Lyginn ráðherra

Heilbrigðisráðherrann hefur opinberað að hann er trans aðgerðasinni sem fer ekki með rétt mál í grein á Vísi. Hún reynir að segja þjóðinni að börn sem glíma við ónot í eigin skinni hafi verið andlega stöðug áður en þeim var vísað til meðferðar.

Það er vitað og sannað með rannsóknum að andlega óstöðug börn glíma frekar við ónot í eigin skinni en hin. Þar er einhverfa líklegust og hún þróast ekki eftir að tilraunameðferð hefst sem kallast ,,kynskipti.“

Áföll alls konar, kynferðislegt ofbeldi, kvíði, þunglyndi og aðrir andlegir sjúkdómar spila stórt hlutverk í líðan barnanna áður en læknisfræðileg ítök hefjast, oftast ómeðhöndlaðir. Ekki undir eða eftir meðferð.

Rannsóknir segja annað en ráðherrann

Það er heilbrigðisráðherra til minnkunar að tala eins og transaðgerðasinni. Auðvitað eigum við að segja sannleikann, kynin eru tvö og því verður ekki breytt. Í framhaldi má spyrja, af hverju ,,skipta“ karlmenn í kvenkynið, og konur í karlkynið? Hvað með öll hin kynin?

Cass skýrslan hrekur það sem Alma Möller segir. Það er vönduð skýrsla barnalæknis og teymi annarra lækna sem margar þjóðir nota sem leiðarvísir þegar börn eru annars vegar. Hví ekki hér?

Norskir læknar skrifuðu grein á dögunum og lýstu verulegum áhyggjum af þessu tilraunameðferðum á börnum sem ráðherrann talar um. Talaði Alma Möller um hætturnar og skemmdirnar?

Læknarnir segja; ,,Læknisfræðileg „kynstaðfestandi“ meðferð á börnum og ungmennum með kynjamisræmi felur í sér mikla óvissu og alvarlega áhættu. Núgildandi leiðbeiningar veita ekki nægilega vernd gegn mögulega skaðlegum aðgerðum eða þann stuðning sem þarf til svo hægt sé að veita varfærna og ábyrga meðferð í heilsugæslunni.“

Neðar í greininni segja læknarnir; ,,Þótt sumar rannsóknir hafi sýnt fram á skammtíma ánægju hjá sjúklingum er mikilvægt að hafa í huga að bæði kynþroskahemlar og hormónameðferð eru enn tilraunameðferðir. Enn vantar næg gögn til að sýna fram á varanlegan heilsuávinning, og margar rannsóknir glíma við veikleika eins og lágt þátttökuhlutfall og stuttan eftirfylgnitíma.“

Hættan er fyrir hendi

Eitt af því sem Alma Möller lætur vera að skrifa um eru aukaverkanir lyfjanna sem notuð eru fyrir börn. Samkvæmt skrifum læknanna eru aukaverkanir allverulegar og þeir eru ekki einu fagaðilarnir sem hafa varað við þessum meðferðum og aukaverkunum. Og, við erum að tala um börn, börn, börn.

Læknarnir segja; ,,Alvarlegar aukaverkanir hafa verið skráðar: ófrjósemi, varanleg skemmd á kynfærum, beinþynning, hjarta- og æðasjúkdómar og skaði eftir skurðaðgerðir. Slíkar aðgerðir leiða oft til varanlegrar ófrjósemi og geta valdið líkamlegum og sálrænum erfiðleikum til langs tíma.“

Alma Möller talar heldur ekki um þessa skelfilegu staðreynd, ,,Langtímarannsóknir eru fáar. Í sænskri rannsókn á 324 einstaklingum sem höfðu gengist undir kynleiðréttingu voru sjálfsvíg margfalt algengari en hjá jafnöldrum. Nýrri rannsóknir hafa ekki sýnt fram á skýran langtímaávinning á geðheilsu.“ Dönsk rannsókn á rúmlega 3000 manns, sem skráð er í heilbrigðiskerfið sem trans, sýndi fram á það sama.

Iðrun og eftirsjá

Norsku læknarnir og fleiri fagaðilar benda á að; ,,Sífellt fleiri sögur berast af sjúklingum sem iðrast að hafa gengist undir slíkar aðgerðir, sérstaklega meðal þeirra sem voru ungir þegar meðferðin hófst. Ungt fólk er enn að þróa sjálfsmynd sína og getur átt erfitt með að gera sér grein fyrir afleiðingum óafturkræfra aðgerða. Þetta eykur áhættuna á iðrun síðar meir – sérstaklega þegar kemur að fjölskyldumyndun og nánum samböndum.“ Nútíminn birti grein norsku læknanna.

Þegar menn hafa þó þetta miklar upplýsingar ætti það að duga til að hætta öllum læknisfræðilegum inngripum hjá börnum. Veitið þeim góða sálfræðimeðferð og stuðning þar til þau ná fullorðinsaldri.

Við viljum sannleikann Alma Möller heilbrigðisráðherra! Kynin eru tvö, hvorki tískubylgja né hugsanir geta breytt því.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband