27.1.2009 | 13:35
Báðu megin við borðið
Ef satt reynist að Ögmundur Jónasson verði heilbrigðisráðherra situr hann báðum megin við borðið fyrir einstaka stéttir sem eru innan BSRB,sama ef dómsmálaráðuneytið félli honum í skaut. Mér þykir harla ólíklegt að hann setji sitt fólk í þá stöðu. Það þýðir ekki annað en að bíða átekta, en afsögn Ögmundar sem formaður bandalagsins hlýtur að koma ef honum fellur í skaut ráðherraembætti. Ef ekki, þá er Ögmundur ekki trúverðugur. Staða þessa þingmanns VG er flókin um þessar mundir.
![]() |
Hittast kl. 14 í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fáðu þér flottan bol gegn Íhaldinu. Sjá nánar á síðunni hreinsamviska.blog.is
hreinsamviska, 27.1.2009 kl. 14:01
Sammála því að Ögmundur verður að hætta í BSRB, verði hann ráðherra. Það er nógu mikið álitamál hvort hann getur verið þingmaður og formaður launþegasamtaka. Lögreglumenn hafa þar að auki gagnrýnt honum fyrir að hvetja mótmælendur áfram í háskalegar aðgerðir, en lögreglumenn eru í BSRB.
Eins þarf hann að fara úr stjórn LSR - alla vega sem fulltrúi launþegasamtaka. Það verða óhjákvæmilega átök milli lífeyrissjóða og ríkisstjórn á næstu kreppuárum og mánuðum.
En við skulum vona að Ögmundur stoppar sem stýst í heilbrigðisráðuneytinu.
Christer Magnusson, 27.1.2009 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.