19.11.2023 | 09:10
Klámvæðing jólanna
Skáldið skrifar. Leyfi Kristjáni Hreinssyni að eiga síðuna í dag:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2023 | 08:52
Þegar kennt er um kyn á að rekja þau til líffræðinnar
"Þegar kenna á um kyn verður kennslan að eiga rætur sínar að rekja í líffræðina. Kyn er líffræðilegt ferli til æxlunar sú staðreynd að þetta hefur afleiðingar fyrir fáeina breytir ekki því hvað kona og karl er. Taka þarf tilliti til aldurs nemenda, þegar miðlað er til þeirra að til sé fólk sem glímir við vanlíðan með kyn sitt. Auðvitað á að gera það, en að segja börnum að því sé úthlutað kyni við fæðingu, eða að kynið sem þér er úthlutað, gæti verið rangt vegna þess að læknirinn veit ekki hvernig þér líður, gengur ekki upp."
Þetta segir Peter Risholm í greininni! Stutt og hnitmiðað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2023 | 19:27
Á yfir höfði sér bann í íþróttagreininni vegna ummæla um trans-konu
Kraftlyftingakona mótmælir eftir að trans-kona, líffræðilegur karlmaður, sett landsmet í greininni, nb. í kvennaflokki. Fyrir mótmælin á hún á hættu að vera útilokuð frá keppni íþróttagreinarinnar sem hún hefur stundað í áraraðir. Kanadíska kraftlyftingasambandið sagði að hún ætti ekki að tala um Anne Andres sem líffræðilegan karlmann. En hann er það! Verið að refsa fyrir að segja sannleikann.
Í Kanada eru menn gengnir af göflum í tengslum við trans-málaflokkinn. Þarf þjóðarbyltingu til að snúa þessari óheillaþróun við.
Í mínum augum hefur þetta lítið með hinar raunverulegu trans-konur að gera sem vilja lifa sínu lífi í friði án svona áreitis. Án trans-aðgerðasinna. Án fölsku trans-kvennanna.
Lögin um kynrænt sjálfræði eru misnotuð eins og allt annað. Nú telja líffræðilegir karlar sig konur til að komast í einkarými kvenna, vinna kvennaíþróttir og fara í kvennafangelsi.
Konur hvert eru við komnar? Við þurfum fleiri konur eins og J.K. Rowling sem eru mikils metnar og geta látið í sér heyra. Snúa þarf þróuninni við, stúlknanna vegna.
"Ég stend frammi fyrir 2 ára banni frá [kanadíska kraftlyftingasambandinu] CPU fyrir að tala opinberlega um ósanngirni þess að líffræðilegir karlmenn fái að hæðast að kvenkyns keppendum og ræna sigrinum" skrifaði Hutchinson.
"Ég hef verið kraftlyftingamaður hjá kanadíska kraftlyftingasambandinu í um fjögur ár. Undanfarið ár hef ég barist fyrir því að trans-konur, líffræðilegir karlar, geti ekki keppt við konur í kraftlyftingum," sagði Hutchinson við þáttastjórnandann Rosanna Lockwood.
Heimurinn þarf fleiri hetjur eins og hana.
Greinina má lesa hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2023 | 19:31
Óréttlætanlegt að nota rannsókn frá 2014 til að réttlæta meðferðir við kynama í dag
Held áfram að stkla á stóru um það sem kom fram í þessum fræðsluþætti í norska sjónvarpinu. Íslenskir fjölmiðlamenn fræða ekki þjóðina um málaflokkinn.
Í Hollandi fá börn og foreldrar að vita um afleiðingar af læknisfræðilegum inngripum. Eftir rannsókn á börnum sem líður illa í eigin skinni frá unga aldrei fá þau tilboð um meðferð eftir sex mánuði. Áður en meðferð býðst hafa ítarleg viðtöl farið fram með foreldrum. Rannsakendur hafa varað vesturlöndin við að afrita rannsóknina þeirra, því hún á ekki við um unglinga sem allt í einu halda sig trans. Viðmælandinn í Hollandi telur það óábyrgt að nota rannsóknina sem birt var 2014 til að réttlæta meðferðir í dag.
Því er oft haldið fram að stopp hormónalyf sé ,,pása á kynþroskanum. Svo er ekki. Hér er um varanlegt ástand að ræða og þeir sem settir eru á hormóna halda áfram meðferð.
Trans aðgerðasinnar halda fram að sjálfsmorð meðal barna sem telja sig trans sé hærri en hjá öðrum. Rétt segir rannsakandi en sænsk rannsókn sýnir líka að þetta fólk á við önnur andleg veikindi að stríða og því sé erfitt að segja hvað það er sem hvetur fólk í sjálfsvígstilraun. Engar rannsóknir sýna að sjálfsvígshættan sé meiri ef barni ef neitað um trans meðferð.
Engin vísindi eru á bak við að trans meðferðir hjálpi börnum sem glímt hafa við kynama. Því eru þessar meðferðir ekki réttlætanlegar á börnum.
Svíar hafa breytt meðferðarforminu á börnum, þeir hafa að leiðarljósi.
- Lítil þekking á aukningu þeirra sem óska ,,kynskipta.
- Lítil þekking og langtíma virkni af meðferð
- Eftirsjá hefur aukist
Rætt er við trans einstakling sem óskaði eftir meiri upplýsingum, einhverjum sem spurði gagnrýnna spurninga áður en meðferð hófst. Segir að vinaumhverfið hafi áhrif. Erfitt að brjótast út úr því. Samt var hún fullorðin, hvað þá með börnin!
Við þurfum að viðurkenna að stelpur og strákar geta verið allavega, flóra mannsins er ólík. En að troða stúlkum sem vilja vera með stutt hár og ganga í buxum í box sem strákur er óæskilegt. Sama með stráka sem vilja hafa sítt hár, lakka neglur og vera í kjól, þeim á ekki að troða í box sem stelpa.
Enn og aftur, samfélagsmiðlar hafa gífurleg áhrif á börn og unglinga. Förum varlega þegar börnin eru annars vegar, flýtum okkur hægt. Leyfum þeim að taka út kynþroskann án félagslegra og læknisfræðilegra breytinga. Það er barni fyrir bestu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2023 | 20:47
Um 75% þeirra glíma við andlega veikindi
Í norskum fræðsluþætti kemur fram að á árunum 2011-2012 jukust beiðnir um ,,kynskipti gífurlega, ekki bara í Noregi heldur um allan heim. Engin lát á aukningunni. Samfélagsmiðlar eiga þar ríkan þátt. Börnin finna upplýsingar þar. Eins og allir vita er það efni misgott og áreiðanlegt.
Margir halda fram hér á landi að samfélagsmiðlar hafi áhrif á börn þegar klám er annars vegar, á ekki það sama við um trans hugmyndafræðina. Í mínum augum er enginn munur þar þá.
Menn taka eftir gífurlegri aukning meðal unglingsstúlkna. Langt frá því að vera eðlilegt. Enginn veit ástæðuna, meiri umræða, betri meðhöndlun en umfram allt spila samfélagsmiðlarnir stórt hlutverk. Nú geta unglingstúlkur sem hafa látið fjarlægja brjóstin fagnað á samfélagsmiðlum til að sýna öðrum hve frábært þetta er.
Víða um heim er bent á að þeir sem óska ,,kynskipta eiga við önnur andleg vandamál að stríða. Yfirlæknir á norsku sjúkrahúsi segir að um 75% þeirra sem óska eftir breytingum glíma við andleg veikindi. Í því samhengi nefndir læknirinn mikinn kvíða, þunglyndi og aðra sálræna kvilla. Eftirtektarvert þegar hún segir að stór hópur glími við einhverfu og þeir merki verulega aukningu úr þeim hópi barna.
Um þriðjungur þeirra sem óska meðhöndlunar fá ekki tilboð um meðferð. Það tekur um ár frá fyrsta viðtali þar til tilboð um meðferð verður að veruleika. Oft jafna unglingar sig á þessu þannig að biðtíminn er þeim í hag.
Stórmerkilegt að hlusta á fullorðið fólk, aðgerðasinna, snupra heilbrigðisstarfsmenn fyrir að fara varlega þegar börn eru annars vegar og saka það um að mismuna fólki. Það er verið að tala um unglinga sem verða fyrir áhrifum samfélagsmiðla og vina. Kannski eru þeir samkynhneigðir án þess að átta sig á því. Það er óviðunandi að trans-samtök gangi fram með þessum hætti. Má vissulega spyrja um tilganginn. Hafi einhver börn séð að sér ættu menn að fagna að þau fengu tíma til þess.
Læknirinn efast um að þessar upphrópanir hagsmunasamtaka gildi fyrir fjöldann. Þau upplifa ekki að fólk sem kemur til þeirra líði eins og trans samtökin lýsa.
Norski læknirinn Benested lýsir þessu eins og að fara út í búð og kaupa sér kynvitund. Umræddur læknir var sviptur lækningaleyfinu því hann gelti börn og gaf þeim hormónalyf eftir aðeins eitt viðtal. Lærlingar hans feta í sömu fótspor og líta á hann sem ,,gúrú. Þetta sama fólk segir að það séu nánast engar aukaverkanir af lyfjagjöf, í það minnsta ekki svo miklar að barn þurfi að vita um þær. Hér eru börn blekkt svo um munar, afleiðingar lyfjagjafar eru skelfilegar, gelding, beinþynning, truflun á heilavexti o.s.frv.
Framhald í næsta bloggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2023 | 16:50
Í kjölfar útilokunarmenningu
Las þetta innlegg á snjáldursíðu Alex Ivarsen frá 8. nóvember. Þótti það áhugavert því sama gerist hér á landi. Útilokunarmenning hefur náð tökum á ákveðnum hópum sem halda að það geri sér og viðhlæjendum gott. Svo er ekki. Útilokunarmenning er tegund ofbeldis og ræða á hana sem slíka. Lauslega þýðing er bloggara.
Útilokunarmenning er raunverulegt fyrirbæri og veldur skaða. Útilokunarmenning er ófrjálslynt afl sem grefur undan grundvallarfrelsi. Þetta er eyðileggjandi fyrirbæri sem verðskuldar frjálslynda andstöðu og gagnrýni - og það er miður að svo margir halda áfram að neita að þetta sé til.
En í dag - og það er fáránlegt að nauðsynlegt sé að segja þetta upphátt er mikilvægt að benda á þetta: kynferðisleg áreitni er ekki orð. Það er glæpsamlegt athæfi. Að glæpsamlegt athæfi hafi bæði lagalegar og félagslegar afleiðingar fyrir þann sem framdi þá hefur ekkert - ég endurtek: hefur ekkert, núll, nákvæmlega ekkert með umræðuna um tilviljanakennda útilokunarmenningu að gera.
Að spyrða þetta tvennt saman stuðlar aðeins að því að greinarmunur á orðum og athöfnum verður óljós (grundvallarmunur í allri umræðu um tjáningarfrelsi) og það gerir þennan rugling og rotnu umræðu um útilokun enn ómögulegri og ruglaðri en hún er nú þegar.
Það er löglegt að gera mistök. Flest erum við fús til að fyrirgefa. En það verður auðveldara ef okkur er hlíft við sjálfumglaðri vitsmunalegri hugsun sem verður á vegi okkar. Það virkar ekki.
Afsakið.
Andvarp. Tilvitnun lýkur.
Þeir sem beita útilokunarmenningu eru í öllum lögum samfélagsins. Jafnt menntað sem ómenntað fólk. Skynsamt og það sem skortir skynsemina. Málaflokkarnir sem útilokað er fyrir eru ólíkir. Það kostar klof að ríða röftum, samt láta einstaklingar og hópar það ekki aftra sér í útbreiðslu útilokunarmenningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2023 | 11:23
Foreldrar ósáttir við að börn þeirra þurfi að sitja fræðslu um trans hugmyndafræðina í leik- og grunnskóla
Fram á ritvöllinn skaust móðir, Vigdís, með grein á vísi.is, þar sem hún segist ósátt við að börn hennar þurfi að syngja guðsorð sem fjalla um gildi kristinnar trúar. Hún telur það tímaskekkju. Vigdís virðist ekki átta sig á að margir trúaðir foreldrar eru með börn í skólakerfinu. Að sjálfsögðu er þetta umdeilt enda er staðblær hvers heimilis ólíkur.
Samkvæmt lögum má sækja um undanþágu frá ákveðnu námi gangi það í berhögg við lífsgildi og trú fólks. Vigdís og aðrir foreldrar geta látið á það reyna í tengslum við kristna trú. Aðrir foreldrar í tengslum við trans málaflokkinn.
Margir foreldrar eru ósáttir við að trans hugmyndafræðin sé rædd og kennd í skólum landsins. Þeim finnst með ólíkindum að kennarar geti eftir þessari hugmyndafræðinni breytt líffræðinni. Nú má heyra kennara halda fram að kynin séu fleiri en tvö. Að börn séu fædd í röngum líkama. Líffræðin hefur ekkert breyst og mun ekki breytast, hvað þá lífsgildi foreldra. Foreldrar sem vilja ekki að börnum þeirra sé kennd trans hugmyndafræðin, sem er hvorki viðurkennd vísindi né staðreyndir, fá vart áheyrn hjá skólastjórum og kennurum. Hvað þá að vel sé tekið í erindi þeirra.
Áróður viðgengst í skólakerfinu þrátt fyrir að foreldrar séu á móti honum. Vigdís segir ekki orð um það. Hugsið ykkur ef allir kennarar hefðu kross eða trúarfána í skólastofunni eins og margir flagga trans fánanum. Eða á göngum og fánastöngum skóla. Hvað myndi heyrast þá! Reyndar fela menn veru fánans undir orðunum fjölbreytileiki og mannréttindi. Að fáninn sé fyrir alla landsmenn. Svo er ekki, íslenski fáninn er eini fáninn sem þjóðin getur sameinast um sem sinn fána.
Breytingar eiga sér stað í skandinavísku löndunum og Bretlandi varðandi trans málaflokkinn. Á Íslandi fylgjumst við illa með. Enda hafa fjölmiðlar ekki fyrir því að flytja hlutlausar fréttir af málaflokknum.
Félagsleg umbreyting barns, t.d. skipta um nafn, nota fornöfn trans hreyfingar o.fl. er ekki gagnreynd meðferð og því ber ekki að nota hana. Sérfræðingar í þessum löndum hafa bent á að við gerum börnunum ekkert gott með umbreytingu. Meðferðin er ekki rannsökuðu og talið er að hún gerir minna en meira gagn. Talið er að þau börn sem vilja snúa aftur, í eigið kyn, eigi erfiðar með það eftir að félagsleg umskipti hafa átt sér stað. Í Svíþjóð eykst fjöldi þeirra barna sem hafa séð eftir breytingunni.
Hafi menn áhuga á að kynna sér trans málaflokkinn af einhverri skynsemi má horfa á þessa þætti, einn frá Svíþjóð og tveir frá Noregi, annar er umræðuþáttur. Ljósvakamiðlar hér á landi hafa ekki sýnt þessum þáttum áhuga, enda stunda þeir einhliða málflutning þegar trans málaflokkurinn er annars vegar.
Norskur fræðsluþáttur.
Þessir þættir eru fjórir í allt. Enskur texti. Fjórði þátturinn fjallar eingöngu um áhrif lyfjagjafar á barnslíkamann.
Umræðuþáttur í Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2023 | 20:44
Nota á gagnreyndar meðferðir á börn sem líður illa í eigin skinni
Mönnum greinar á um hvernig á að meðhöndla börn sem glíma við kynama (líður illa í eigin skinni). Sumir telja að staðfesting á upplifun barns sé það besta á meðan aðrir segja að svo sé ekki. Umfjöllun um málaflokkinn hefur verið í Sálfræðingaritinu í Noregi. Lauslega þýðing er bloggara.
Siri Gullestad, sem skrifar þessa grein segir "Fyrir mér er kjarni þessarar umræðu sú að við þurfum að bjóða ólögráða börnum sem glíma við kynama eins örugga og áreiðanlega meðferð og mögulegt er."
"Inngrip með félagslegum meðferðum, sem ganga út á umskipti, sem ég er mótfallin vegna þess að félagsleg kynskipti eru ekki lengur talin hlutlaust meðferðarinngrip að mati breskra heilbrigðisyfirvalda (National Health Service, 2022)."
Á Íslandi hoppuðu menn á þann vagn, félagsleg umskipti. Talað um kyn sem félagslegt. Rangt. Kyn getur aldrei verið annað en líffræðilegt og þá annað tveggja, kona eða karl. Að fá barn til að breyta nafni, nota önnur fornöfn sem trans-hreyfingar hafa búið til er ekki viðurkennt meðferðarform. Hugmyndafræði trans-hreyfinga. Skólar og stofnanir hafa lagt sitt að mörkum með ákveðnum áróðri sem flest í flöggun fána, veggspjöldum, teikningum og verkefnum sem nemendum er gert að vinna. Allt er þetta falið undir heitinu umburðarlyndi og jafnrétti.
Siri Gullestad heldur áfram ,,... engin samstaða er um, þegar kemur að því að skilja kynvitund og greina kynjamisræmi. Ekki er heldur minnst á að umræða sé mikil um þekkingu á orsökum, sem og virkni meðferðar, aukaverkanir og fylgikvilla (Abbruzzese o.fl., 2023).
,,Eftir að þekking jókst á málaflokknum hafa nokkur lönd bent á að vísbendingar séu veikar um að meðferðin ,,að staðfesta kyn sem barn upplifir hafi tilskilin áhrif. Í kjölfarið hafa nokkrar þjóðir, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörk og Bretland hert verulega meðferðarþjónustuna" segir í greininni.
Því miður hefur Ísland ekki skipað sér á pall með þessum þjóðum. Við erum enn aftarlega á merinni í málaflokknum. Þeir sem hafa bent á þetta eru enn árið 2023 kallaðir fordómafullir, hatursfullir o.s.frv. Ekki undra að spurt sé, hvenær vaknar íslenska þjóðin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2023 | 18:20
Rökstuðningur vegna getsagna- brottrekstur!
Nokkrir æstu sig upp úr öllu valdi þegar fyrsta grein bloggara um trans-málaflokkinn birtist í febrúar s.l. Reka hana, óhæfur kennari, trans-fóbía, hatursorðræða o.fl. í þeim dúr mátti sjá skrifað. Líka af vel menntuðu fólki. En það fólk getur auðvitað misst stjórn á sér í tilfinningasveiflu eins og annað fólk.
Hef rætt um tilfinningaþrungna pistilinn frá kennara sem nokkrir settu athugasemdir við, m.a. kennarar. Hef sýnt skjáskot þar sem rætt er um brottrekstur frá einum kennara. Það sem þetta fólk á sammerkt er að það er ungt. Arnar Þór ræddi á Bítinu í gær um að unga fólkið krefðist þöggunar á málaflokkum líki því ekki skoðanir annarra. Unga fólkið gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum skerðist málfrelsi einstaklinga. Setur að mig ugg að hér séu kennarar á ferð sem eigi að kenna um málfrelsi, tjáningarfrelsi, umburðarlyndi og að allir geti tjáð skoðanir sínar.
Í skjáskoti hér að neðan má sjá að konurnar ætla að skrifa Akureyrarbæ og kvarta. Kennarinn veit um fleiri sem ætla að gera slíkt hið sama. Veit ekki alveg undan hverju, að þær móðgist fyrir hönd einhverra sem kann að þykja sárt að bloggara finnst námsefni trans Samtaka 78 ekki passa inn í grunnskólann og hugsanlega gæti hluti fræðslunnar brotið greinar í Barnaverndarlögum. Að bloggara telji að fræðslan eigi að vera valkvæð á unglingastigi.
Rökstuðning þessara kvenna vildi ég gjarnan sjá. Með hvaða rökum og tilvitnunum í lög og reglugerðir ætli konurnar hafi notað. Mun sennilega aldrei sjá það. Hitt veit ég, að móðgast fyrir hönd annarra er í góðu lagi en krefjast atvinnumissi fyrir kennara vegna þess er of langt gengið.
Játa fúslega að álit mitt á eigin stétt, kennurum, féll um margar hæðir við að lesa viðbrögð kennara við ofureðlilegum vangaveltum. Enginn staldraði við og sagði, er mögulegt að brotið sé á einhverjum börnum í tengslum við málflokkinn. Hvað með trúuð börn, börn fá ólíkum menningarheimi sem viðurkenna kannski ekki trans-hugmyndafræðina. Ber þeim að sitja kennslustundir og fræðslu þegar rætt er um málaflokkinn. Nei ekkert slíkt kom frá kennarastéttinni. Svo segjast þessir sömu kennarar hugsa um öll börn! Sérhver er nú skáldskapurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2023 | 18:18
Munum hvað kona er...
"I am not a dress
We are women, we are warriors of steel.
Woman is something no man will ever feel.
Woman is not a skill that any man can hone.
Woman is our word and is ours alone.
I am not a dress to be worn on a whim,
A man in a dress is nonetheless a him.
Women are not simply what we wear.
If this offends you, I dont care.
I am not an idea in any mans mind
And my purpose in life is not to be kind.
So while my rights are trampled every day of the week,
I will not stand by being docile and meek.
I am not defined by sexist lies.
There is more to a woman than that shallow guise.
That guise of dresses, bikinis and skirts.
Those clothes are not what womanhood is worth.
I am not a bitch, a TERF, a whore, a slag,
Hysterical, a witch, a slut, a slag.
NO! I am a woman, I am a female,
Who will not let her rights be put up for sale.
I am not defined by what men are not.
So to hell with cis misogynistic rot.
I am a woman, I am not a subset of my sex.
If this makes me a dinosaur, so be it, Im a T-Rex!
I am not a bleeder nor a menstruator,
A womb carrier or uterus haver.
Those words and phrases are such a sham.
Just call me a woman, it is who I am.
We are women, we are warriors of steel.
Woman is something no man will ever feel.
Woman is not a skill that any man can hone.
Woman is our word and is ours alone."
Hér má hlusta á höfundinn fara með ljóðið. Frábær stúlka, sannur baráttuandi fyrir stúlkur og konur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)