25.5.2009 | 09:40
Á ekki að koma fyrir
Ég er undrandi á að Gunnar skuli yfirhöfuð hafa samþykkt að LÍN og Kópavogsbær skuli eingöngu eiga viðskipti við fyrirtæki dóttur hans. Óeðlilegt að fleiri fyrirtæki skulu ekki hafa notið viðskipta við þessa aðila. Gunnar hlýtur að gera sér grein fyrir að ,,einokun" á viðskiptunum yrði gagnrýnd.
Stjórnmálamenn eiga að forðast viðskipti við ættingja sína og kalla svona rannsókn yfir, sem er óþægileg fyrir þá sem að málinu koma og kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur. Hvenær koma Íslendingar sér á hærra plan og hætta vina- og vandamanna ráðningum og eiga í viðskiptum við þá í gegnum opinber störf.
![]() |
LÍN leitar til Ríkisendurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.