30.6.2020 | 21:38
Manndráp af gáleysi?
Reynist þetta niðurstaðan, brunavörnum ábótavant, hlýtur eigandinn að verða ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skelfilegt að dauðsföll þurfi til að koma opinberum aðilum á kreik.
Þjóðskrá þarf aukna heimild til að gera viðvart þegar óeðlilegur fjöldi einstaklinga á sama heimilisfang.
![]() |
Grunur um að brunavörnum hafi verið ábótavant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2020 | 10:10
Gott ef af verður
Löngu tímabært. Sumum jafn mikilvægt og að komast til sjúkraþjálfara. Gera verður ráð fyrir fjármagni í verkefnið. Margur landinn hefur ekki sótt aðstoð sálfræðings vegna kostnaðar. Gera má ráð fyrir uppsafnaðri þörf. Mikilli þörf.
![]() |
Greiðsluþátttaka SÍ nái til sálfræðiþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2020 | 22:12
Kvenráðherra- sem betur fer
Lilja gefur ekki tommu eftir. Nú lætur hún sverfa til stáls. Kannski gott að kanna völd kærunefndarinnar. Er fegin að kvenráðherra fari í mál við konu, en ekki karlráðherra. Lætin í samfélaginu hefðu hrakið karlráðherrann frá starfi. Það er víst ekki sama hvernig jafnréttisbaráttan er háð. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Allt á kostnað ríkissjóðs, en ekki hvað!
![]() |
Höfðar mál til að ógilda úrskurðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2020 | 10:20
Sýnir nauðsyn þess að aðrir geti tekið sýni
Að taka sýni úr nefi og koki er ekki geimvísindi og þarf ekki fjögurra ára háskólanám til þess. Aldrei hefur reynt á sýnatöku í því mæli sem við sjáum í dag. Ýmislegt þarf að stokka upp í kerfinu. Koma þarf í veg fyrir að ein stétt einoki starf sem margir geta sinnt eins og hjúkrunarfræðingar virðast hafa gert í sýnatöku. Auk þess kostar það mun meira að hafa háskólamenntaðan einstakling við þessi störf. Vona að geirinn taki nú til og skoði starfsvið stétta í þeim tilgangi að nota starfskrafta í samræmi við menntun.
Fagnaðarefni að verkfalli var afstýrt.
![]() |
Skimað verður þótt komi til verkfalls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2020 | 10:18
Föðurleysi, umhverfi og aðbúnaður drengja
Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. júní 2020
Fjölskyldan er stöðugt á undanhaldi. Um helmingur barna mæðra undir þrítugu fæðist utan hjónabands. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru synir táningsmæðra yfirleitt í sérstökum áhættuhópi með tilliti til þroska og aðlögunar. Í tæpum 70% tilvika fara konur fram á skilnað. Í langflestum tilvika fá mæður forsjá barnanna eða búa þeim heimili. Rannsókn í BNA benda til, að félagsráðgjafar ljái börnum eyra um heimilisfesti, vilji þau búa hjá móður sinni. Annars ekki. Mæður fá öflugan stuðning frá kvenfrelsunarhreyfingunum, sem frá því um miðjan áttunda áratug síðustu aldar hafa ákveðið barist fyrir rétti móður til barna. Þetta er beinlínis í blóra við endurteknar rannsóknaniðurstöður þess efnis, að geti barn ekki búið við reglubundið atlæti beggja foreldra, sé þeim yfirleitt í hvívetna betur komið hjá föður sínum.
Sjálfsvígstíðni drengja og karla er skelfileg. Á aldrinum10-15 ára fremja tvöfalt fleiri strákar sjálfsvíg, heldur en stelpur; á aldrinum 15-19 ára eru þeir fjórum sinnum fleiri; á aldrinum 20-24 eru þeir fimm til sex sinnum fleiri. Sjálfsvígum karla fjölgar meira, en hjá konum. Í Indlandi t.d. aukast þau níu sinnum hraðar. Meðan tíðni sjálfsvíga lækkaði um þriðjung hjá konum, hækkaði hún um fjórðung hjá körlum. Samkynhneigðir piltar svipta sig þrefalt oftar lífi, miðað við stúlkur í sömu stöðu.
Athyglisbrestur (ADHD), geðsjúkdómar, þroskaskerðing og námsörðugleikar færast í vöxt, jafnvel svo, að talað er um taugaþroskakreppuna (neural crises). Börn þunglyndra mæðra eru allt að tvisvar sinnum líklegri til að glíma við ADHD, svo og þeir drengir, sem ekki búa við aðhlynningu feðra sinna. Konur verða stöðugt daprari í bragði og neyta ógnarlegs magns þunglyndislyfja, samtímis því, að mikill fjöldi drengja nýtur ekki föðurhandleiðslu. T.d. elst um þessar mundir um þriðjungur barna upp við föðurleysi í Bretlandi og BNA.
Drengjum er þrefalt hættara, en stúlkum, við að ánetjast tölvuleikjum. Þeim er einnig hættara við að ánetjast klámi, áfengi og öðrum fíkniefnum. Þeir hrökklast umvörpum úr framhaldsskóla og stunda síður nám við æðri menntastofnanir. Þeir eru reknir þrisvar sinnum oftar úr skóla, en stúlkur. Einkunnir þeirra eru yfirleitt lakari, nema séu þeir stúlkulegir í hátt. Þá fá þeir svipaðar einkunnir. Slök frammistaða í lestri er sérstakt áhyggjuefni, því lestur er nefnilega fyrirboði árangurs í lífinu. Greind drengja hrakar einnig. Það er skiljanlegt í ljósi aðbúnaðar þeirra í samfélagi og skóla. Rannsóknir frá Bretlandi benda til, að drengir hafi glutrað niður 15 stigum greindarvísitölu síðan 1980. Jafnvel þótt samvistir með föður fyrir 11 ára aldur stuðli ákveðið að aukinni greind þeirra, er föðurleysið samt sem áður geigvænlegt.
Synir, eiginmenn og feður, eru oftar hrifnir á brott vegna fjórtán algengustu sjúkdóma af fimmtán (ofbeldis og slysa). Hlutfallið er alls staðar hærra, nema í Alzheimers sjúkdómi. Sums staðar margfalt hærra; hjartasjúkdómar, illkynja krabbamein, lungnasjúkdómar, slys, heilablóðfall, sykursýki, öndunarerfiðleikar og lungabólga, nýrnabólgur, sjálfsvíg (nærfellt fjórum sinnum tíðari), blóðeitrun, lifrarsjúkdómar, skorpulifur, of hár blóðþrýstingur, Parkinsons sjúkdómur, veirusýkingar í lungum og lungnaþroti (pneumonitis), alnæmi (AIDS) o g morð.
Heilsuspillandi vinnuumhverfi tekur stöðugt stærri toll. Hátterni, sem bæði kyn töldu áður bæði sæmilegt og sjálfsagt, hefur fyrir atbeina kvenfrelsaranna nú verið endurskilgreint ýmist sem haturstal, kynfólska, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða nauðgun og lögum breytt til samræmis. Við ákærur þar um er víða engin eiginleg sönnunarfærsla nauðsynleg fyrir rétti. Aukin heldur hefur víða í skólum, fyrirtækjum og stofnunum verið á komið á fót svonefndum kengúrudómstólum, sem dæma í slíkum málum.
Miðað við reglur hinnar norður-amerísku Jafnréttisstofu (Equal Employment Opportunity Commisson), þá er það álitið fullnægjandi sönnun ávirðinga um misjafnt kynferðislegt athæfi af karla hálfu að hvísla fullyrðingu þar um í eyra vinkonunnar. Kvenkyns sálfræðingur í flota BNA, kennir, að spyrji karl konu, hvers vegna hún sækist eftir frama í flotanum, sé það dæmigerð kynferðisleg áreitni.
Norður-ameríski sálfræðingurinn, Warren Farrell, segir um þessa þróun: Í hnotskurn; vinnuvernd karla gegn dauðaslysum var virt að vettugi. Í stað þess [var lögð áhersla á] að vernda konur fyrir hvatvíslegu dufli og daðri. ... Konum hefur hlotnast á einum áratugi meiri vernd gegn sóðalegum bröndurum í vinnunni, heldur en karlar hafa fengið gegn dauðaslysum á sama vettvangi.
Þróunin umhverfi okkar er oft fyrirboði þess, sem koma skal á Íslandi.
Þýðingar eru höfundar, Arnars Sverrissonar.
18.6.2020 | 10:17
Höfðu ekki val
Get ekki annað en brosað þegar upplýsingafulltrúinn segir ,,Um þriðjungur umræddra farþega hefur óskað eftir endurgreiðslu miða. Þá hefur meirihluti þegið inneignarnótur eða fallist á að breyta dagsetningum flugferða." Farþegar, þ.á.m. ég hafði ekkert val. Annað tveggja afbóka eða fá inneignarnótu.
Þeim gengur betur að gefa út inneignarnótu en endurgreiða.
![]() |
Þriðjungur vill endurgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2020 | 18:52
Gleymdar stéttir- falla í skugga hjúkrunarfræðinga
Margar heilbrigðisstéttir falla í skugga hjúkrunarfræðinga sem eru fjölmennir og háværir. Fjölmiðlar hafa frekar áhuga á að fjalla um þá en fámennu stéttirnar sem eru jafn mikilvægir á covid- tímum og hafa verið. Ósamið er við margar heilbrigðisstéttir en háværir hjúkrunarfræðingar fá alla athygli. Ekki það þeir eiga skilið launahækkun rétt eins og aðrar háskólamenntaðar stéttir sem hafa staðið í framlínunni.
Vera kann að Íslensk erfðagreining borgi sínu fólki betur en ríkið og er það vel.
Sveitarfélögin hafa heldur ekki samið við stéttir sem stóðu í framlínunni á meðan faraldur geisaði- grunnskólakennara.
![]() |
Greina sýni frá 6 á morgnana og fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2020 | 10:19
Áhugavert í skrifum Jóns Trausta
Jón Trausti Reynisson svarar skipstjóra einum á Samherjaskipi málefnalega á Visi.is. Skrif hans er svar við skrifum skipstjórans.
Hefur ekki farið framhjá neinum álit mitt á skrifum Jóns Trausta í tengslum við formsjármál. Ruslflokkur. Þar hefur hann að mínu mati farið illa að ráði sínu í mörgum greinum.
Í svargrein Jóns Trausta til skipstjórans skrifar hann ,,Það sem er síður virðingarvert þegar maður reynir að verja sitt fólk er þegar maður beitir þeirri aðferð að vega að trúverðugleika annars fólks til að ná fram tilgangi sínum." Nákvæmlega þetta hefur Jón Trausti gert í skrifum sínum um forsjármál. Vegið að trúverðugleika fólks, oftast feðrum, sem og meðritstjóri hans.
Nú velti ég fyrir mér, skiptir máli um hvaða málaflokk er rætt hvort trúverðugleiki sé til staðar eður ei. Ritstjórar Stundarinnar hafa gerst sekir um að segja einhliða frá forsjármálum, stundum á ljótan hátt, án þess að skeyta um trúverðugleika málsins.
Efast ekki að Jón Trausti hafi tekið ritstjórastefnu sína í gegn, eigin heilindi gagnvart málefnum og heimildaröflun þegar rætt er um forsjármál. Stundin (og reyndar DV) fór hamförum gegn manni sem sýknaður var í Landsrétti af ofbeldi sem fyrrum barnsmóðir hans ætlaði að negla hann fyrir, svo ég nefni eitt dæmi.
15.6.2020 | 10:23
Láta greiða sekt og annan kostnað
Hvílíkur óþjóðalýður sem sækir okkur heim. Kostur að landið er fámennt og því finnst þetta fólk að lokum. Hafa reyndar gefið sig fram. Vildu ekki fá lögguna á svæðið sem þeir bjuggu. Hætta á að þar sé þýfi. Sekta á fólkið og láta þá greiða kostnað við uppihald.
Banna komu þeirra í a.m.k. 10 ár til landsins. Ekki nóg með að eitthvað af þessu liði fer rænandi um búðir og eignir fólks heldur leggur það líf landans að veði með brot á sóttkví.
Hef enga samúð með fólkinu sem kemur með eitt markmið, að ræna og rupla. Svona afbrotagengi eru víða um heim, landinn sleppur ekki.
![]() |
Reynt að flytja þá úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2020 | 13:05
Hvers konar bull er þetta
Fyrir neðan virðingu hjúkrunarfræðinga að láta svona. Auðvitað á að þjálfa minna menntað fólk til að taka sýni. Hjúkrunarfræðingar hafa þarfari og mikilvægari störfum að gegna. Hjúkrunarfræðingar hafa barist fyrir auknu starfssviði sem er vel. Því hlýtur að fylgja að þeir láti af lítilvægum störfum til annarra heilbrigðisstétta, s.s. sýnatöku. Of menntað fólk er í mörgum störfum hjá okkur. Hef áður nefnt sprautu sem t.d. lyfjafræðingar í apóteki í USA sinnir. Sama með blóðtöku, þar er fólk þjálfa að taka blóð úr fólki og þarf ekki háskólamenntun til.
Man fyrir áratugum síðan þegar sjúkraliðar máttu ekki gefa lyf inn á elliheimili né heldur gefa insúlín. Á sama tíma gátu aðstandendur út í bæ og börn sinnt þessum störfum. Fólk sem vann í félagsgeiranum, með mikið fötluð börn, áttu að sjá um sondu og þvaglegg en sjúkraliðar máttu það ekki inni á heilbrigðisstofun. Allt stoppuðu hjúkrunarfræðingar. Þekki það sjálf sem sjúkraliði svo ég tala af eigin reynslu, ekki frásögnum.
Hjúkrunarfræðingar verða nú aðeins að brjóta odd af oflæti sínu. Sinnið mikilvægum störfum sem passa við menntun ykkar, látið annað eftir.
![]() |
Láti sér ekki detta í hug að lyfta sýnatökupinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |