Niðurskurður

Heilbrigðisráðherra er gert að skera niður um fimm miljarða, ekki lítið. Það svarar næstum til allra launa sjúkraliða sem greiða til Sjúkraliðafélagsins. Hugsið ykkur ef öllum sjúkraliðum yrði sagt upp störfum. Það er ekki kátt í höll ráðherra um þessar mundir frekar en öðrum. Það verður fróðlegt að sjá hvar niðurskurðarhnífnum verður beitt.

Er heilbrigðisráðherra í stjórnarandstöðu úr því hann er ekki sammála flokk sínum með Icesave samninginn ? Hann vill skoða málið ofan í kjölinn, góð vinnuregla þó hann einn manna geri það. Skrifara síðunnar er brigslað um að vera í stjórnarandstöðu innan stjórnar SLFÍ, vegna svipaðrar afstöðu og ráðherra, í stórum sem smáum málum segir í fundargerð, kemur um það síðar. Er hlynnt því að ráðherra vinni svona en láti ekki teyma sig í já-kór Steingríms í þessu máli. Að mörgu er að hyggja, hvort sem mál er lítið eða stórt. Tilfinningin er að H-ráðherra samþykki samninginn eða sitji hjá, nema að hann verði fjarverandi eins og þeir margir gera, þegar þeir vilja ekki styðja mál eða eru í vafa.

Ríkisstarfsmönnum verður fækkað og ekki ljóst á þessari stundu hvar þeir starfa. Sveitarfélögin vinna að því hörðum höndum að koma sínum fjármálum á kjölinn. Þeir sem borga og munu borga eru þegnar landsins, þaðan koma peningarnir í formi skatta af öllu mögulegu auk beinna skatta. Launalækkun en líka í pípunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband