Ekki trúað !!

Eins og fram hefur komið hér á síðunni, hittust nokkrir sjúkraliðar til að vinna að tillögu um lækkun félagsgjalds 11. maí 2009. Formaður SLFÍ sendi tölvupóst til félagsstjórnarmanna, um áhyggjur þriggja sjúkraliða sem voru velkomnir í hópinn, en völdu að halda sér til hlés. Formaður Sjúkraliðafélagsins spyr í tölvupóstinum hvort félagið eigi að standa straum af kostnaði fyrir fundarmenn sem klára ekki fundi sína og spyr einnig hvort formaður DSNE eigi eitthvað vantalað við sjúkraliða sem búa á öðru landsvæði en hann sjálfur. Ekki var leitað upplýsinga um málefnið, heldur getgátum einhverra sjúkraliða haldið uppi, eins og saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Sést hér í hnotskurn, undir önnur mál, í fundargerð framkvæmdastjórnar http://slfi.is/Files/Skra_0035761.pdf .

Framkvæmdastjórn tekur skýringar formanns DSNE ekki gildar samkvæmt þessu, er upptekin af hver hafi átt hugmyndina af því að hittast. Um það get ég ekki sagt (þó annað sé fullyrt í fundargerð), þar sem málið var rætt á milli sjúkraliða og hugmyndin fæddist. Ekki er loku fyrir það skotið að formaður DSNE hafi átt hugmyndina, fyrrverandi gjaldkeri félagsins eða annar sjúkraliði. Í mínum huga er sama hvaðan gott kemur og get því sársaukalaust tekið frumkvæðið á mig, létti það lund einhverra.

Það er athyglisvert að sjá bókun framkvæmdastjórnar, að fundarmenn viti ekki hvað rætt var þegar sjúkraliðarnir hittust. Allir stjórnarmenn fengu tölvupóst 15. maí, þar sem málið var upplýst, tíu dögum áður en umræddur framkvæmdastjórnarfundur er haldinn. Innihald póstsins birtist hér á síðunni, 17. maí. Til að hnykkja á þessu:

,,Gróa á Leiti er á ferð, vegna þess að nokkrir sjúkraliðar ákváðu að hittast til að skoða möguleika á lækkun félagsgjalds og þeir máttu vera víðsvegar af landinu. Ekki var um fund að ræða og enn síður boðaðan fund, enda gerist slíkt með fundarboði eða auglýsingu. Ég þurfti að fara örlítið fyrr af félagsstjórnarfundi, rétt áður en honum lauk, þar sem ég hafði mælt mér mót við nokkra sjúkraliða vegna tillögunnar um lækkun félagsgjalds SLFÍ”....

Tek undir með framkvæmdastjórn, að menn vinni með virðingu fyrir öðrum (hvaða nafni sem hann nefnist), félagsmönnum og félaginu til heilla, eins og til stóð að gera 11. maí s.l. Að stjórnarmenn máli skrattann á vegginn með því að taka ekki skýringarnar gildar kemur spánskt fyrir sjónir, um leið og bókun um virðingu kemur fram. Vinna að lækkun félagsgjalds getur aldrei talist annað er góð vinna fyrir félagsmenn sem kjósa lækkun á því, sú vinna á að vera í höndum ef ekki stjórnar, þá þeirra sem leggja fram tillöguna. Það ber öllum að virða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband