgð. 

,,„Vegna meints bágs efna­hags fá fyrir­tækin í Grinda­vík, Vísir þar á meðal, að moka fé upp úr sam­eigin­legri auð­lind þjóðarinnar nánast ó­keypis!“

Vissulega undravert að menn allt í einu hagnast svona mikið á fyrirtæki sem var við dauðans dyr fyrir nokkrum árum. ,,Nú, 10 árum síðar, fæst mat á raun­veru­legu verð­mæti eigna Vísis hf. Eigið fé sam­stæðunnar var 6,8 milljarðar sam­kvæmt árs­reikningi ársins 2020 en er selt á ríf­lega 20 milljarða sem gefur til kynna að van­mat eigna hafi numið að minnsta kosti 13 milljörðum króna, jafn­vel meira."

Lesið greinina hér. Þess virði.


Vildarkaup- grein Indriða

Rétt að benda á grein Indriða Þorlákssonar um samþjöppun í sjávarútvegi. Vildarkaup, lesið endilega. Stjórnvöld munu sitja hjá, að sjálfsögðu. Hentar þessum flokkum vel, annars hefðu þeir gripið í taumana. Vg er skrýtinn flokkur sem mætti deyja út í næstu kosningum. Segir sig flokk fólksins í landinu en hafa sýnt allt annað. 

,,P.S. Sama dag og Síldar­vinnslan keypti aukna hlut­deild í auð­lindar­entu þjóðarinnar fyrir 31 milljarð króna – án þess að þjóðin fengi krónu í sinn hlut – birtist líka sú frétt að Síldar­vinnslan hefði fengið 18,5 milljón króna styrk úr opin­berum sjóði til að bæta orku­nýtingu í verk­smiðju. Hljómar eins og súr­realískur brandari."


Vegur yfir Kjöl

Las áhugaverða grein á Akureyri.net, eftir Jón Þorvald, um veg yfir Kjöl og beintengingu við Suðurland. Líst vel á þetta og skil ekki af hverju menn hafa ekki farið í að skoða málið af fullri alvöru. 

,,Með Kjalvegi yrðu 289 km milli Selfoss og Akureyrar. Milli Gullfoss og Akureyrar yrðu einungis 218 km. Það er líka hægt að tengja þessa landshluta saman með vegi um Sprengisand. Það tengir þó stóru staðina tvo; Akureyri og Selfoss, mun verr en Kjalvegur."


Fasteignasali hefur væntanlega ekki

skoðað þetta enda ekki í hans verkahring. ,,Eign­in var af­hent 1. mars 2019. Þann 16. mars sama ár kvartaði kaup­and­inn við fast­eigna­sal­ann vegna leka í stofu, stórs og ljóts sárs á vegg og hita­lagn­ar á vegg sem kaup­andi hafði ekki séð við skoðun." 

Þeir tryggja sig með klausunni um að ábyrgðin um skoðun sé á herðum kaupenda. Hana nú.

Mikið verður gott þegar ástandslýsing fylgi öllu húsnæði sem selt er. Þá lenda kaupendur ekki í þessu. Því miður venjum við okkur ekki á að gá bak við sófa, hillur, sjónvörp og myndi þegar við skoðum húsnæði. Kannski ætti krafan að vera sú að ekkert hangir upp á vegg eða sé fyrir veggjum við skoðun húsnæðis. Vonandi vinnur nefndin jafnhratt og spretthópurinn sem bjargaði bændum.

 


mbl.is Sáu galla á húsinu eftir afhendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignasali ber enga ábyrgð,

hef lengi sagt það og segi enn. Þessi góða grein tekur á því.

Í greininni stendur:

,,Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona:

Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós."

Þjóðin má þakka þessum ágæta doktorsnema í hagfræði fyrir að benda á hið augljósa. Bíð eftir að hann taki fyrir gjaldið sem fasteignasalarnir taka fyrir að koma pappírum í þinglýsingu. Margir þeirra neita fólki um að gera það sjálft og hirða tugþúsunda fyrir það. Hef persónulega reynslu af því.

 


Katrín hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi

segir hún þjóðinni. Gerir hún eitthvað í málinu. Nei ekki frekar en hingað til. Sjávarútvegurinn fær að græða á tá og fingri án þess að ríkið geri tilkall til þjóðareignarinnar, fisksins. Þegar selja á útvegsfyrirtæki á fiskurinn ekki að fylgja með, fyrirtækin hafa grætt nóg í gegnum tíðina. Kvótinn á að fara aftur til ríkisins og þannig endurúthluta honum. 

Katrín hefur haft tækifæri til að sýna hvað hún ætlar með þjóðareignina. Hún gerir nákvæmlega ekkert. Jú fyrirgefið þið- HÚN TALAR!


Sá eftir kynréttingaferlinu og

varar ungmenni við að feta í fótspor sín fyrr en þau verða fullorðin. Kynskiptaferli er ekki alltaf eins og blómstrið eina. Því miður heyrum við ekki mikið um þessa hlið málsins hér á landi. Minnihlutahópar eru duglegir að þagga þá umræðu niður og kalla alla, sem hefja umræðu á málefninu, fordómafulla og þeir beri hatur í brjósti til transfólks. Í meira lagi furðulegar fullyrðingar. Því meiri umræða um allar hliðar málsins því betra. Ekkert að því að ræða málið frá öllum sjónarhornum. Hefur ekkert með fordóma að gera.

,,I really didn’t understand all of the ramifications of any of the medical decisions that I was making," Chloe Cole, 17, said at a public hearing Friday. She said she was medically transitioned from ages 13 to 16, taking so-called puberty-blocking drugs and testosterone, and undergoing surgery to remove her breasts at age 15. "I was unknowingly physically cutting off my true self from my body, irreversibly and painfully."

California ex-trans teen backs Florida ban on Medicaid funds for transgender medical interventions | Fox News

 

Bretar hafa stoppað með dómi kynbælandi lyf fyrir unglinga, þar verða börn að bíða þar til þau verða fullorðin.

Briterne træder på bremsen med hormoner til transkønnede | Kristeligt Dagblad (kristeligt-dagblad.dk)

Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð hættir kynbælandi hormónameðferðum.

Karolinska stoppar hormonbehandling av barn med könsdysfori | SVT Nyheter


Siðlaust fram í fingurgóma

og loka á jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fámenn sveitarfélög hafa sýnt og sannað að þau geta ekki rekið sig. Þurfa styrk úr jöfnunarsjóði. Síðan ráða þeir bæjarstjóra sem kostar þá um 30 milljónir á ári með launatengdum gjöldum fyrir utan 2 milljónir í ökutækjastyrk. Fólk fær velgju yfir þessum ofurlaunum sem eiga hvergi heima.

Sameina á sveitarfélög. Ekkert þeirra á að hafa færri en 5000 íbúa. Í góðu lagi að hafa 10-25 þúsund. Sameina ætti Eyjarfjörð í eitt sveitarfélag. Nú eru við störf 7 bæjarstjórar sem kosta bæjarbúa um 140 milljónir á ári. Fénu er betur varið í þágu íbúana.


mbl.is Sótti ekki um en fær 1,7 milljónir í mánaðarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband