24.8.2008 | 09:35
Til hamingju Ísland
Við getum verið stolt af strákunum, þeir stóðu sig með eindæmum vel, þrátt fyrir tap gegn Frökkum. Hvað fór úrskeiðis skiptir engu, því silfrið er okkar. Ísland vakti heimsathygli fyrir það eitt að komast í úrslit og það segir það sem segja þarf. Þjóðin hefur stimplað sig í heiminum og það verður ekki tekið af þessum frábæru strákum. Segi við handboltaliðið; þið hafið verið landinu til sóma. Til hamingju strákar mínir, þið eruð hver öðrum betri.
![]() |
Ísland í 2. sæti á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.