Ekki benda á mig...

Í fyrri færslu á bloggsíðu: http://formannslif.blogcentral.is/ var sagt frá bókun í fundargerð félagsstjórnar SLFÍ, þar sem starfsmaður félagsins ásakar formanna DSNE að vera með dylgjur í sinn garð og gera að því skóna að það sé af hennar völdum að reikningar félagsins væru ekki tilbúnir á tilsettum tíma. Bloggfærslur eiga sér stað í upphafi maí-mánaðar og hvergi minnst á starfsmann í þeim eða aðra sem koma að reikningum. Verið er að ergja sig á að þeir skulu ekki vera komnir þar sem formaður DSNE þurfti að nota þá til að undirbúa sig fyrir þingið. Einhverjir telja sig geta lesið á milli línanna og segja ásökun til staðar.

 Í fundargerð framkvæmdastjórnar frá 20.apríl segir:

Reikningar félagsins.

,,Vandamál hefur komið upp vegna veikinda Margrétar Tómasdóttur bókara SLFÍ. Vegna veikinda hennar tókst ekki að koma reikningum félagsins til löggilts endurskoðanda í tæka tíð, en samkvæmt lögum félagsins skulu reikningar sendir þingfulltrúum fjórum vikum fyrir þingdag. Fenginn var fagmaður frá DK til að sinna þessu verkefni og einnig til að laga vandamál í DK kerfinu sem þegar hafði verið samiðum við DK af hálfu BSRB. Mjög mikil áhersla var lögð á það aðreikningarnir yrðu tilbúnir til endurskoðandans fyrir páska en því miðurgekk það ekki eftir eins og lofað var og hefur KÁG gert alvarlegaathugasemd við það hjá DK fyrirtækinu. Niðurstaðan er að reikningarSLFÍ mundu ekki berast til fulltrúa fjórum vikum fyrir dagsetningu fulltrúaþingsins eins og kveðið er á um í lögum SLFÍ"...http://www.slfi.is/Files/Skra_0035759.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband