Öldrunarheimili Akureyrar

Nú á dögunum barst Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri góð gjöf. Málverk sem hangið hafa upp um árabil og glatt marga voru gefin heimilinu. Ég get með sanni sagt að hér eru skemmtileg verk um að ræða sem gleðja augað. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt vinarþel er sýnt. Það er vonandi að málverkin eigi eftir að gleðja gesti og gangandi um ókomin ár.

Það má líka geta þess að gamlar ljósmyndir hafa verið rammaðar inn og hengdar upp í nýbygginu Hlíðar en það voru verkalýðsfélögin á svæðinu sem gáfu þessa gjöf. Gaman að skoða þessar myndir og sú kynslóð sem nú býr á Hlíð voru börn,unglingar eða ungmenni þegar þessar myndir voru teknar. Já það  er gaman af þessu og hvar varðveitast þessar myndir betur en þar sem þær eru nú, hvergi vil ég halda fram.

Kveðja á föstudegi...Helga Dögg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband