Kynferðismálin

Enn eitt kynferðismálið hefur verið til umfjöllunar á síðum dagblaða og bloggsíðna. Það er mér óskiljanlegt hvernig einstaklingar geta fellt dóma hvort sem það er á hendur karlmannsins eða stúlknanna. Rannsókn mun leiða sannleikann í ljós og eftir það getur fólk myndað sér skoðun.

Það er tíðara í þessu samfélagi en menn gruna að karlmenn séu ranglega kærðir fyrir kynferðisbrot og nauðgun, það má ekki gleymast í umræðunni. Múgsefjun, þar sem leiðandi spurningar eru notaðar og getur ruglað einstaklinga í ríminu getur verið orsök af rangri ákæru. Ekki legg ég mat á það mál sem ber hæst í þjóðfélaginu um þessar mundir en bíð þar til sekt er sönnuð.

Dómar í sönnuðum kynferðisbrotamálum er svo önnur hlið á peningnum sem dómarar landsins einir geta breytt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband