20.9.2025 | 08:42
Stelpur á Sjálandi fá ekki frið
Sorgleg og móðgandi ákvörðun hjá félagsliðum fótboltans á Sjálandi í Danmörku, liðum innan Danska knattspyrnusambandsins.
Þeir ákváðu að kennitalan ræður hvort þú spilir með kvenna- eða karlaliði.
Hvað þýðir það? Jú að nú geta karlmenn með sprella spilað í kvennaliði hafi þeir breytt kennitölunni sinni sem fáránlegu lögin, kynrænt sjálfræði, leyfa þeim.
Hvílíkur aumingjaskapur í forystusveit þessara liða. Þeir svíkja stelpur og konur. Enn á ný þurfa stúlkur og konur að berjast fyrir sérflokki í íþróttum. Upphaflega máttu þær ekki taka þátt, það þótti ekki við hæfi kvenna. Síðan fengu þær sérflokka því þær höfðu ekki roð við karlmönnum, að sjálfsögðu ekki líkamsbygging kynjanna er ólík.
Nú hefur ákveðinni tegund af karlmönnum tekist að skemma íþróttir kvenna.
Reglan á að vera enga karlmenn í íþróttir og einkarými kvenna, þó þeir hafi breytt skráningu sinni í þjóðskrá.
Hér má lesa frétt um ákvörðun liðanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning