Of lítið gert af þessu

Tek undir orð landlæknis, of lítið er gert af því að ræða við einstaklinga um lífslok. Hver er þeirra vilji og hvað vilja þeir að gert verði til að halda lífi í sér. En læknar og hjúkrunarfólk þarf að koma inn í málið fyrr og taka umræðuna með einstaklingnum.

Í Danmörku fer af stað herferð um líffæragjafir þar sem komið hefur í ljós að fáir gefa líffæri úr sér. Heilasérfræðingur þar í landi segir að þegar heiladauði sér staðfestur er engin von um endurkomu og þá sé gott að skriflegt samþykki liggi fyrir um notkun líffæra úr einstaklingnum.

Læknaeiðurinn er komin til ára sinna og þegar hann varð til voru menn með tvær hendur tómar, ef ég má orða það svo, þegar halda átti lífi í fólki, nú er öldin önnur og þarf að skoða eiðinn með hliðsjón á tæknivæddari heimi.


mbl.is Treysta dómgreind lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband