Satt og rétt

Tveir strákar (í mínum augum) skrifuðu grein á Vísi.is sem heitir ,,Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já" sem mikið er spunnið í. Þeir benda réttilega á að vandi stúlkan verður ekki leystur með að láta strákana leika á reiðanum. Sammála þeim. Töku á vandanum eins og hann kemur fyrir. Hér má lesa greinina þeirra.

Þeir deila líka á málflutning Þorsteins Einarssonar og ekki að ósekju. Reyndar finnst mér fátt gáfulegt koma úr munni þess manns þegar kynja- og menntamál eru rædd.


Kynjafræðingarnir og lestur barna

Þau létu ljós sitt skína á DV kynjafræðingarnir varðandi lestur og lesturskennslu barna. Hanna Björg, Þorgerður og Þorsteinn eru þreytt á að hlusta á umræðu um vanda drengja þegar kemur að lestri. Rökleysuna vantar ekki hjá þeim enda ekki sérfræðingar í lestrarkennslu. Þau gagnrýna umræðu Hermundar Sigmundssonar og fleiri (sem benda á vandann með rannsóknum) um að lyfta þurfi Grettistaki til að efla lestur drengja, sérstaklega, í grunnskólum. 

Hanna Björg tjáði sig í einum af kjánalegustu þáttum sem ég ef heyrt af, horfi ekki á það, en Þorsteinn Einarsson stýrir þeim.

Vona að enginn maður sem smá skynsemi í kollinum taki mark á þessum kynjafræðingum þegar þeir tjá sig um lestur barna og lestrarkennslu. Ekki geri ég það.


Hverju á að sleppa í grunnskólanum?

Vaskur hópur 10. bekkinga mættu í sjónvarpið til að segja þjóðinni að kennsla og nám í grunnskólanum sé úrelt. Vissulega má taka undir hluta orða þeirra. Þau lögðu fram hugmyndir um hvað mætti kenna. Misjafnt í grunnskólum landsins hvað af þessu er kennt sem þau nefndu. Hjó eftir að unglingarnir töluðu ekki um hverju ætti að sleppa, hvaða greinum á að sleppa eða fækka tímum í. Margir sem tala um að grunnskólinn eigi að taka þetta og hitt inn upplýsa aldrei um hvaða tímum eigi að fórna fyrir nýja námefnið. Kannski kemur það hjá þessum flottu unglingum.


Forstjóri barnaverndarstofu talar niður vandann

Brjánn Jónsson skrifar svo á snjáldursíðu sína:,,Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu heldur því fram í sjónvarpsfréttum í kvöld að hlutirnir séu í lagi í 99,9% tilvika foreldra. Tilefni ummæla hennar eru 13.000 tilkynningar til barnaverndarnefnda á árinu 2020. Á Íslandi búa ríflega 80 þúsund börn. Samkvæmt Heiðu Björgu eru hlutirnir þá í lagi hjá ríflega 79.900 börnum. Af því leiðir að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna tæplega 100 barna eða 130 tilkynningar á hvert þeirra að meðaltali. Ég get með vissu sagt að þetta er mjög langt frá sannleikanum. Líklegra er að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna mörg þúsund barna (eða örfáar á hvert barn). Það er alls ekki gott að forstjóri barnaverndarstofu tali niður vandann með þessum hætti!"

Margt til í þessu.


Enginn hálfan daginn

Leikskólakerfið er stofnanavætt. Í dag mega börn ekki vera hálfan dag á leikskóla eins og var. Þannig að þeir foreldrar sem vilja vera heima hálfan daginn fá ekki pössun fyrir barn sitt hálfan daginn til að mæta til vinnu. Mikil afturför. Valið á að vera til staðar. 

Í mörgum leikskólum fá foreldrar orð í eyra ef þeir koma of seint með börnin sín í leikskólann. Slíkt á ekki að heyrast. Því borið við að barnið missi af hópastarfi eða einhverju þvílíku. Er það ekki í lagi á meðan barn dvelur hjá foreldri sínu, hefði haldið það. Leikskólakerfið þarf að endurskoða, veita meira frelsi á tímavali.

Greinin er læst, gat ekki lesið hana.


mbl.is Fækka mætti leikskólastarfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þorir ekki alla leið

Forsætisráðherra þorir ekki alla leið og setja skýrari reglur um auðlindagjald. Reynir að bjarga eigin skinni með frumvarpinu. Þá getur Katrín sagt eftir fyrir kosningar, ég reyndi...en það er á síðustu metrunum. Aðallega til að sýnast.


mbl.is Bjartsýn á stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa Björk- hvar ertu?

Rósa Björk ætti að vinna og vekja athygli á stöðu barnanna. Þau fá ekki að hitta föður sinni. Konan á að framfylgja dómnum. Af hverju heyrist ekkert frá þingmanninum sem vildi opna landið fyrir fóstureyðingar á pólskum fóstrum (ég harma stranga löggjöf þar í landi). Forgangsröðun þingmanna eru á stundum skrýtin.


mbl.is Fær ekki börnin til Íslands þrátt fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntaspjall Samfylkingarinnar

Hlustaði á útsendingu Samfylkingarinnar um menntamál í gær. Þeim datt í hug að draga Bubba fram til að segja slæma sögu úr grunnskólanum. Rúm hálf öld síðan hann var í barnaskóla eins og það hét. Þegar hann var í skóla var allt annað upp á teningnum en fyrir t.d. 20 árum síðan. Hefði þótt heillavænlegra að hlusta á nemanda sem var nær okkur í tíma. Margt hefur breyst í skólastarfinu. Bubbi hélt því fram að allir í Vogaskóla hefðu þekkt bekkinn sem hann var í, tossabekkinn, en Bubbi gleymdi eða vissi ekki að í öllum árgöngum í Vogaskóla, sem og öðrum skólum, var nemendum getuskipt. Í öllum árgöngum var tossabekkur.
 
Móðir tveggja barna mætti til að segja sögu af skólagöngu barns síns. Vissulega gekk ekki vel og hún sagðist hafa beðið í nokkur ár eftir greiningu á börn sín og að lokum farið sjálf. Auðvitað eiga foreldrar að gera það, telji þau eitthvað að. Krafan um að samfélagið eigi að gera allt og borga allt er hávær.
 
Á þessum fundi kom fátt jákvætt fram. Ingvi Hrannar talaði eins og að skólakerfið hafi ekki tekið breytingum síðastliðna áratugi. Hann er tölvumiðaður í allri sinni vinnu.
Skyldur skólans og samfélagsins var rætt á þessum fundi en ekkert kom um skyldur barna í skólunum eða foreldrar í námi barna sinna.
 
Vissulega er breytinga þörf víða og margir leggja sig fram um að ná fram breytingum, en eins svart og framsögumenn Samfylkingarinnar lýstu því er ekki raunveruleikinn. Umræðan verður að vera af skynsemi. Samfylkingin sá ekki ástæðu til að hafa grunnskólakennara með, frekar en aðrir sem ræða skólamál.

Hvítta bara tennurnar...

Mörg hugsa ábyggilega að þau láti bara hvítta tennurnar gulni þær. Sjá má marga með óeðlilega hvítar tennur, minnir á Ajax stormsveipinn sem átti að þrífa heima hjá manni hér forðum. 

Í alvöru talað ekki nóg með að tennur skemmist þá eru drykkirnir að mörgu leyti óhollir og mættu vissulega hverfa úr hillum búðanna. Skelfileg þróun og mikil aukning í sölu orkudrykkja undanfarin ár.


mbl.is Tennur slitna og verða gular
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíðandi

Svona afgreiðslur eru ólíðandi. Annað talið lítilsháttar skemmdaverk hitt aðför að lýðærði þjóðarinnar. Allir eru jafnir fyrir lögum og því hefur lögregla gerst sek um mismunun.


mbl.is Lögregla taldi skotárás minniháttar skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband