25.9.2025 | 10:11
Fórnarlambsöfund- nýyrði transhugmyndafræðinnar
Ekki er ýkja langt síðan að Arna Magnea Danks sagði við samkynhneigðan mann að hann væri haldin ,,fórnarlambsöfund. Það er í hnotskurn það sem trans hreyfingar gera, mála transið út sem fórnarlömb og landinn á að hoppa á samúðarvagninn og þegja.
Aðrir öfundast sennilega út í fórnarlömbin, m.a. með því að segja sannleikann, það fæðist enginn í röngum líkama, kynin eru tvö. Kynjafræðin klifar á þessum ósannindum í öllu skólakerfinu.
Nýstofnuð heimssamtök LGB segja réttindi samkynhneigðra í hættu. Af þeirri ástæðu eru samtökin stofnuð. Vernda ber áunnin réttindi og einblína á þau sem á vantar. Það þarf líka að horfa til réttindi sem hafa horfið vegna tilkomu transhugmyndafræðinnar af stúlkum og konum.
Bev Jackson, meðstofnandi LGB Alliance, segir: ,,Samkynhneigðir karlmenn, lesbíur og tvíkynhneigðir eru þreyttir á að sjá hreyfingu okkar, tungumál og réttindi hverfa. Samtök eins og ILGA, sem eitt sinn barðist fyrir hinsegin fólki, selja nú fórnarlömb.
Deilan kemur í kjölfar þess að Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði í apríl 2025 að lagaleg skilgreining konu byggist á líffræðilegu kyni, ekki kynvitund. Úrskurðurinn hefur víðtæk áhrif á einkynja rými og þjónustu.
Nútíminn sagði frá tímamótunum LGB.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning