11.6.2020 | 14:02
Fer ekki með rétt mál...
,,Viðskiptavinir Icelandair, einstaklingar jafnt sem ferðaskrifstofur, eiga rétt á endurgreiðslu ef flug hefur verið fellt niður og ekki óskað eftir inneign í millitíðinni." segir þessi ágæta kona. Félagið hefur ekki séð ástæðu til að endurgreiða neitt af þeim flugum sem þeir hafa hætt við og ég átti bókað. Hef fengið inneignarnótu og ekki val um annað.
Óumbeðið sendi Icelandair mér inneignarnótu fyrir flug til Philadelpiu sem þeir hættu við.
Fer ekki sama orð og gjörðir hjá þeim.
![]() |
Eiga rétt á endurgreiðslu ef ekki er óskað eftir inneign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2020 | 15:25
Of menntaðir til að taka sýni
Við Íslendingar erum gjörn á að nota ofmenntað fólk í hin ýmsu störf. Nú notum við hjúkrunarfræðinga, með fjögurra ára háskólanám, til að stinga pinnum upp í nef og ofan í kok á fólki. Sjúkraliðar gætu allt eins gert þetta sem heilbrigðisstétt. Hjúkrunarfræðingar hafa öllu jöfnu annað og þarfara að gera, eins og alþjóð veit.
Minnisstætt þegar dóttir mín fór í bólusetningu fyrir kíghósta í USA. Þar sprauta lyfjafræðingar í apóteki. Af hverju tökum við ekki slíkt fyrirkomulag upp hér á landi. Hér þarf að panta tíma á heilsugæslu og hjúkrunarfræðingur sér um að sprauta. Löngu tímabært að skoða verkferla einstöku stétta í samhengi við heildina, menntun, þekkingu, hæfni og færni. Við getum án efa létt álagi af sumum stéttum við slíkar breytingar.
![]() |
Þetta er réttasta og besta leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2020 | 20:24
Ólafur saklaus- engin afsökunarbeiðni
Held að allir fagni slíkum sýknudómi. Margt athugavert var að finna í dómi Héraðsdóms. Dómarinn sagði barnsmóður hans hafa brotið lög, húsbrot. Dómari taldi ekki ástæðu að dæma fyrir lögbrot. Ólafur og Kolbrún hafa mátt sæta miklu aðkasti af hálfu fjölmiðla og ekki síður hluta meðlima öfgasamtakanna ,,Líf án ofbeldis." Hef hvergi séð þessa aðila biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart þeim hjónum. Kannski tíðkast ekki að biðja fólk afsökunar sem var svipt æru og starfi sínu.
Dv segir svo: ,,Ólafur Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Eimskipa, var í dag sýknaður fyrir Landsrétti af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni.
Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms í málinu frá því í desember 2018 þar sem Ólafur var sakfelldur fyrir ofbeldisbrot.
Ólafur var ennfremur sýknaður af kröfu stefnanda um miskabætur."
5.6.2020 | 17:28
Ekkert athugavert við það
Frekjudallar eru þetta hjá ferðaþjónustunni. Ekki nóg með að þeir geti notað landið án endurgjalds heldur vilja þeir að þjóðin borgi skimun svo þeir geti rukkað ferðamanninn fyrir að skoða landið okkar. Er eiginlega komin með nóg af frekju og tilætlunarsemi þeirra. Við lifum án ferðamanna og aðlögum okkur að breyttum tekjum ríkissjóðs.
Jóhannes ætti að setja þetta í samhengi við afþreyingu sem ferðamönnum er boðið upp á. Hvað kostar ferð í Blá lónið, snorkl í Silfru, Hestaferð í 3 klst., Norðurljósaferð o.s.frv.
![]() |
Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2020 | 17:05
Hvar er kvenfólkið?
Eftirtektarvert að skoða myndina af rafvirkjunum. Ekki ein kona. Femínistar og kvennapólitíkin hvar eru þið. Hef ekki heyrt eða lesið neitt um að kvennahreyfingar leggi áherslu á að konur fari í hefðbundnar iðngreinar, s.s. rafvirkjun, málara, pípara, múrverkið og bifvélavirkjun svo fátt eitt sé nefnt. Af hverju skyldi það vera, að konur hvetji ekki kynsystur sínar í þessar starfsgreinar? Sjálf hvet ég stúlkur óspart til að ná sér í iðnmenntun sem er í flestum tilfellum betur borguð en hefðbundin kvennastörf, jafnvel þó háskólamenntunar sé krafist.
Myndin af snyrtifræðingunum er líka eftirtektarverð, bara konur. Hvað veldur að konur velja enn verr launað starfsnám þó þeim standi hitt til boða. Rannsóknarverkefni!
![]() |
10 útskrifuðust með tvö lokapróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2020 | 09:57
Skelfing- eins og dóttir mín skrifar
Baráttan hefur misst marks. Skelfilegt hvernig óeirðirnar brjótast út.
Dóttir mín í Chicago skrifar á snjáldursíðuvegg sinn:
,,Næstu dagar verða eflaust erfiðir og kaótískir. Það berast nú fréttir af fólki sem ferðast til stórborga til þess eins að byrja óeirðir (öfgahópar sem hafa engan áhuga á málstaðnum en vilja einungis valda skaða). Það er ekkert nýtt að fólk nýti sér mótmæli til þessa brúks. Nýta sér fjöldann. En þetta kemur líklega allt í ljós næstu daga þegar hlutirnir róast aðeins. Þeir róast, en það er eitthvað farið af stað sem erfitt verður að stoppa."
![]() |
Ofbeldið náði nýjum hæðum í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)