30.3.2021 | 21:51
Við hverju býst fólk
Þegar þúsundum manna dettur í hug að fara á gossvæðið er ekkert óeðlilegt við að mjög margir komist ekki á áfangastað. Álag á björgunarsveitirnar er gífurlegt. Fæstir hugsa um það. Sjálfhverfan að sjá og upplifa gos er sterkari.
Sóttvarnir eru engar. Víða eru skíðasvæði lokuð af sömu ástæðu og við sjáum fólk gera á gossvæðinu, alltof margir saman.
![]() |
Margir urðu fyrir miklum vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2021 | 14:13
Gott- grunnskólar opna
Fagnaðarefni. Skólar opna eftir páskaleyfi. Með takmörkunum. Í lagi því börnin komast í skólann. Á næstu dögum kom takmarkanirnar í ljós. Hver stjórnandi á svo skipulag sem hentar ólíku takmörkunum svo það verður lítið mál að hefjast handa eftir leyfi.
Leikskólabörnin smituðust heima. Engin ástæða að loka leikskólum landsins sem betur fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2021 | 13:54
Auðvitað eiga þeir að stjórna því
Stjórn Ruv hlýtur að verða við skipun Samherja, hvað annað. Valdamikið fólk fær sínu framgengt.
Úrskurður siðanefnda er ekki DÓMUR heldur ráðgefandi áliti. Hugnist Samherja ekki vinnubrögð Helga fara þeir í mál við hann. Oft eru siðanefndir ,,puntnefndir" til að friðþægja þá sem kvarta þangað.
![]() |
Helgi Seljan fjalli ekki meira um Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2021 | 09:07
Sóttvarnir á gosstað
eru engar. Fjöldatakmarkanir ekki virtar. Ríki, Grindavík og björgunarsveitir taka þátt í þessu. Þeir síðastnefndu reyna að verja sig. Um mann fer hrollur þegar myndir af svæðinu eru sýndar. Skiptir engu hvort það eru einkamyndir eða opinberar myndir. Vona að ekkert gerist.
Frábært að gosið laðar að ferðmenn en sóttvarnir ættu að vera í hávegum hafðar.
Spánverjar leyfðu 5000 manna tónleika. Hraðpróf áður en fólk fór inn, bið í 15 mín eftir svari. Bera grímu á tónleikunum. Þrír fengu jákvætt svar, fengu ekki inngöngu. Kemur síðar í ljós hvort einhver hafi sloppið smitaður inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2021 | 11:42
Brottrekstrarsök kennara
Að þvinga 7 ára dreng til að standa upp og afsaka fyrir kynhegðun karlmanna er ofbeldi af hálfu kennara. Frá 2. bekk og upp úr eiga nemendur að fá kennslu um samþykki vegna kynlífs í þessum skóla, hvort sem þeim líkar betur eða ver.
Hér má lesa um málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2021 | 09:05
Tek hatt minn ofan...
fyrir sjúkraliðum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem skrá sig í bakvarðasveitina. Líka þeim sem nú þegar eru að störfum. Á meðan þessar stéttir sinna veigamiklum störfum sem tengjast kóvid kvarta leikskólakennarar um að leikskólar séu opnir. Skömm að því.
Vonin er að aldrei þurfi að grípa til bakvarðarsveitarinnar. Gangi það eftir eru fáir mjög veikir.
![]() |
Sjúkraliðar eru nú fjölmennastir í bakvarðasveit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2021 | 19:25
Sé það of gott til að vera satt...
er það ósatt. Blessuð konan sagði ,,...hafði hann boðið henni glaðning, þ.e. farmiða til Íslands. Framburður hennar var ekki talinn trúverðugur." Vonandi fær fólkið leyfi til að afplána dóminn heima hjá sér.
Víða um heim fylla útlendingar fangelsin. Það ætti að vera regla en ekki undantekning að land taki við ríksborgurum sínum.
![]() |
Dæmd fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2021 | 12:28
Hlaut að koma að þessu
Landinn er ekki sérlega tillitsamur. Álag á þá sem taka sýni er gífurlegt. Halda gosóðir einstaklingar áfram að streyma að gosstöðvum eykst álagið. Nú er spurning hve margir íþyngja kerfinu sem hefur nóg í tengslum við skólasmit.
Verður fróðlegt að heyra hve margir gosóðir þurfi í skimun á komandi dögum.
![]() |
Smitið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2021 | 18:55
Formenn sjúkraliða og leikskólakennara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2021 | 11:58
Ótrúleg tilmæli í ljósi orða sóttvarnalæknis
Stjórn félags leikskólakennara hljóp á sig. Aflaði ekki upplýsinga hjá þar til bærum yfirvöldum áður en ályktun og tilmæli til foreldra voru send. Þvert á ráðleggingar sóttvarnalæknis og fræðanna. Stjórnin vill loka leikskólunum þrátt fyrir að fræðin segja annað. Börnin hafa gott af því að koma í leikskólann, leika sér og hitta önnur börn í stað þess að hanga heima.
Skýtur skökku við, landlæknir óskar eftir heilbrigðisstarfsfólki í bakvarðasveit á meðal stjórn leikskólakennara vilja sitt fólk í skjól þrátt fyrir að starfa með fæstir smitast.
![]() |
Foreldrar haldi leikskólabörnum heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |