13.6.2008 | 11:16
Líf og limir að veði
Bíladagar á Akureyri er spennandi kostur fyrir ungt fólk og safnast mikill fjöldi saman til að skemmta sér og öðrum. Ekki hefur sú skemmtun farið áfallalaust fram og má segja að fréttin um hraðakstur i Öxnadal sé kannski forsmekkurinn, þar sem líf og limir eru lagðir undir í því lottói.
Vissulega þarf ekki að mála skrattann á vegginn fyrirfram en reynsla hefur sýnt að það er óhætt. Menn og málleysingjar hafa verið mikið í fréttum í tengslum við bíladag. Vonandi leggjast allir á eitt til að hafa þessa ágætis bíladag, slysa og áfallalausa.
![]() |
Þungir bensínfætur í Öxnadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.