Tveir deila

Það má ekki gleymast í þessari umræðu að það eru tveir aðilar sem deila og ekki einn sem á sök. Hjúkrunarfræðingar nota það vopn sem þeir hafa, uppsagnir ekki ósvipað og bílstjórar nota sín tæki, trukkana. Báðir aðilar eru að berjast fyrir breyttum kjörum, hjúkrunarfræðingar segja laun sín lækka við breytt vaktafyrirkomulag og velja að hætta, bílstjórar segja laun sín lækka með hækkun á bensíni, og nota trukka sína í mótmælaskyni. Þeim er ómögulegt að selja bílana sína og hverfa til annarra starfa og því er staða þeirra skiljanleg.

Ég er ósammála því að ábyrgð sé alfarið í höndum stjórnenda, það er einhliða ákvörðun segja hjúkrunarfræðingar, en engan samningsvilja er að heyra hjá þeim sjálfum. Þeir vilja ekki sjá breytingar og sitja við sinn keip. Já ljóst er að deilan er stál í stál og báðir aðilar bera þar ábyrgð.


mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að fólk lætur ekki drulla yfir sig á Íslandi flott ÞAÐ ER MIKIÐ UM ÞAÐ HERNA!

1 (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband