28.2.2017 | 21:28
Á hvað aldri eru þessir kennarar?
Haldið er fram að fleiri þúsund kennarar hafi menntað sig til grunnskólakennarastarfsins en séu ekki í því starfi. Mér þykir vanta að menn kortleggi aldur þeirra kennarana sem hafa ekki skilað sér til grunnskólans. Margir kennarar hafa tekið aðra menntun og hafa þess vegna horfið til annarra starfa, svo þeir eru ekki á lausu ef svo má segja. Það væri áhugaverð greining og myndi varpa ljósi á raunverulega fjölda þeirra grunnskólakennara sem eru ekki í kennslu.
![]() |
Starfið þurfi að vera samkeppnishæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2017 | 21:26
Heitir að stela á mannamáli
Get ekki skilið fréttina öðruvísi en lögmaðurinn hafi stolið fé af umbjóðenda sínum. Fyrir það hafa menn hlotið dóm. Sjálftaka af þessum tagi er með öllu ólíðandi.
![]() |
Lögmaður endurgreiði tíu milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2017 | 19:56
Dagpeningar á vinnustað?
ÉG undrast að forysta sjómanna skuli telja vinnustað sjómanna gefa rétt á dagpeningum. Samkvæmt reglum skattstjóra er um greiðslur að ræða til þeirra sem fara tilfallandi í burtu frá vinnustað. Sé nótur ekki lagðar á móti dagpeningum þá reiknast dagpeningar sem skattskyldar tekjur. Sjómenn ættu að greiða fæðisfé á kostnaðarverði en útgerðin borga kokkinum og sjá um aðstöðuna. Mötuneyti t.d. eins og í skólum landsins, spítölum og öðrum stórum vinnustöðum.
![]() |
Sjómenn funda í baklandinu á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2017 | 18:58
Taka þetta til fyrirmyndar
Löngu tímabært að stjórnvöld láti til sín taka í þessum viðskiptum. Íslendingar þurfa að herða lögin og viðurlögin við ólöglegri gististarfssemi. Þegar íbúðir eru leigðar undir þessum formerkjum í fjölbýlishúsi er það ekki samkvæmt lögum. Dómurinn sem féll ekki alls fyrir löngu sýnir það og sannar. Íbúðaeigendur í fjölbýlishúsum þurfa að gefa samþykki sitt fyrir útleigu.
![]() |
36 milljóna króna sekt vegna Airbnb-útleigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)