Hneyskli ef af verður

Það á sér stað hneyskli á Alþingi Íslendinga ef þetta frumvarp fer í gegn.
mbl.is „Fordæmalaust brot á réttindum foreldra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EG by her i denmorku og thetta er algjort bull. 

Er sjalf I thessum malum, fadirinn getur ekkert fengid neinar upplysingar ef hann er ekki med sameiginlegt forrædi med modur.   

Thad virdist vera ad koma thessum logum i gegn med lygum og bulli, til ad hafa ahrif a gang mala.  Typisk adferd hja felagi einstædra fedra.  Ættud ad profa ad fara a fundi thar og sja alla mennina sem eru bunir ad ganga i skrokk a konu sinni og bornum pina og svivirda arum saman og svo skilja their ekkert i orettlæti heimsins.  

Svei thessu bara.  

Hanna (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:30

2 identicon

Sæl Hanna.

Mér þykja það slæleg rök sem þú notar til að réttlæta það að svipta eigi marga foreldra þá rétti sínum að fylgjast með barni sínu þó svo það búi ekki með hinu foreldrinu. Það er sem betur fer ekki hægt að setja alla undir sama hatt og veldu frekar að tala um alla þá feður eða foreldra sem hafa hagsmuni barns síns i huga og velferð þess.

Því miður er það þekkt að kona notar oft á tíðum barn sem vopn í baráttu sinni í skilnaði við föður þess og þess konar aðferðum þarf að útrýma. Hagsmunir barns og réttur þess á að vera í fyrsta sæti þegar til skilnaðar kemur. Það gleymist oft á tíðum þegar tveir fullorðnir deila. því miður, tilfinningarnar ber fólk ofurliði og barnið gleymist og hvað því er fyrir bestu.

Hitt er til að finna að faðir hefur ekki áhuga eða vilja til að umgangast barn sitt og geta legið margar og ólíkar ástæður þar að baki sem ekki verða tíundaðar hér.

Helga Dögg (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:51

3 identicon

Jæja kannski ekki allir, enn heimilisofbeldi er ansi mikid algengt og talid algengara enn upplyst er, og tha skulum vid ekki gleyma tvi ad heimlisofbeldi er oft lika andlegt.

I lang flestum tilfellum fær fadir umsjá á móti móður, ekki satt ?  Undantekningarlítið.  Ef ekki hvað er þá að ?  

Það er yfirleitt einfalt mál hjá fólki að kenna kerfinu um.

þegar koma upp mál sem snerta börn og slíkt er farið djúpt í málið, og ýmsir hlutir koma upp, sem jú aldrei sjást almenningi.  Það er hins vegar oft henntug aðferð hjá fólki, að þjóta af stað og hóta kerfinu með því að blása upp mál sem ekki eru dæmd (þeim) einstaklingnum í hag.

Gleymum ekki að ríkisstarfsfólk er með þagnareið.

Hvað mörg mál eru  blásin upp og er ekki fótur fyrir, alveg eins og með barnið sem að konan laug með að faðirinn hefði misnotað ?

Fólk lýgur nefnilega í báðar áttir, ekki satt ? 

Það eru ekki bara einstæðu mæðurnar með börnin sín sem ljúga, heldur er líka sá handleggur að þeir menn sem ekki eru í umgengni við börnin sín,  hafa líka oft eitthvað í pokahorninu þó að þeir séu oft rosalega duglegir að væla í fjölmiðlum jafnt á við konurnar um hvað illa sé farið með þá  og á þeim brotið. 

Kannski var ég dómhörð á þetta félag einstæðra feðra, en ég veit bara persónulega mörg mál, þar sem að ljótir hlutir eru í gangi í sambandi við heilmilsaðstæður, áfengis og fíkniefnaneysla og svo er farið í afvötnun og allt það ljóta á að lagast vegna breytinga þeirra á lífi sínu (sem oft varir í skamma hríð)

Þekki þessa aðferð af fyrrverandi maka mínum sem er duglegur að byrja og hætta í eiturlyfjum.

En þetta getur jú verið á báða bóga auðvitað.

Þetta er líka oft rætt á stuðningsfundum hér Helga, af hverju eru konur sektaðar þegar þær leyfa ekki feðrum að sjá börnin sín, en svo eru feður ekki sektaðir ef þeir taka ekki börnin sín ? 

Smá munur þarna á, en ef þeir taka ákvarðanir og komast upp með það að umgangast ekki börn sín, þó svo móðir og barn óski eftir því, er það í lagi og ekkert er gert - en ef móðir tekur nú þá ákvörðun að láta föður ekki taka þátt í uppeldi barnsins síns, er það eitthvað verri ákvörðun heldur en ákvörðun föðurins ?

Er ekki í báðum þessum tilfellum verið að svipta þá barnið því sama ?

Hvenær geta einstæðar mæður sem enga hjálp fá frá lélegum feðrum sérstaka uppbót ofaná meðlagið ?

Væri ekki ágætt og eðlilegt fyrst það er verið að laga til svona lög að hafa þetta einhvern vegin þannig að þið ágætu feður sem standið ykkur, þurfið ekki að líða fyrir þessa aula sem hafa engan áhuga og sinna ekki skyldum sínum, það geta allir menn notað smokkinn ekki satt ?

Hanna (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:26

4 identicon

Sæl Hanna.

Maður er gjarn að dæma út frá eigin reynslu sem er skiljanlegt. Vissulega er að finna slæma foreldra, bæði feður og mæður. Það má einnig finna mæður sem hamla föður að sjá barn sitt og svo faðir sem vill ekki hafa samband við barn sitt. Þetta eru snúin og flóklin mál og hef ég eins og flest allar fjölskyldur einhverja reynslu af hvoru tveggja. Heimilisofbeldi á aldrei rétt á sér hvort sem það er andlegt eða líkamlegt og sama hver beitir því, um það getur allt eðlilegt fólk orðið sammála.

 Reynsla okkar og skoðanir mega þó ekki verða til þess að eðlilegur réttur foreldris til að fylgjast með barni sínu sé hindraður í lögum eða reglugerðum. Það er nær að þau tilfelli sem þurfa sérstaka meðhöndlun taki á því sem heimilt sé og hvað ekki, en ekki að það gangi yfir alla, því í flestum tilfellum gengur skilnaður vel fyrir sig.

Helga Dögg (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband