22.6.2017 | 09:20
Sálfræðing í hvern grunnskóla
Sveitarfélögunum er mikið í mun að spara peninga og skólakerfið er þar enginn undantekning. Menn hrósa sér af að sálfræðingur sé nú starfandi í nánast öllum framhaldsskólum, en hvað um grunnskólann? Þau börn sem fjallað er um í þessari skýrslu eru í grunnskóla, þar eiga mörg börn við ýmis geðræn vandamál að stríða sem ekki er tekið á. Grunnskólakennarar eru ekki menntaðir til að taka á þeirri andlegri vanlíðan sem börn kljást við og sinna þeir nú ýmsu. Hefðu sveitarfélögin metnað fyrir hönd barna tækju þau í taumana. Því fyrr sem tekið er á vandanum því betra um það þarf ekki að ræða. Hvet sveitarfélögin til að láta hendur standa fram úr ermum og ráða sálfræðing við hvern skóla.
![]() |
Mörg börn glíma við geðrænan vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.2.2018 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2017 | 22:43
Æ,æ,æ
Ekki þykja mér þetta gáfuleg nöfn. Við eigum svo mikið af fallegum nöfnum. Skýra barnið sitt Nala, fæst orð hafa minnstu ábyrgð um öll þessi nöfn.
![]() |
Má heita Nala og Eros |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2017 | 20:16
Gott að leyfi frá húsfélagi þurfi við svona rekstur
Dómsorð:
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu Skæringsdóttur, skráðum eiganda íbúðar 202 að Vatnsstíg 15, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda, Húsfélaginu 101 Skuggahverfi I.
Viðurkennt er að stefnda Guðlaugi Rúnari Guðmundssyni, skráðum eiganda íbúðar 101 að Vatnsstíg 21, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki II í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Viðurkennt er að stefndu Sigrúnu Gróu og Guðlaugi Rúnari, skráðum eigendum íbúðar 302 að Vatnsstíg 19, Reykjavík, sé óheimilt að reka gististað í séreigninni samkvæmt flokki I í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007 án samþykkis allra félagsmanna í stefnanda.
Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.125.091 krónu í málskostnað.
Hvort blaðamaður mbl.is hafi lesið dóminn til enda veit ég ekki en hann heldur fram að húsfélagið hafi tapað. Sé svo þá les ég dómsorðin ekki rétt.
![]() |
Sýknuð af kröfum húsfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)