Myndir þú kona góð afhenda karlmanni túrtappa?

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, skrýtin veröld sem við búum í. Ekki út af stríðunum sem geysa víða um heim, heldur kynjastríðinu.

Allt í einu eiga stúlkur og konur að viðurkenna karlmann sem konu og hann með pung og lim. Nei takk, aldrei.

Allt í einu eiga stúlkur og konur að viðurkenna að karlmaður geti haft á klæðum. Nei takk, aldrei.

Við getum undrast að svo margar konur, jafnvel kvenréttindakonur og femínistar, viðurkenna karlmann sem konu. Þær eru meira en viljugar til að hleypa þeim að nöktum líkömum stúlkna og kvenna. Af hverju? Konur sem hafa barist fyrir réttindum kvenna vilja nú sjá þau hverfa eins og dögg fyrir sólu. Gera konur réttindalausar.

Hver skyldi ástæðan vera, að stúlkur og konur séu svo lítils metnar hjá kvenréttindakonum og konum í háum stöðum, s.s. biskup, lögreglustjórar, rektor HÍ, kennurum á öllum skólastigum, skólastjórum o.s.frv., að þær eru tilbúnar að fórna þeim fyrir ímyndaða veröld karlmanna?

Hver skyldi ástæðan vera að þessar hámenntuðu konur sættist á að hylla kynjahugmyndafræði sem brýtur í bága við alþjóðalög og skaðar konur og stúlkur? Af hverju fórna þær eigin kyni fyrir draumaveröld karlmanna?

Því hærra menntunarstig því verr virðist þessum konum líka við réttindi stúlkna og kvenna. Í það minnsta eru þær viljugar til að fjarlægja kvennaorð og réttindi kvenna til að þóknast karlmönnum sem upplifa sig sem konur, hvað sem það nú þýðir.

Að vera kona er hvorki upplifun né tilfinning!

Túrtappar bara fyrir konur

Ef þú kona góð, sætir á salerninu og við hliðina á þér heyrist djúprödduð karlmannsrödd, getur þú gefið mér túrtappa? Ég var að byrja á túr og er ekki með neinn í veskinu mínu. Margar myndu skella upp úr, ef ekki allar. Að sjálfsögðu myndu konur segja; það fer enginn karlmaður á túr, gleymdu þessu og hunskastu út af kvennaklósettinu.

Allir vita að karlmaður hefur ekki not fyrir túrtappa, allavega ekki ef hann ætlar að nota tappann fyrir það sem hann er ætlaður. Vissulega finnast kjánar sem reyna að telja börnum, unglingum og misgáfuðu fólki trú um að karlmaður geti haft á klæðum.

Hve lengi eigum við að sætta okkur við að kjánarnir ljúgi?

Hér má hlusta á áhugavert viðtal.

Myndin er dæmigerð fölsun og falsfréttir. Enginn karlmaður fer á túr.

túr

 

 


Fyrirtæki sem styðja trans-hugmyndafræðina

Það er nú ekki svo að maður fagni fjölbreytileika, sýni ást og hvað þeir kalla þetta allt sem á að falla undir trans-fánann. Nei þetta er pólitísk flöggun. Hreint og klárt. Verið er að flagga fyrir hugmyndafræði sem er svo umdeild að dómsmál hafa verið og eru í gangi vegna málaflokksins.

Kirkjan og margir skólar eru ekki undanskildir. Víða er trans-fánum og regnbogafánum flaggað.

Icelandair, Byko,Isavia lögðu málstaðnum lið og sennilega án þess að hafa hugmynd um pólitíska stefnu trans Samtakanna 78. Fyrirtæki blanda sér í hápólitískt efni. Myndu fyrirtækin flagga stjórnmálafána?

Sorglegt fyrir þá farþega sem hylla ekki þessa hugmyndafræði að þátttökunni skuli vera þröngvað upp á það á Keflavíkurflugvelli og í flugvélum Icelandair.

Rétt eins og með lögregluna á Íslandi verða menn að vita hvað þeir styðja með því að dreifa táknum pólitískra samtaka.

Skilja fyrirtækin hugmyndafræðina?

Við verðum að gera ráð fyrir að fyrirtæki skilji hugmyndafræðina og allt sem henni viðkemur, þar sem þau styðja hana á þennan hátt. Fyrirtækin gefa til kynna að þau trúi á, styðji og muni staðfesta trans sjálfsmynd – stelpur sem halda að þær séu strákar eða öfugt – þrátt fyrir að allt bendi til þess að þetta sé hættuleg nálgun. Það hefur m.a. Cass skýrslan fjallað um.

Fyrirtæki sem flagga fána og styðja umdeilda hugmyndafræði er og verður að vera vel að sér um hvað felst í því sem þeir styðja. Þeir eru nú einu sinni að vinna fyrir allan lýðinn, eða!

Við ættum ekki að hagræða líffræðinni til að fullnægja samfélagsumræðu sem einkennist í auknum mæli af tilfinningum og tækifærismennsku.

Félagsleg umskipti getur skapað börnum hættu

Í Cass skýrslunni  kemur fram að jafnvel félagsleg umskipti (t.d. að breyta nöfnum og fornöfnum) sé ekki hlutlaus athöfn og geti stuðlað að langtíma afleiðingum fyrir börn bæði sálrænum og þroskalegum. Skýrslan mælir með varfærinni, gagnreyndri nálgun á kynbundinni vanlíðan hjá börnum, sem miðast við vernd og klínískt eftirlit frekar en staðfestingu eins og tákn gera, s.s. fáninn.

Er sanngjarnt að fyrirtæki sem þjónusta alla landsmenn og útlendinga ætlist til þess að fjölskyldur, með ólíkar skoðanir, taki flöggun fánans og notkun annarra tákna sem eðlilegum hlut frá hlutlausum fyrirtækjum? Fána og tákn sem stangast á við það sem þau trúa á, sjá og vita?


Ruv rekur áróður fyrir trans Samtökin 78

Í hvert skipti sem trans Samtökunum 78 vantar athygli þá hoppar Ruv og Vísir.is á vagninn og vekja athygli á trans-málaflokknum. Akureyri.net hefur fylgt í fótspor þeirra með aðgerðasinna á blaðinu. Satt eða logið skiptir ekki máli.

Það er nefnilega lygi að maður geti skipt um kyn nema inni í huga fólks og því ljúga miðlarnir blákalt að fólki þegar þeir taka um karlamann sem ,,hana“ og kvenmann sem ,,hann.“ Lygin getur varla orðið verri.

Ruv hefur ekki minnst orði á þá merkilegu skýrslu sem forsvarsmaður deildar um ofbeldi gegn konum og börnum hefur sent frá sér.

En þar segir, ,, Ný skýrsla frá SÞ um ofbeldi gegn konum varar við afleiðingunum af því að skipta út líffræðilegu kyni fyrir skapandi og órökréttar munnlegar æfingar, þar sem stjórnmálamenn fara frá öruggum vísindum yfir í huglægar tilfinningar og ósannaðar fullyrðingar um „kynvitund.“

Þessi skýrsla hefði átt að vera fyrsta frétt Ruv þegar hún varð opinber og var til umræðu víða um heim. EKKI Á ÍSLANDI.

Hatursorðræða í huga transsinna

Um leið og Ruv rekur áróður fyrir hatursorðræðu transsinna þá nefna þeir ekki einu orð um sýknu í einu slíku máli sem trans Samtökin 78 töpuðu, réttilega.

Það má og á að tala um þessi mjög svo umdeildu trúarbrögð sem fáir aðhlyllast.

Trans Samtökin 78 vilja þvinga fólk til að sjá annað en það sér. Breyta tungumálinu í annað en það er. Sem sagt þvinga fólk til að breyta í þeirra þágu.

Nei takk, höldum áfram að tala um staðreyndir ekki hugarheim fólks.


Staðreynd vs. kenning

Líffræðilegt kyn sem breiðan fjölbreytileika er auðvelt að hrekja. Við höfum bara tvö, konu og karl. Þetta á við um öll spendýr, þar á meðal menn.

Það sem ræður úrslitum er að kvendýrin eru með stórar kynfrumur með kynlitningapari XX en karldýrin eru með litningaparið XY. Þetta er ekki kenning, heldur staðreyndir. Tvísjónarskipting kynjanna útilokar hvor aðra.

Meðal hinsegin ungmenna er fólk innan tvíkynjahyggjunnar þekkt sem ,,cis fólk“ og er skilgreint sem: ,,Manneskja sem samsamar sig kyninu sem úthlutað var við fæðingu. Til dæmis var manneskju sem er með getnaðarlim úthlutað karlkyni við fæðingu og lítur á sig sem strák. Það eru miklar væntingar í samfélaginu um að þú eigir að vera cis manneskja."

Öfugt við það sem Kaveh Rashidi sagði er það ekki aðeins ,,freistandi að hugsa" að flestir karlmenn séu með getnaðarlim. Ég þori að halda því fram að allir karlmenn séu með þessi kynfæri, byggt á líffræðilegri skilgreiningu okkar á kyni. Þessi fullyrðing er studd af reynslugögnum og líffræðilegri þekkingu, en ekki af samfélagslegum væntingum, eins og hinsegin ungmenni halda fram.

Þess vegna eru það ekki væntingar samfélagsins sem ákvarða hvort þú telst strákur eða stelpa, heldur mismunandi líffræðileg kerfi sem eru til staðar hjá strákum og stelpum.


Dýr og börn í HÍ samkvæmt rektor Háskóla Íslands

Rektorinn, Silja Bára, gerir lítið úr mannfólkinu sem vinnur og stundar nám við HÍ. Kallar það dýr eða börn. Niðurlæging.

Það er sorglegt að Silja Bára rektor Háskóla Íslands beiti tungumálinu vitlaust. Rektorinn sjálfur. Þetta er stofnun sem landinn ætti að líta upp til. Hvílík skömm og hvílík niðurlæging fyrir íslenska þjóð.

Silja Bára vill nú að börn og dýr stundi nám við HÍ, ekki karlar og konur. Nei aldeilis ekki. Annars myndi hún ekki nota orðið ,,öll“ um nemendur skólans.

Ég undrast að vel gefnir námsmenn og kennarar sem fylgja ekki vók-æðinu þegi. Það eiga þeir ekki að gera.

Gera á kröfu um að rektor HÍ tali rétta íslensku.

Hér er pistill sem Silja Bára ætti að lesa og allir þeir sem velja að skrifa og tala vitlausa íslensku. Smellið á myndina og lesið.

 

Öll vildu Lilju kveðið hafa

 


Verndin verður brothætt

Stærsta svið, stefnu og dagskrár, Sameinuðu þjóðanna þar sem kynjahugmyndafræði hefur haft áhrif er ,,ofbeldi gegn konum og stúlkum."

Ríkisstjórnir Vesturlanda hafa á síðustu tveimur áratugum kastað frá sér kynbundnum lögum og stefnu til að vernda konur og á síðustu tveimur áratugum ýtt undir nýjan flokk ,,kynbundins ofbeldis" sem ekki er að finna í neinum sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessar stefnur rugla saman kyni og LGBT málefnum og þynna þannig út áhersluna á konur.

Evrópusambandið sagði Alsalem að kynjanálgunin væri nauðsynleg samkvæmt alþjóðalögum. Sviss og Holland kölluðu nálgun Alsalem afturhaldssama. Kólumbía, sem talaði fyrir hönd 37 landa, aðallega frá Evrópu og Suður-Ameríku, sagði Alsalem að nálgun hennar væri ,,skref til baka" fyrir mannréttindi.

Kanada sagði að ,,kyn er félagsleg uppbygging, ekki bundin við líffærafræði, og mikilvægt til að skilja hvernig mismunun og ofbeldi virka í fjölbreyttu samhengi."

Þýskaland sagði að ,,tvöfaldar flokkanir og útilokandi hugtök geta jaðarsett hópa eins og LGBTQI+ fólk, kynlífsverkafólk, fatlað fólk og þá sem búa við heimilisleysi."

Leiðandi stofnanir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal UN Women, UNFPA, WHO og UNICEF, höfnuðu einnig tilmælum Alsalem. Þeir héldu því fram að lögregla og kynhlutlausar áætlanir um ,,kynbundið ofbeldi" væru nauðsynlegar samkvæmt alþjóðalögum.

Alsalem svaraði gagnrýnendum sínum. Hún sagði að líffræðilegt kyn væri ekki ,,tabú eða úrelt hugtak, heldur ,,meðfæddur, óbreytanlegur og grundvallarþáttur í mannlegri tilveru fyrir konur jafnt sem karla."

Páfagarður, Kúveit, Fílabeinsströndin, Búrkína Fasó og Súdan lýstu yfir stuðningi við Alsalem.

Alsalem hefur einnig hlotið gagnrýni frá SÞ og víðar fyrir afstöðu sína gegn vændi og umbreytingarmeðferðum og fyrir að verja íþróttir eingöngu fyrir konur.


Draumur hans varð að engu- enda aumingi

Karlmaður kvartar yfir því að ,,draumur“ hans varð að engu.

Hann má ekki spila í kvennaflokki á OL og því er draumur hans brostinn, hann kemst ekki á þennan fræga íþróttaviðburð. Og hvað með það? Í góðu lagi.

Þátttaka hans þýðir að stúlka fari í staðinn sem er eðlilegt.

Sjálfsánægðir og siðblindir karlmenn eins og hann sjá ekki hve miklum skaða þeir valda.

Fantasía þeirra mætir raunveruleikanum og þá falla þeir í sjálfsvorkunn í von um samúð sem þeir eiga alls ekki skilið. Ekki frá neinum.

Íslendingar eiga einn svona aumingja, því miður.

karlinn


Hún er ekki kærð fyrir ofbeldi, ekki fyrir hótanir heldur fyrir að segja sannleikann

Það er skrýtin veröld sem við lifum í. Kona kærð fyrir að segja sannleikann í Danmörku.

Nú er baráttan ekki bara um kyn. Þetta er árás á það heilagast sem við eigum, réttinn til að tala út frá raunveruleikanum.

Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur fara þeir inn í lagalegt landslag þar sem ríkið vill ekki bara ákveðna hvernig við högum okkur heldur líka hvað við eigum að segja, og það sem er verra því sem við eigum að trúa.

Eitt af því sem borgarar hvers lands eiga að gera er að sýna kurteisi og virðingu. En það er allt annað ef lögin krefjast þess að við tölum gegn eigin vitneskju, reynslu og sannfæringu.

Eiræðisríki

Í Sovétríkjunum var hægt að refsa mönnum ef þeir sögðu að uppskeran mistókst. Í Austur-Þýskalandi gat maður lent í fangelsi fyrir að staðhæfa að múrinn verndaði ekki fólkið heldur hélt þeim innilokuðum. Í öllum einræðisríkjum hefur ríkið krafist þess að borgararnir kyngi og endurtaki lygina.

Þeir þurfa ekki einu sinni að trúa henni, svo lengi sem þeir gefa sig. Nú sjáum við fyrstu skrefin í Danmörku. Ef dómstólar byrja að dæma fólk fyrir að segja það sem allir sjá, þá er Danmörk ekki lengur réttarríki.

Það byrjar alltaf með ,,einu litlu máli." En það er alltaf aðeins byrjunin. Fyrst er fólk neytt til að þegja, síðan eru menn neyddir til að segja hið gagnstæða við það sem þeir vita er satt.

Ef ríkið getur skrifað um þá staðreynd að eitthvað eins raunverulegt og líffræðilegt kyn sé breytilegt, getur það skrifað um allt. Um leið og við samþykkjum að sannleikurinn sé háður löggjöf, erum við búin að samþykkja að frelsi sé ekki lengur réttindi, heldur eitthvað sem hægt er að afturkalla.

Frelsi til að tjá sig

Frelsi deyr ekki með látum, heldur með litlum lögfræðilegum breytingum þar sem okkur er sagt að þetta „sé bara kurteisi.“ En kurteisi sem er þvingað með lögum er ekki kurteisi, það er hlýðni. Og hlýðni gagnvart lygi er ekki eitthvað sem við höfum aðeins lesið í bókum Orwells. Við sáum það í máli Páls Vilhjálmssonar þegar tekist var á um tjáningarfrelsið. Í Danmörku er það mál Lotte Ingerslev sem sótt er til saka fyrir að kalla karlmann hann.

Réttarríki byggir á því að lög hvíli á sannleik og raunveruleikanum, og óháð því hvað fólk finnst um kynvitund, verðum við öll að vera sammála um að ekki eigi að neyða neinn til að ljúga fyrir ríkið. Því að ef sannleikurinn er refsiverður, hvað í fjandanum er frelsi þá?

Auðvitað á ekki að refsa Lotte Ingerslev fyrir að segja það sem skynjun hennar, reynsla og skynsemi segir henni. Refsingin ætti að falla á þá sem vilja neyða hana og okkur til að ljúga um staðreyndir.

Lögmenn í Bretlandi mega segja sannleikann

Nýlega féll dómur í Bretlandi þar sem lögmönnum er heimilt að tala um kvengervla sem hann. Það er ánægjulegt að sannleikurinn hafi sigur, sérstaklega þegar um ofbeldi gagnvart konum er að ræða og nauðgun. Hingað til hefur verið bannað að nota rétt kyn um kvengervla í réttarsal í Bretlandi og víða um heim er það enn bannað.

Við þurfum ekki að líta lengra en til Noregs þar sem tveir karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, nauðguðu 14 ára gamalli stúlku og kröfðust að vera kallaðir ,,hún“ eða ,,þær“ af lögmönnum og í fjölmiðlum. Nauðganirnar verða skráðar sem afbrot kvenna.

 


Vitnað í Hæstaréttardóma á Íslandi í réttarsal í Danmörku, nánar tiltekið í Lyngby

Það var í hæsta máta undarlegt að hlusta á verjanda Nadiu Jacobsen, sem kærði Lotte Ingerslev, vitna í hæstaréttardóma sem féllu 2017 á Íslandi. Nadia kræði Lotte fyrir rangkynjun og að hafa dregið fortíð hans, sem hann sjálfur hafði birt í alls konar myndformi, fram í dagsljósið.

Um var að ræða dóma á Íslandi yfir mönnum sem fordæmdu samkynhneigða menn í tengslum við klámfengið námsefni í grunnskólanum sem var til umræðu á þessum tíma. Þeir voru fundnir sekir um hatursorðræðu. Það kom ekki á óvart miðað við það sem þeir sögðu um samkynhneigða karlmenn.

Bloggari ásamt formanni Samtaka 22 var í dómsal. Við ræddum málið í pásunni og síðan spjallaði formaðurinn við verjanda Lotte Ingerslev um hvað dómurinn í raun fjallaði, því verjandi Nadiu fór ekki alveg rétt með. Dómar Hæstaréttar á Íslandi eiga ekkert sameiginlegt við málið sem fjallað var um í réttinum í Lyngby eins og lögmaðurinn vildi láta í veðri vaka.

Ekki var minnst einu orði á sigur Páls Vilhjálmssonar og tjáningarfrelsið, en málið hans líkist málinu sem fjallað var um í réttarsalnum í Lyngby. Lotte er bloggari eins og Páll og tekur þátt í samfélagsumræðunni um trans-hugmyndafræðina.

Verjandi Lotte gat komið því að sem formaður Samtaka 22 benti honum á um íslensku dómana. Eftir situr spurningin, hvar náði verjandi Nadiu í dómana, því það er klárt mál, hann,,gúgglað“ þá ekki og enn síður að hann hafi þýtt þá yfir á ensku. Hef enga trúa á því.

Velta má upp spurningunni hvort og þá hver hefur bent honum á dómana, jafnvel þýtt fyrir hann valdar greinar, en það er klárt mál viðkomandi er íslenskumælandi.

Aumingja verjandi Nadiu áttaði sig ekki á Íslendingunum í dómssalnum sem létu vita af rangfærslunum.

Nú mega menn gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn um hver einstaklingurinn er.

dómur

 


Þagga á niður í konum

Konur hafa barist fyrir réttindum sínum á einn eða annan hátt í rúma öld. ÞÆR ERU ENN AÐ, nú frá óvæntum vinkli!

Nú berjast þær fyrir tilverurétti sínum.

Þær berjast fyrir einkynja rýmum.

Þær berjast fyrir að fá að elska eigið kyn án aðkonu karlmanna sem segjast vera konur og lesbíur.

Íþróttir kvenna eru í hættu, barist er fyrir þeim.

Orðið kona og önnur orð sem tengjast kvenmennsku eru í hættu, barist fyrir þeim.

Málfrelsið er í mikilli hættu eins og dómsmál sýna sem hafa verið í gangi og eru. Þau eru í Bretlandi. USA, Ástralíu, Noregi, Íslandi, Danmörku, Brasilíu og víðar. Trans-aðgerðasinnar eða kyngervlar, alltaf karlmaður sem segist kona, stefnir konunum. 

Hvað hafa konurnar gert af sér, jú þær segja sannleikann. Það kalla trans-aðgerðasinnar og kvengervlar bakslag. Fjölmiðlar apa upp ósannindin.

Erindreki kvenna og barna hjá SÞ undrast að hún þurfi að berjast fyrir tilverurétti kvenna. Hvernig á að verja réttindi kvenna þegar menn þykjast ekki vita hvað kona er? 

Íslensk verkalýðsfélög hafa nú hoppað á trans-vagninn og þykjast ekki vita hvað kona er rétt eins og trans Samtökin 78. Hvernig ætlar BSRB og KÍ að verja kvennastéttir óvitandi um hvað kona sé!

471788820_1035844168572354_510200798096489225_n


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband