26.11.2007 | 17:23
Kim Larsen
Ég var ein af mörgum sem sótti tónleika með Kim Larsen. Hann er nú kominn til ára sinna blessaður karlinn en hefur ekki misst sjarmann sem hann hefur. Kim sló á létta strengi á milli laga og gerði hann reykingabanninu i henni Reykjavík skil. Hann sagði að margt væri leyfilegt hér á landi og þar með að losa koltvísýring út í loftið, en að það mætti kveikja sér í sígarettu, nei það væri bannað. Áhorfendur tóku undir með góðum hlátri. Mörg góð lög voru flutt á tónleikunum en ég saknaði nokkurra laga sem Kim hefði mátt syngja. En þegar tíminn er naumur og úrval laga mikið þá er víst ekki hægt að gera öllum til geðs. Í heild sinni voru þetta góðir tónleikar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.