Löngu tímabært

Á vissan hátt er verið að gera það sem fyrir löngu hefði átt að gera. Yfirstjórn er of fjölmenn á heilbrigðisstofnunum, ekki bara á Landspítalanum heldur um allt land. Það er með ólíkindum að á litlu heimili á landsbyggðinni skuli sem dæmi þurfa forstjóra, hjúkrunarframkvæmdastjóra, deildarstjóra og aðstoðardeildastjóra og heimilismenn eru kannski 30-45.

Það hefur myndast ákveðin hefð í ráðningu allra þessara stjóra og enginn hefur sig í að rjúfa en á tímum sem þessum er það bráðnauðsynlegt. Það getur bara einn skipstjóri stjórnað skútunni og það sama á við ríkisstofnanir sama hvaða nafni þær nefnast.


mbl.is Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála...ég sá viðtal við fyrirverandi heilbrigðisráðherra á sjónvarpsstöðinni Inn og þar kom fram að þetta stæði í lögum, að það þyrftu að vera 3 í yfrstjórn spítalanna sama hve stórir þeir væru. Ég spyr bara af hverju þessum lögum sé ekki breytt þannig að yfirstjórn sé skorin niður úr 3 eða fleirum í 1 á litlum spítölum úti á landi? Allavegana líst mér betur á það heldur en allar þessar sameiningar sem eru fyrirhugaðar. Sum staðar eru þær fínar og t.d. á vesturlandi hefur verið lýst ánægja með þær en annars staðar eru þær bara bull eins og Patreksfjörður og Ísafjörður og Selfoss og Vestmannaeyjar. Það verður að skoða hvert tilfelli fyrir sig og samgöngur.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband