4.6.2009 | 18:22
Tek undir með Elsu
Leyfi mér að taka undir orð Elsu. Þetta er vanvirðing við stétt hjúkrunarfræðinga og á ekki rétt á sér. Hef aldrei séð starfsmann sem starfar við ,,aðhlynningu" bíla klæddan eins og auglýsingin gefur til kynna. Tímabært er að bílaumboð og fyrirtæki auglýsi í takt við raunveruleikann, karlastétt í samfesting, með borvél.
Það yrði upplit á skjólstæðingum heilbrigðisstétta ef hjúkrunarfræðingur mætti með bor í hönd til að hlynna að og hjúkra viðkomandi.
Helga Dögg, sjúkraliði og M.Ed í menntunarfræði.
Ósátt við auglýsingabækling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er langt síðan að þessi stétt var klámvædd...sem betur fer meira að segja, fátt skemtilegra en að leika sér með konu sem er léttúðlega klædd hjúkkubúning :)
svo minni ég á að í síðustu viku bjargaði hjúkrunarfræðingur eða læknir lífi ungs dreng með því að bora gat á hausin á honum með rafmagnsborvél útaf æðagúlp á heila.
skil ekki þessa viðkvæmni.
Sigurður h (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 18:40
Alveg hjartanlega sammála! Hjúkkurnar eiga að sitja frammí farþegamegin, vera af réttri stærð og með rétt mál:-Þ
Björn Finnbogason, 4.6.2009 kl. 18:47
Hvernig gerir maður við bíl með borvél?
fingurbjorg, 4.6.2009 kl. 19:08
Hvað ef konan á myndinni hefði verið í Búrku, hvaða kerlinga-REMBUR hefðu gólað þá ???
Björn Jónsson, 4.6.2009 kl. 19:27
Fingurbjörg- borvélar eru mikið notaðar við rif og samsetningu ýmisa hluta og já líka í bílum. Hugsa fyrst, tala svo.
gunni (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:16
Mér finnst það nú svolítið langsótt að kalla þetta klám. En ein spurning á blogghöfund. Hvers vegna eru (sumar) konur hræddar við að vera kynæsandi?
Joseph (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:44
Borvélar eru nú líka notaðar við lækningar á fólki...
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:44
Og svo er sagt að daman sé léttklædd ? Ég held nú að flestir starfandi hjúkrunarfræðingar séu minna klæddar en þessi á myndinni. Margt á rétt á sér en í þessu tilviki þykir mér vera farið yfir strikið í að vera heilagur. Brátt má ekki segja brandara sem gera grín að einhverri starfsstétt því það er jú ekki raunverulegt. Og fyrr en varir verður þetta eins og í Bandaríkjunum og hjúkrunarfræðingar fara í mál við Poulsen og krefjast skaðabóta vegna "niðurlægingar".
Hættið nú að vera allt of heilagar og sjá drauga í hverju horni. Það er ekkert að þessari auglýsingu.
Snowman, 4.6.2009 kl. 22:55
Ætli það sé ekki möguleiki á því að komast á námskeið hjá þessu fólki sem sér klám út úr öllu, gæti sparað manni kaup á Playboy
Já já (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:47
Er þetta ekki örugglega grín hjá þér Helga?
Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:20
Og ef fólk heldur að þetta sé borvél sem hún heldurá, þá er það misskilningur, þetta er kíttisbyssa og svo er hægt að sjá klám í öllu, fer bara eftir því hvernig maður hugsar
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 08:25
Helga er grínari viku 23 svo er þetta ekki borvél eða kíttibyssa heldur sérstök byssa fyrir sleipiefni til að renna rúðinni í held ég slíðrið sem heldur henni - þá vitið þið það
Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 09:53
hahaha ég ætla að fara núna í Adam og Evu og kaupa hjúkkubúning. Ég held að hjúkkur ættu frekar að taka þessu sem hrósi. Átti kannski frekar að setja Lalla Djóns í hjúkkubúning? Hvað ætli Elsa hefði sagt þá? Er aldrei hægt að gera þessum hjúkkum til geðs?
sterlends, 5.6.2009 kl. 10:32
"Ég held nú að flestir starfandi hjúkrunarfræðingar séu minna klæddar en þessi á myndinni." Bíddu fyrigefðu Snowman hvað á þett að þýða?
Sterlends og fleiri hvernig væri að sýna smá virðingu eruð þið smábörn. HjúkrunarFRÆÐINGAR ekki hjúkkur..
Og ég verð að segja að þessi auglýsinga er aðalega bara svo mikið hallærisleg.. Sá hana hérna heima fyrir nokkrum dögum og það var það fyrsta sem ég hugsaði.. Hvað kemur þetta fjárans rúðuskiptingum við.. Fannst hún ekkert klámfenginn bara hreint og beint asnalegt.. Og óviðeigandi.. Finnst þetta aðalega óvirðing fyrir hjúkrunarfræðinga að einhver pæja í hallærislegum búning sem vísar til stéttar þeirra sé notuð í einhverja bílaviðgerða auglýsingu!!
Sunna (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:05
Mér findist nú bara töff að sjá hjúkku gera við bílinn sinn, hvað þá ef hún væri í vinnufötunum sínum meðan hún gerði það. Þær yrðu nú ekki í vandræðum með að "lækna" eitt stk. bíl ef þær vildu.
Ég get verið sammála því að það eigi kannski ekki við hafa hjúkku í auglýsingunni en ég get ekki séð neitt klámfengið við það. Líklega segir það manni meira um Elsu B. en margt annað ef hún sér eitthvað klámfengið við konu í hjúkkuvinnufötum?
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:50
Heil stétt klámgerð:
http://www.baggalutur.is/index.php?id=4586
Gulli (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.