Stjórnarandstaða

Stjórnarandstaða er ekki slæm, það fer bara eftir hvernig haldið er á spöðunum í þeim efnum. Það má segja að hún sé jafnvægið við stjórnina, kemur með aðra sýn og skoðun á málið. Hún er hvorki betri né verri en hinir sem stjórna. Það væri slæmt að enginn hreyfði mótbárum við það sem stjórn gerir eða stjórnarmenn í hinum ýmsum fyrirtækum og félögum. Góð andstaða í mörgum af þeim fyrirtækjum sem nú hafa rúllað yfir hefði kannski bjargað miklu. Í stað þess hafa menn valtað yfir einn og annan.

Að framkvæmdastjóri SLFÍ upplifi mig í stjórnarandstöðu í stjórn félagsins er bara af hinu góða, það segir mér að ég gleypi ekki við öllu sem þar er lagt á borð og er gagnrýnin. Þó svo að menn séu í sama liði þá þýðir það ekki að allir séu sáttir við þær aðferðir og málefni sem ríkja hverju sinni.

Málefni sem hugsanlega setja mig í stjórnarandstöðu geta verið eftirfarandi:
 
1. Vildi ekki kaupa húsnæði á 17 miljónir eftir eitt símtal og engin gögn eða þarfagreiningu um nauðsyn kaupanna.
2. Er ekki hlynnt ráðningu skyldmenna.
3. Vil að farið sé eftir lögum félagsins.
4. Félagsgjald verði lækkað.
5. Starfsþróunarsjóður hækki styrk til félagsmanna.
6. Að Starfsþróunarsjóður sé ekki notaður í þágu starfsmanna, enda eiga þeir rétt úr sínum sjóði.
7. Að ég hafi boðið mig gegn sitjandi formanni eftir áskorun frá sjúkraliðum.
8. Að ég spyrji spurninga sem eru með öllu eðlilegar.

Þetta er svona það helsta sem ég mér dettur í hug í fyrstu atrennu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband