Blóðbað í frönskum smábæ

Franski smábærinn Crépol er ekki þekktur bær en þar búa um 500 manns. Hann er í mesta lagi þekktur fyrir jarðsveppi, valhneturunna og friðaðan kirkjuturn.

En nú er þessi smábær, sem er nálægt Lyon, kominn á kortið og ekki fyrir neitt gott. Nú hugsa Frakkar blóðbað þegar minnst er á bæinn.

Veisla í samkomuhúsinu

Í þessum litla bæ er ekki öldurhús eða diskótek. Aftur á móti hafa menn í sjálfboðavinnu skipulagt veislur fyrir íbúana í samkomuhúsinu.

Einn laugardag fyrir stuttu voru um 400 gestir í samkomuhúsinu. Reglan er að hver og einn borgar fjórar evrur svo hægt sé að kaupa hlaðborðið, plötusnúð og leigja samkomuhúsið. Samkvæmt gestunum var stemmingin góð þar til allt í einu, um tvö leytið, breyttist allt.

Hópur ofbeldismanna birtast vopnaðir hnífum

Allt í einu birtist hópur manna með eldhúshnífa og réðust að þeim sem eftir voru í húsinu. Með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt embætti saksóknara reyndu tíu ungmenni að komast inn og við það særðist einn dyravörðurinn. Gestirnir reyndu að aðstoða sem leiddi til slagsmála fyrir utan bygginguna.

Thomas var stunginn, 16 ára skólanemi. Hann særðist alvarlega, lést af völdum sára sinna á sjúkrahúsi. Í allt voru 16 ungmenni stungin, misalvarlega, en tveir eru enn í meðhöndlun á sjúkrahúsi þegar fréttin er skrifuð 23. nóvember.

Ekki er vitað hvað ofbeldismönnunum gekk til. Vitni sagði við blaðamann á Le Dauphiné Libéré að þeir hefðu hrópað ,,Við viljum stinga hvíta fólkið.“ Fréttina má sjá á DailyMail. Verknaðurinn er rannsakaður sem morð að yfirlögðu ráði og morðtilraun. Gerendur eða hluti þeirra kom frá nærliggjandi bæ. Sjö voru handteknir í Toulouse skrifa nokkrir fjölmiðlar, þ.á.m. BFMVT 

Gróft ofbeldi

Bæjarstjórinn segir um gerendurna ,,Þeir komu ekki til að skemmta sér heldur til að meiða.“ Árásargirni og vilji til eyðileggingar stjórnaði för. Engin samúð með fórnarlömbunum.

Einn af skipuleggjendum veislunnar Emmanuelle Place sagði við blaðið Le Parisien ,,Hef aldrei upplifað annað eins ofbeldi.“ Hún var í áfalli yfir árásinni sem lítið var gert úr eða reynt að þagga niður í sumum fjölmiðlum. Hún segir, ,,þetta voru ekki slagsmál, þetta var árás. Gerendur komu bara til að stinga fólkið án ástæðu.“ Dyravörður missti fingur.

Annar sjónarvottur lýsti atburðinum í blaðinu Le Fogaro sem blóðbaði: Ungmenni í íþróttabuxum höfðu umkringt salinn og létu vaða á fólk með 25 cm langa hnífa.

Ein amma segir við Le Figaro að barnabarn hennar hafi komið heim tíu mínútum áður en blóðbaðið hófst. Síðan þá hefur barnið, 12 ára gamalt, ekki sofið af því hana dreymir um hníf sem haldið er að barkanum. 

Eins og atburðinum er lýst af sjónarvottum er um að ræða sadíska villimennsku. Svona nokkuð höfum við aldrei upplifað sagði Emanuelle Place. Hjá gerendum var engin samúð, engin ábyrgð. Þeir komu bara til að meiða segir hún.

Hluti landsmanna áttuðu sig ekki hvað gekk á. En smá saman rann það upp fyrir þeim, að venjulegt samfélag geti orðið fyrir barðinu á andfélagslegum og eyðileggjandi kröftum.

Ofbeldi náði tökum á litla friðsæla bænum Crépo. Gerendum ofbeldisins var boðið inn. Neitun á raunveruleikanum krefst hefndar. Látir þú eins og menningarátök og tilhneiging til ofbeldis sé ekki til staðar þá kemur það inn um bakdyrnar. Það uppgötvuðu menn í Crépol.

Stjórnmálamenn sem hafa efasemdir um innflytjendur tala um anti- hvítan rasisma.

Litlar fréttir hafa borist frá lögreglu um hverjir gerendurnir eru. Margir stjórnmálamenn benda á að gerendurnir hafi bakgrunn innflytjenda. Stjórnmálamennirnir kallar þetta fólk anti-hvíta rasista skrifar France24.

Marion Maréchal  kallar gerendur villimannslegan múg en hún var meðal þeirra sem tjáði sig fyrst, hún sagði; ,,Rasismi gegn hvítu fólki herjar nú líka á landið.“ Frænka hennar sem gagnrýnir innflytjendastefnu stjórnvalda segir, ,,enginn er öruggur lengur.“ ,,Bæjarhátíðir, brúðkaup, afmælisdagar: bæjarfélög hafa í gegnum árin verið þolendur rasískra aðgerða í mörg ár sagði Marine Le Pen(Faz.net). 

Innanríkisráðherrann Gérald Darmanin tjáði sig með almennum hætti. Hann talaði ekki um innflytjendur en sagðist harma slíka grimmd. Hann kallaði árásina ósæmilega og óásættanlega. (Faz.net). Lögreglan heldur að sér upplýsingunum og það sem fram hefur komið eru ekki áreiðanlega upplýsingar. Myndband sem fer um netið sýnir að gerendurnir eru frá Afríku en fæst ekki staðfest. 

Sá tími er liðinn að stjórnmálamenn og stjórnvöld geti þagað um innflytjendur sem drepa. Ef lögreglan segir ekki sannleikann fara sögusagnir á netið. Þessir aðilar svíkja íbúa og gera innflytjendasamfélaginu bjarnargreiða með þögn sinni um uppruna gerenda.

Heimild.

  


Nú getur 10 ára gamalt barn ákveðið kynið í nemendakönnun

Það er ekki hlutverk skólans að miðla til nemenda að þeir geti valið sér kyn.

Nýr svarmöguleiki hefur skapað miklar umræður á kennaraspjallinu í Noregi. Einn sem hefur tjáð sig er kennarinn Ole Christian Vedik. Ég er mjög undrandi segir hann að við sem skólastofnun miðlum því til barna að þau geti verið strákur, stelpa eða eitthvað annað.

Honum finnst mikilvægt að haldið sé utan um alla nemendur, líka þá sem eru ekki sáttir í eigin líkama. En um leið segir hann að skóli eigi að halda sig við staðreyndir, vísindi.

Ég er meðvitaður að nokkrir tala um sig sem kynlausa en þetta er bara upplifun einstaklingsins. Það er mikilvægt að skókinn byggi á vísindalegum grunni ekki einhverju sem einstaklingur getur upplifað.

Hann lýsir eftir auknum umræðum um málaflokkinn, á hvern hátt skólinn miðlar upplýsingum um kyn.

Með það að leiðarljósi að við í Noregi tölum bara um að líffræðilegu kynin séu tvö en þetta ótrúlegt. Vera kann að mjög góðar skýringar eigi eftir að líta dagsins ljós á uppátæki skólanna.

Heimild.

Kennarar virðast ekki hafa þroska og getu til að ræða málaflokkinn út frá staðreyndum og vísindum. Hugmyndafræði fárra ræður för. Hér á landi, í Noregi og öllum heiminum, eru líffræðilegu kynin tvö. Alls staðar er það upplifun einstaklings þegar hann glímir við ónot í eigin líkama. Eins og hér var bent á virðast kennarar ekki tilbúnir í umræðu um staðreyndir og líffræðina. Svo ekki sé minnst á formann Kennarasambands Íslands sem hvetur kennara til að þegja frekar en segja. Annað eins hef ég bara ekki heyrt og er KÍ og kennurum til skammar.


Breytingar breytinganna vegna, skyldu stofnanir og fyrirtæki nútímans vera svona?

Einu sinni var Maur sem fór til vinnu sinnar snemma morguns dag hvern. Hann var duglegur og líkaði vel vinnan.

Stjórnandinn, Ljónið, var hissa að sjá hve Maurinn var duglegur án þess að stjórnandi væri til staðar. Ljónið hugsaði að kannski yrði hann duglegri ef hann fengi stjórnanda sem leiddi starfið.

Hmm, hugsaði Ljónið og réði Kakkalakkann sem hafði stjórnunarnám og þekktur fyrir nákvæmar skýrslur.

Fyrsta sem Kakkalakkinn gerði í starfi sínu var að breyta vinnuskýrslum og fannst nauðsynlegt að ráða ritara til að gera skýrslurnar og réði Kóngulónna til að halda utan um pappíra og svara í símann.

Ljónið var ánægt að fá allar þessar skýrslur sem Kakkalakkinn skrifaði og bað hann um að laga skýringarmyndir um framleiðsluna og greina þróunina. Þessi skjöl gat Ljónið sýnt yfirmanni sínum.

Kakkalakkinn réði tölvumann og réði Fluguna sem var ábyrgur fyrir nýju tölvudeildinni.

Maurinn sem áður var ánægður og afkastamikill vinnumaður var allt í einu þvingaður til að fara á hin ólíku námskeið til að sýna að hann gæti það sem hann hefði gert í mörg ár.

Hann varð að skrifa um starf sitt í skýrslum og nota hluta vinnutímans til að skrá niður fráviki. Vinnudagurinn sem hann vann áður án vandkvæða var nú í tímaþröng vegna tímans sem þurfti að nota í skýrslugerð og blöðin söfnuðust upp.

Ljónið sjá að nú var tími til að ráð yfirmann í deildina sem Maurinn vann í. Hann réði Hrossafluguna sem keypti sér mottu og vistvænan skrifborðsstól á skrifstofuna. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að hann fengi að ráða sér persónulegan ráðgjafa til að hámarka vinnu sína og fjárhagsáætlun.

Einingin þar sem Maurinn vann var ekki lengur góður vinnustaður, allir pirraðir og órólegir fyrir eigin framtíð. Hrossaflugan lagði til við Ljónið að gerð yrði vinnustaðakönnun. Þeir réðu inn fullt af Bjöllum sem komst að þeirri niðurstöðu að eining Maursins var kostnaðarsöm og framleiðni hafði minnkað.

Ljónið ákvað að ráða Ugluna sem var vel umtalaður ráðgjafi sem átti að koma með tillögur að breytingum. Uglan rannsakaði fyrirtækið í þrjá mánuði, lagði fram þykka skýrslu þar sem niðurstaðan var að of margir starfsmenn væru í fyrirtækinu.

Maurinn var sá fyrsti sem fékk uppsagnarbréf. Það sýndi sig nefnilega í skýrslunni að hann vantaði ,,hvatningu og hafi neikvæða afstöðu.“

Fengið að láni hjá Trond Ågotnes. Bloggari þýddi.

 


Breski innanríkisráðherrann vill stoppa straum innflytjenda til landsins

Breski Íhaldsflokkurinn hélt ársfund sinn fyrir stuttu en flokkurinn er í erfiðri stöðu. Einn ræðumaðurinn var hylltur, Suella Braveman innanríkisráðherra. Hún bar ábyrgð á útlendingamálunum en var látin fjúka.

Hún vill herða á málaflokknum því hún elskar eigið landið. Hún uppskar fagnaðarlæti. Nokkrir miðlar sögðu frá þessum m.a. DailyMail.

Hert útlendingastefna er nauðsynleg fyrir flokkinn sem er í lægð um þessar mundir.

Það eru kosningar í Bretlandi í lok 2024. Mælingar sýna að Íhaldsflokkurinn er langt á eftir Verkamannaflokknum.

En vinsældir forsætisráðherrans Rishi Sunak aukast og það má þakka innanríkisráðherranum og útlendingastefnu hennar sem þykir hörð.

Markmið þeirra er að stoppa straum að ólöglegum innflytjendum yfir sundið milli Bretlands og Frakklands. Ferðir smábáta yfir sundið er gífurlegur og álag á breska samfélagið er mikið.

Bretar nota um 8 milljónir punda á hverjum degi í hótelreikninga fyrir ólöglega innflytjendur. Mörg sveitarfélög eru að drukkna undir þrýstingi að útvega íbúðir,  nota skólana og heilbrigðisþjónustu.

Ástandið getur versnað til muna ef stjórnin grípur ekki inn í og kemur stefnu sinni í gegn sagði Suella Braverman á ársfundinum. Við munum upplifa storm af innflytjendum og samfélagið okkar þolir það ekki sagði hún og uppskar lófalof.

Stjórnin vill umfram allt senda innflytjendurna til Rúganda þar sem þeir eru á meðan verið er að afgreiða umsóknir þeirra.

En dómstólar koma í veg fyrir að það sé hægt. Þeir nota yfirlýsingu Mannréttindadómstólsins sem rökstuðning. Það samþykkir Braverman ekki. Hún segir yfirlýsinguna vernda glæpamenn. Hún sagði að yfirlýsingin ætti að heita yfirlýsing glæpamanna og fékk dynjandi lófaklapp. Hún er tilbúin að draga Breta út úr samstarfinu ef það þarf til að bjarga Bretlandi. 

Í fjölmiðlum er Braverman sögð vera rasisti og annað álíka. Verkamannaflokkurinn hefur lagt sitt af mörkum til að sverta hana og þessa hörðu útlendingastefnu. Suella Braverman sendi þeim tóninn í ræðu sinni. 

Ég er gerð að hatursmanneskju því ég segi sannleikann án þess að pakka honum í búning. Þið lifið ekki í raunveruleikanum, viljið opin landamæri því það er ekki ykkar starf sem ólöglegu innflytjendurnir taka. Þeir slá grasið ykkar, klippa runna og gera heimili ykkar hrein. Og það er ekki ykkar götur sem innflytjendur hafa yfirtekið sagði hún.

Hún lét ekkert ósagt um lög og reglur. Hún gagnrýndi ,,woke“ bylgjuna sem þýðir m.a. að kynferðisofbeldismenn geti skipt um kyn og á þann hátt komist undan eftirliti. 

Eftir mikið lófaklapp stóðu fundarmenn upp og héldu áfram að klappa. Hún er nefnd sem mögulegur leiðtogi ef Sunak tapar kosningum árið 2024.

Þegar Rishi Sunak frestaði banni á bensínbílum um mörg ár jókst fylgi við flokkinn í könnunum.

Heimild.


Álfhildur Leifsdóttir formaður kennara á Norðurlandi vestra

fór mikinn á ársfundi Félags grunnskólakennara í haust. Þar viðraði hún ,,réttu“ skoðanirnar sem hún telur að aðrir eigi að hafa í málefnum barna sem glíma við ónot í eigin líkama. Á móti, þessari réttu skoðun, átti að álykta gegn persónulegum skrifum bloggara sem þá var formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Álfhildur, sem er kennari, telur skoðanir og vitneskju bloggara rangar og eigi ekki að heyrast. Tjáningarfrelsið í hávegum haft hjá kennaranum. Hún talaði sem formaður kennarafélags.

Álfhildur situr líka í bæjarstjórn á Sauðárkróki.

Markmið Álfhildar með ræðu sinni var að setja þekkingu og skoðanir bloggara niður sem eru:

  • Að hormónalyfjagjafir séu börnum hættulegar og hafa miklar aukaverkanir, m.a. ófrjósemi og beinþynningu.
  • Að veita eigi börnum sem líður illa í eigin skinni sálfræðiaðstoð.
  • Að leyfa eigi börn að vera eins og þau eru í stað þess að setja þau í box, eins og aðgerðasinnar trans hreyfinga og fylgifiska þeirra vilja, líka hér á landi.
  • Að fræðsluefni Samtak 78 eigi að vera valfag fyrir nemendur í íslenska skólakerfinu.
  • Að ekki eigi að beita foreldra þvingunum eða segja þeim ósatt þegar kemur að börnum sem líður illa í eigin skinni.
  • Að kynin séu ekki fleiri en tvö, en kynhneigð margs konar
  • Að hægt sé að skipta um kyn, því það er ekki hægt. Kona ber ávallt XX-litninga og karlmaður XY-litninga.
  • Að skilgreind kona, líffræðilegur karlmaður með kynfæri sem slíkur, hafi ekki aðgang að rýmum kvenna eða íþróttum.

Stjórnarmaður í Félagi grunnskólakennara fór í pontu til að taka undir orð Álfhildar, Kolbrún Guðmundsdóttir. Kolbrún er líka kennari, gegnir starfi svæðaformanns á Suðurlandi og starfar hjá Félagi grunnskólakennara. Ekki hægt að túlka veru hennar í pontu á annan veg en hún hafi talað í starfi. Þess vegna var hún á téðum fundi.

Þær stöllur hafa kannski annan fróðleik og skoðanir en bloggari, það gerir þeirra fróðleik ekki sannari eða réttari. Hvað þá að skoðun þeirra á málaflokkum sé sú rétta. Langt í frá. Oflátungsháttur einkenndi báðar dömurnar.

Bloggari hafði eina reglu þegar hann gegndi starfi formanns BKNE, að ræða ekki málaflokkinn sem slíkur né á þeim vettvangi nema vera spurður. Það gerðist aldrei. Bloggari hélt þá reglu á þessum fundi og því var spraðabössunum, sem vita betur en bloggari að eign sögn, ekki veitt andsvar. Bloggari er haldinn viljafestu þegar kemur að gildum, lögum og reglum, líka það sem snýr að honum.  

Engin ástæða er til að svara fólki sem setur sig á háan hest og telur sig hafa hinar einu réttu þekkingu og skoðanir. Dömurnar gerðu það, fyrir utan tónfall og líkamsburði, mátti heyra drambið. Engin forsenda fyrir samræðum enda ekki það sem þær vildu. Fordæming var eina hugsun þeirra og ætlunarverk.

Það má vissulega spyrja sig hvort spekingarnir, Álfhildur og Kolbrún, geti talað svona sem formenn og starfsmaður Félags grunnskólakennara. Hver og einn svarar því!

Hvort þessi kjánalega ályktun, sem Álfhildur fór af stað með, hafi litið dagsins ljós veit bloggari ekki. Svona ályktun segir meira um þann sem leggur hana fram og þá sem samþykkja en um málefnið sem ályktað er um.

Þrýstihópar hafa orðið ansi stór ítök í kennarastéttinni.

Dömurnar tvær og kannski fleiri riddarar með réttar skoðanir ættu að lesa þennan fróðleik. Hann á kannski vel við gjörðir þessara einstaklinga.

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja

og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur,
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur,

en þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

Og segðu hann brotlegur sannlega er
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir,
en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,
með hangandi munnvikjum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja þú fáir náð,
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,
en máske að þú hafir kunnað þau áður.


Þjóðverjar herða landamæraeftirlit- ekki að ósekju

Þjóðverjar hafa innleitt aukið landamæraeftirlit og það hefur skilað miklu fyrir samfélagið samkvæmt frétt í BILD.

Fyrstu fjórar vikurnar með reglulegu landamæraeftirliti gefur góða raun segir blaðið. Því er haldið fram að um 43% af ólöglegum innflytjendum sem skoðaðir voru fengu reisupassann.

Fyrir mánuði tilkynnti Þýskaland að landamæraeftirlit yrði hert við landamæri, Póllands, Tékklands og Sviss. Á sama tíma var tímabundnu eftirliti við austurrísku landamærin framlengt.

Það þýðir að landamæralögreglan hefur mátt kanna hvern þann sem vill koma til Þýskalands. Fyrirkomulagið hefur hjálpað til við að stoppa ólöglega innflytjendur og glæpamenn.

Á tímabilinu 16. október til 16. nóvember hefur landamæralögreglan stoppað 11.029 einstaklinga. Þar af fengu 4.790 ekki að koma inn í landið eða dvöl þeirra afturkölluð. Smyglarar og glæpamenn voru handteknir í þessum aðgerðum en þeir náðu 266 einstaklingum. Góður árangur.

Landamæralögreglan hefur líka lagt hald á töluverðan fjölda falskra vegabréfa og stolna bíla. Einstaklingar sem hafa reynt að smygla eiturlyfjum, vopnum og sprengiefni var handtekið. 

Formaður lögreglunnar Heiko Teggats er ánægður:

,,Þann 16. október fengum við loksins landamæravörslu. Nú liggja fyrir tölur sem gefur okkur hugmynd um hvað gerist í raun á landamærunum okkar.“ 

Innanríkisráðherrann sem er jafnaðarmaður, Nancy Faeser, var á móti landamæravörslu og vann gegn því að henni yrði komið á. Hélt því fram að landamæravarslan virkaði ekki. Nú er annað hljóð í strokknum. Í dag segir Nancy ,,Ólíkt eftirlit virkar. Við munum þess vegna halda áfram með eftirlit til að stöðva eða draga úr komu ólöglegra innflytjenda til landsins.“

Heiko Teggatz segir lögregluna hafa hvatt til betra eftirlits við landamærin en Nancy ýtti því út af borðinu. Hann bendir á að ,,árangurinn sýni það sem við höfum óskað eftir til margra ára. Á mánuði hafa 4.790 einstaklingar verið stoppaðir á landamærunum sem við annars hefðum fengið inn í landið á okkar kostnað og tekur langan tíma að losna við aftur.“

Augljóst er að landamæravarsla virkar. Það stoppar ólöglegar innflytjendur, smyglarar og hryðjuverkamenn.

Í Danmörk er reynslan sú sama. Landamæravarsla virkar. Í Danmörku má finna borgarstjórar og þingmenn sem draga lappirnar í málaflokknum. Setja sig upp á móti strangri landamæravörslu.

Óskiljanlegt og sorglegt. 

Heimild.

 

 


Eru konur heimskar, hræddar eða bara svona vitlausar!

Brotkastið Bakslagið spjallar við gamanþáttahöfund í sínum fyrsta þætti. Graham Linehan hefur barist fyrir réttindum barna og kvenna í trans stríðinu.

Hann bendir á að þegar rætt var um fóstureyðingalög á Írlandi þá fjarlægðu stjórnmálamenn orðið móðir út. Rætt er um ólétt fólk. Enginn getur verið óléttur nema kona. Þetta láta konur yfir sig ganga. Mannréttindasamtök hafa fjarlægt orðið kona úr textum sínum segir hann.

Halló konur, réttindi kvenna! Af hverju berjumst við ekki fyrir góðum og gildum orðum sem eiga bara við um konur. Enginn karlmaður hefur rétt eða líkama til að nota orðin okkar.

Trans aðgerðarsinnar svifust einskis til að sverta mannorð Grahams. Notuðu alla miðla sem hægt var að nota. Sama er upp á tengingum hér á landi. Vogi menn sé að mótmæla þeirri geðveiki sem ríkir í trans málaflokknum eru þeir svívirtir. Þrýstihópar hrópa og kalla, haturs ummæli, fordómar og leggjast svo lágt að saka fólk um að vera ekki starfi sínu vaxið. Allt til þess eins að skemma börn og unglinga. Dýrkeypt fyrir blessuð börnin.

Graham bendir á þá óheillaþróun að menn vilji flýta kynþroska barna og það er gert hér á landi með bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt sem ætlað er 7-10 ára börnum. Menntamálastofnun gaf bókina út. Hann telur kennara sem kenna þessa fræði í grunnskólum komna út á hála braut.

Enginn mun taka íslensk vegabréf gild ef kjánarnir á Alþingi koma frumvarp um tvö vegabréf í gegnum þingið. Hvernig eiga þjóðir heims að taka okkur alvarlega þegar fólk getur breytt kynskráningu sinni árlega og fengið vegabréf sem karlmaður og kvenmaður. Sýnir hve kjánalega þessi umræða er og fáeinir þingmenn endurspegla heimsku sína á þingi. Kjósendur kjósa þessa vitleysinga á þing.

Hvet fólk til að hluta á þennan fróðlega þátt. Blaðamenn ættu líka að hlusta og skrifa um það sem Graham talar um.

Vakið hefur athygli að þátturinn Bakslagið hefur farið fyrir brjóstið á fólkinu sem er á Hinseginspjallinu. Reyna að henda háði að því, persónuárásir á þann sem stjórnar, o.fl. í þeim dúr. Menn á spjallinu endurspegla það sem Graham fjallar um, óvildina í garð kvenna og samkynhneigðra.

Svo ég svari fyrirsögninni, held ekki, en konur eru bullandi meðvirkar í einhverju sem þær klæða í búning mannréttinda og samúðar. Fyrir vikið gjalda aðrir hópar, meira að segja þeirra eigið kyn.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband