4.3.2009 | 20:26
Misskildu VG vilja fólksins
Hreint er ég undrandi á félagsmönnum VG að raða sama fólkinu í fyrstu sæti listans. Það er augljóst að VG hefur misskilið vilja fólksins um breytingar. Einhverra hluta vegna halda VG að krafa um breytingar eigi ekki við um fólk í þeirra röðum sem er með ólíkindum. Það er einlæg von mín að VG nái engum inn í þessu kjördæmi þar sem fólki er gert að kjósa sömu þingmenn inn sem það vill losna við. Það hefði verið styrkur að fá inn nýtt fólk í það minnsta í annað sætið því ljóst er að Steingrímur telur sig einn þarfasta manninn á Alþingi. Sama sagan endurtekur sig í fleiri kjördæmum þar sem þingmenn VG raða sér í efstu sætin...er þetta það sem fólkið vill, spyr ég nú bara. VG er ekki eini flokkurinn sem þetta á við um, Samfylkingin ætlar með sama liðið inn á þing sem hefur setið alltof lengi, í það minnsta stór hluti þeirra.
Steingrímur J. efstur í NA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyri þennan tón víða. Mun trúverðugra hefði verið að hafa yngra fólk á listanum.
Salómon (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:00
Minni á að það Var Sjalfsæðisflokkurinn sem kom þorra þjóðarinnar á hausinn en ekki VG. þannig að það er osangjarnt að ætlast til að fólk víki sem ekkert hefur til saka unnið.
Ingólfur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:07
Til hvers að reka þá sem ekki eru sekir.
Þjóðin sárþarfnast Steingríms J. enda ærlegur og heiðarlegur maður fram í fingurgómana sem bæði þorir og stendur í hárinu á auðvaldsflokknum.
Styður þú e.t.v. auðvaldsflokkinn - dugar þér að hann skipti út hausum? Sé þannig komið fyrir mörgum óaðvitandi auðvaldssinnum þá fer líklega illa fyrir þjóðinni eftir kosningar.
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 21:09
Þetta fólk á alþingi íslendinga, svaf á vaktinni og skiptir ekki máli fyrir hvaða flokk þingmenn sátu. Eins og Steingrímur sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali.,, Ég hef verið að kalla eftir upplýsingum um íslensku útrásina. Ég hefði kannski mátt vera harðari í að ganga eftir svörum". Hann viðurkennir að hafa ekki verið nógu duglegur. Í mínum huga er ábyrgð stjórnarandstöðu síst minni. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:15
orð eins og "....ábyrgð stjórnarandstöðu ekki síst minni" segja í raun allt sem segja þarf um þann raunveruleika sem þau skrifar er staddur í.
En veruleikafirring kjósenda aðuvaldsflokksins er frægt fyriræri og ekki skrítið orðið að heyra svona fáránlegar staðhæfingar eins og þessa.
Verst er að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta!
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 21:31
Nei satt er það Sveinn Elías, það er enginn neyddur til að kjósa ákveðinn flokk. Hins vegar lít ég svo á, að verið sé að höfða til atkvæðis kjósandans með því að stilla frambjóðendum upp, í þeirri von að sem flestir kjósi flokkinn, hvaða nafni sem hann nefnist. Í VG eins og í öðrum flokkum gefa frambærilegir einstaklingar kost á sér í prófkjör með það fyrir augum að fá fleiri atkvæði í komandi kosningum en í þeim síðustu.
Hvað hausana varðar Þór, þá er það oft nóg, því eins og máltækið segir dansa limirnir eftir höfðinu. Leiðtogi sem elur upp jákór er stundum sá sem þarf að losa sig við, en ekki algilt. Það er í það minnsta góð byrjun hvort sem það tilheyrir vinstri vængnum eða þeim hægri.
Helga Dögg (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:31
Fín analísering Helga Dögg - nema hvað að leiðtogi auðvaldsflokksins er eingöngu handbendill eigenda hans úr Valhöll. Því miður er formaður sjálfstæðisflokksins líka limur sem dansar eftir höfðinu (Valhöll).
Þór Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 22:42
Þar er gott að sjá að mínar skoðanir hreifi við fólki en þær eru hvorki réttar eða rangar þær eru bara mínar. Satt best að segja trúi ég ekki að fólk á Húsavíkur svæðinu kjósi yfir sig VG þar sem að það er yfirlýst stefna þeirra að stoppa framkvæmdir á Bakka. Fyrir atvinnulaust fólk eins og mig sjálfan er það fyrra að kjósa flokk sem vill,,bara eitthvað annað en stóriðju" og getur svo aldrei komið með svör þegar á það er gengið um hvað þetta annað er. Og það er gaman að sjá Hvernig Kolbrún aktar þegar hún er kominn í ráðherra embætti á þeim bænum heyrist hvorki hósti eða stuna. Hún er kannski að undirbúa lögin um bleiku og bláu fötin á fæðingar deildum landsins.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.