27.5.2008 | 16:02
Leiðinlegt atvik
Slæmt er að sjá laganna vörð missa stjórn á skapi sínu þegar ungur piltur neitar að hafa stolið í versluninni. Eitt af aðalsmerkjum lögreglunnar á að vera miðlun mála sem mistekst hraplega hér. Hvort sem ungi maðurinn hafi eitthvað inná sér eður ei, réttlætir ekkert svona framkomu eins og sést á myndskeiðinu. Yfirmenn lögreglunnar hafa væntanlega úrræði til að losa sig við slíkan starfskraft, því ekki er hægt að treysta slíkum starfsmanni, sem lætur skapið hlaupa með sig í gönur.
Spyrja má hvort líkamlegt ofbeldi sé réttlætanlegt þegar einstaklingur rífur kjaft, nei það á aldrei rétt á sér og eiga starfsmenn lögreglunnar að vera fyrirmynd hvað hegðun og athafnir varðar. Með lögum skal land byggja eru einkunnarorð þeirra.
![]() |
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður þá ljáir þetta myndband trúverðugleika við þær staðhæfingar að valdbeiting lögreglunnar sé að verða algengari og harðari og að þetta sé ekkert einsdæmi, bara í þetta skipti voru þeir gripnir á myndband.
Held að lögreglan þurfi að fara í alvarlega endurskoðun varðandi persónuleika og hegðunar þeirra sem í henni eru og umsækjenda.
Skaz, 27.5.2008 kl. 16:25
Gott að ég var ekki stödd í umtalaðri verslun...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.5.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.