14.7.2009 | 10:22
Orð framkvæmdastjóra SLFÍ
Í 67. fundagerð félagsstjórnar er haft eftir framkvæmdastjóra félagins:
,,Gunnar Örn Gunnarsson(GÖG) framkvæmdastjóri SLFÍ gerði grein fyrir því að þetta tæpa ár sem hann hefði starfað fyrir félagið hefði á ýmsu gengið og áttök átt sér stað við þá sem eðlilegt er að takast á við. Á þeim framkvæmdastjórnar- og félagsstjórnarfundum sem hann hefur setið væru stjórnarkonur að vinna sem ein öflug heild að einni undanskilinni HDS, sem virkaði á sig sem stjórnarandstæðingur í stórum sem smáum málum.
Ég rifjaði upp samskipti mín við framkvæmdastjórann það tæpa ár sem hann hefur starfað fyrir félagið, eins og það er orðað. Það varpar kannski ljósi á þá tilfinningu hans að ég sé í stjórnarandstöðu. Samskiptin eru:
Sat kynningu á Akureyri á nýgerðum kjarasamningi milli LN og SLFÍ í gegnum fjarfundabúnað til Akureyrar, hann var annar aðili af tveimur sem sá um kynninguna.
Sendi tölvupósta til framkvæmdastjórans vegna reykingabanns á Hlíð og tvo tölvupósta vegna fatagreiðslumáls á Hlíð. Beiðni um gögn fékk hann frá mér, sem ég bað hann um að setja til hliðar, vegna anna á skrifstofu að hans sögn.
Símtöl við framkvæmdastjórann er hægt telja á fingrum annarrar handar og ekkert þeirra um átakamál.
Tók þátt í tveim símafundum félagsstjórnar þar sem framkvæmdastjóri félagsins er ritari, á fundinum í febrúar tjáði ég mig um fulltrúa á fulltrúaþingið, á þeim fyrri um félagsstjórnarfund á landsbyggðinni. Annað var það ekki eins og sjá má í fundargerðum.
Sat fund sem trúnaðarmaður á Hlíð. Hér hitti ég stjórann í fyrsta skiptið augliti til auglits. Á fundinum voru tveir af þrem trúnaðarmönnum ekki á sama máli og framkvæmdastjórinn, ég annar þeirra. Keyrði hann á flugvöllinn eftir þann fund. Í kjölfar fundarins kvörtuðu allir trúnaðarmennirnir undan framkomu stjórans gagnvart einum trúnaðarmanninum, það var 21. apríl, málið kemur fyrir í sömu fundargerð.
Sat félagsstjórnarfund á skrifstofu félagsins 11. maí þar sem hann lét ofangreind orð falla.
Þetta eru samskipti formanns deildarinnar við framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélagsins. Af þeim dregur hann þá ályktun að ég virki á sig stjórnarandstæðingur. Hvaða forsendur og á hverju hann byggir rök sín er mér hulin ráðgáta.
Framkvæmdastjórn eða einstaka aðili innan hennar hefur fengið fyrirspurn(ir) frá formanni DSNE um málefni er varða sjúkraliða eða félagið og þykja í engu óeðlilegar af þeim sem ég hef spurt. Framkvæmdastjóri situr fundi sem ritari og er þar af leiðandi áheyrandi.
Það kann að vera, að mál sem ég hef aflað upplýsinga um eða fjalla um falli ekki í góðan jarðveg, um það þori ég ekki staðhæfa. Ég er með getgátur um og ég segi getgátur,því aðrir verða að staðfesta það, að mér er ekki vel borin sagan af þeim sem stjórinn hlustar á, það getur haft áhrif þegar fólk dregur ályktanir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.