Vitnað í breytta skýrslu

Í 67. fundargerð félagsstjórnar Sjúkraliðafélagsins lætur formaður (KÁG) Sjúkraliðafélagsins hafa eftir sér; ,,KÁG lagði áherslu á að samskipti við Norðurlandsdeild eystri hefðu í mörg ár verið stirð og til marks um það væri fróðlegt að lesa skýrslu deildarinnar þar sem farið væri yfir málefni tengd heimsókn forustu félagsins norður.  Fram kemur í skýrslunni að lítið hefði verið á heimsókn forkólfanna að græða og heimsóknin skilið lítið eftir sig(feitletrun í textanum er mín).

Athyglisverð orðræða. Í ársskýrslu formannsins er útdráttur úr skýrslunni sem hann vitnar í, en henni var dreift á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins, degi eftir að ummælin féllu. Á þinginu gerði undirrituð athugasemd við breytingar á inntaki eigin texta og óskaði eftir að rétt væri farið með. Hér að neðan má sjá breytingar sem gerðar voru á skýrslu formanns Norðurlandsdeildar (DSNE). Tel nauðsynlegt að koma þessu á framfæri í kjölfar orða formanns félagsins, þar sem vitnað er til þess sem fram kemur í skýrslunni.  

 Í skýrslu formanns SLFÍ segir ,,Fram kom í skýrslunni að varaformanni deildarinnar finnist sjúkraliðum hafa verið illa sinnt af hálfu félagsins og að mjög sé kvartað undan háum námskeiðsgjöldum, einnig séu námskeiðin sem skipulögð séu af Framvegis mjög léleg“. Svo mörg voru þau orð.

Þegar skýrsla formanns DSNE er lesin stendur um sama atriði, í sitt hvorri málsgreininni: ,,Sjúkraliðum finnast námskeið dýr sem haldin eru á vegum símenntunarstöðva og kvarta undan að fjárframlög úr starfsmenntunarsjóði sé ekki í takt við verðhækkanir á námskeiðum. Auk þess hafa sjúkraliðar haft á orði að námskeið í gegnum fjarfundabúnað sé ekki góð leið til að læra, gæði námskeiðanna eru misjöfn svo og tæknin“ og svo heldur áfram ,,Að öðrum ólöstuðum má nefna að varaformaður deildarinnar er ötull talsmaður námskeiða og er eins og dropinn sem holar steininn. Honum eins og fleirum finnst okkur hafa verið illa sinnt af hálfu félagsins í símenntun“.

Önnur breyting á orðalagi og merkingu er; ,,Sagt er frá því að FORKÓLFAR félagsins hafi fundað í deildinni og sumt hafi komist til skila og annað ekki. Sagt að fundurinn hafi farið fyrir ofan garð og neðan og að engin málefnaleg umræða hafi farið þar fram“ .

Í skýrslu DSNE segir orðrétt: ,,Forkólfar SLFÍ mættu til leiks á Akureyri á nýju ári 2008. Markmið fundarins var að fræða sjúkraliða um starf félagsins, í hvað stéttarfélagsgjaldið er notað, kjaramál, menntamál og vera til svara um það sem lægi félagsmönnum á hjarta. Sumt af þessu komst vel til skila, annað ekki og voru það tæknilegir örðugleikar sem hömluðu því ásamt fleiru. Sjúkraliðar mættu vel á fundinn sem haldinn var á KEA. Minnst var á hugsanlegt geðnám sem hýsa ætti á háskólastigi. Ekki er hægt að segja að nein málefnaleg umræða hafi farið fram um námið“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband