5.12.2021 | 12:05
Ásýndin, Brynjar, Hreinn og Jón!
Ólína Þorvarðardóttir sagði í Silfrinu ,,er það ásýndin eða inntakið sem við viljum að virki." Sagt í umræðum um Innanríkisráðuneytið sem fer með dómsmálin. Áslaug Arna léti ásýndina skipta meira máli en inntakið. Sýndi það í verkum sínum. Lét ofstækissamtökin Öfga, Stígamót og alls konar kvennahópa hafa áhrif. Reyndi að dansa eftir málefnum þeirra. Ekkert gerðist. Kom fram í myndbandi þar sem hún sagðist trúa þolendum, skilyrðislaust. Jón stendur betur að vígi þar, hlutlaus.
Jón byrjaði vel. Hann hefur nú þegar rætt við Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrotamál. Hann hefur skipað nefnd í Hjalteyrarmálið. Vel gert.
Inntakið er það sem skiptir máli. Jón þarf að láta til sín taka. Hef fulla trú að réttsýnir menn láti verkin tala. Það er enginn hlynntur kynferðisofbeldi. Eða öðru ofbeldi.
Fóstureyðing er ágreiningsmál. Þó Jón og Brynjar hafi kosið gegn frumvarpinu að eyða fóstri til 22 viku hefur það ekkert um verkgleði þeirra í ráðuneytinu að segja.
Nú funda ofstækissamtök og konur til að hafa áhrif á ráðningu Jóns. Skoðana hans vegna. Leyfum honum að sýna og sanna hvað hann getur. Jón mun standa sig mun betur en Áslaug Arna og þarf ekki mikið til.
Verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar, Brynjari, Hreini og Jóni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2021 | 18:31
Er þetta hlutverk Stígamóta?
Nú liggur við...tveir lögfræðingar ráðnir í innanríkisráðuneytið. Einn lagði fram tálmunarfrumvarpið. Hinn stutti tálmun Hjördísar Svan. Skyldu þessir lögfræðingar mætast á miðju hvað skoðanir sínar varðar um tálmunarmálin.
Konur fara hamförum á netinu og nú er boðað til fundar. Stígamót bendluð við málið. Er það þeirra hlutverk að ráðast að starfsmönnum ráðuneytis? Ríkisrekið apparat. Maður spyr sig.
Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu boðar lýðskrum. Sumir myndu kalla viðbrögðin ofbeldi. Viðbúið úr þessum kima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2021 | 15:47
Af hverju tekur það kerfið
þrjú ár að úrskurða forsjá til föðurs? Kerfið í hnotskurn enn þann dag í dag. Þegar mæður eru annars vegar þá tekur kerfið ekki á vandanum og bjargar börnunum. Þarna hefðu koma börnunum til föður síns án málalenginga.
Vonandi sjáum við fram á bjartari tíma í málefnum barna þar sem móðir er óhæfur forsjáraðila. Börn eru ekki endurhæfingaúrræði fyrir mæður.
Hér má lesa hörmunarsögu barns sem kerfið horfði framhjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2021 | 15:10
Okkur kemur ekkert við
hvaða kynhneigð fólk hefur. Gerið það sem ykkur lystir í kynferðismálum, alþjóð kemur það ekki við. Hvaða braut þarf að ryðja? Hef ekki orðið vör við að þeir sem hneigjast til beggja kynja, karls og konu séu í vanda. Fólk eins og aðrir. Manninum hefur farnast vel án þess að þjóðin viti um kynhneigð hans.
Velti stundum fyrir mér hvort mönnum vanti athygli.
![]() |
Jóhannes Þór opnar sig um tvíkynhneigðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2021 | 14:09
Kemur varla á óvart
að innanbúðarmaður fái starfið. Ekki auglýst. Ekki kannað hvort hæfari einstaklingur fáist í starfið. Stjórnmálamenn sjá um sína. Í reynd ætti að banna þessa bitlingaveitingar stjórnmálamanna.
![]() |
Ásdís Halla ráðin verkefnisstjóri nýs ráðuneytis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2021 | 20:52
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata,
er síðasta sort af þingmanni. Á meðan hann setur sig á háan hest og gagnrýnir ráðherraskipan flokkanna telur hann sig fínan þingmann. Má ég þá heldur biðja um Jón Gunnarsson (kýs ekki X-D) en Andrés Inga. Leggst á sveif með öfgafemínistum. Hann er ekki barngóður þingmaður, sannaði það þegar hann kaus og talaði gegn tálmunarfumvarpinu. Hans vegna mega börn þjást í formi tálmunar. Rannsóknir hafa sýnt að börn þjást vegna tálmunar. Mikil synd að þessi maður tilheyri þingmannaliði Íslendinga.
Það eru ekki allir jákvæðir gagnvart fóstureyðingu og hver þingmaður kýs eins og trú hans og vilji stendur til. Það hefur Andrés Ingi gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2021 | 07:41
Mannvonska að taka börnin frá
Halldóri Sigurði sem sagði farir sínar ekki sléttar í Kveiksþættinum í gær. Maðurinn slasast, framheilabilun. Móðir tekur börnin frá honum og kerfið situr aðgerðalaust hjá. Ég trúi ekki að engin leið sé til svo faðir og börn geta hist. Undir eftirliti. Allt betra en ekkert. Kerfinu til skammar. Börnin honum mikilvæg, við heyrðum það í þættinum í gær.
Við eigum langt í land þegar kemur að heilaskaða.
Góður vinur er gulli betra sannast í vini Halldórs, Örvari Bessasyni. Aðdáunarvert, hann stendur eins og klettur við hlið vinar síns þegar gefur á bátinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)