25.3.2009 | 17:56
Víkja þeir ekki Gylfi ?
Það er hverju orði sannara að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki staðið vörð um hagsmuni félagsmanna sína og samþykkt há laun til handa forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna. Þeir eiga að sæta ábyrgð og víkja fyrir sér skynsamari mönnum. Auk þess hafa þeir fengið vel greitt í eigin vasa...og er nú ekki komið nóg, spyr sá sem ekki veit.
Það er rangt að halda því fram að siðferðilegur og fjárhagslegur trúverðugleiki lífeyrissjóðanna hafi beðið álitshnekki, það eru mennirnir sem stjórna þessu sjóðum sem fólkið hefur misst trú á. Hvernig ætla verkalýðsforystan að bregðast við, láta sömu rassa sitja í sömu stólum, eða þurfa þeir þrýsting til að láta bola sér út svipað og Gunnar Páll þurfti á að halda.
Álitshnekkir lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.