13.2.2008 | 13:07
Auðveldara um að tala en í að komast
Kjaramál kennara taka á sig ýmsar myndir og nú síðast inni á hinu háa Alþingi. Þingmenn lofa mörgu í kosningabaráttu og nota hugtök sem einstaklinga greinir á um hvað þýði. Umtalsverð hækkun til handa umönnunarstéttum og kennurum...hvað þýðir það nákvæmlega og hvað er umtalsvert á lág laun ? Spyr sá sem ekki veit. Hljóðaði ekki orð Samfylkingarinnar á þann hátt um launakjör kennara og umönnunargeirans, mig minnir það. Það er tímabært að orð verði athöfn og þeir sem talað hafa fyrir bættum kjörum til fyrrnefndra stétta standi við orð sín, þar er Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn í lykilaðstöðu.
Sérfræðiþekking ekki í mínútum og sekúndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.