Ágæti skólastjóri

Það er dapurleg sjón að sá að skólinn fagni, með flöggun trans fána, fæðingarkvillum barna, sjaldgæfum fæðingar- eða genakvilla.

Það er líka dapurlegt að sjá skólann hylla andlega óstöðug börn sem eiga í sjálfsmyndarvanda. Það væri forvitnilegt að heyra af hverju skólastjóranum þyki viðeigandi að flagga fyrir viðkvæmum hópi barna.

Skólastjórnandi sem flaggar trans fána styður mjög umdeilda hugmyndafræði og verður að vera vel að sér um hvað felst í því sem skólinn styður. Til að skilja hvað er að baki fánanum þarf að leita sér upplýsinga.

Gera verður ráð fyrir að skólastjórnendur skilji hugmyndafræðina sem trans fáninn gengur út á og allt sem henni viðkemur, þar sem stjórnendur styðja hana á þennan hátt. Skólinn gefur til kynna að hann trúi á, styðji og muni staðfesta trans sjálfsmynd – stelpur sem halda að þær séu strákar eða öfugt – þrátt fyrir að allt bendi til þess að þetta sé hættuleg nálgun. Það hefur m.a. Cass skýrslan fjallað um sem er skrifuð af þekktum barnalækni í Bretlandi. Mörg lönd víða um heim hafa breytt nálgun sinni vegna skýrslunnar og trans fáninn er þar á meðal.

Í Cass skýrslunni, sem á að vera skyldulesning þeirra sem koma að skólamálum, kemur fram að jafnvel félagsleg umskipti (t.d. að breyta nöfnum og fornöfnum) sé ekki hlutlaus athöfn og geti stuðlað að langtíma afleiðingum fyrir börn bæði sálrænum og þroskalegum.

Breyting fornafna gerir börnum ekkert gott eins og lesa má í grein eins fremsta sérfræðings í kynjamálum í Finnlandi Dr. Riittakerttu Kaltiala. Í greininni segir hún ,,Vísbendingar úr samanlagt 12 rannsóknum hingað til sýna að þegar börn með kynbreytilega hegðun eru látin þroskast náttúrulega, þá sættir mikill meirihluti - ,,fjórir af hverjum fimm," sig við líkama sinn og læra að sætta sig við kyn sitt segir Kaltiala. Þegar þeir eru félagslega umbreyttir gerir nánast enginn það.“ Í ljósi þessara orða er ábyrgð skóla, stjórnenda og kennara mikil.

Innan veggja skólanna eru börn af ólíkum uppruna og með ólík trúarbrögð. Því ber  skólastjórnendum og kennurum að virða hlutlægnireglu, jafnræðisreglu og meðalhófsregluna þegar kemur að táknum, m.a. fána, sem hylla svo mjög umdeilda hugmyndafræði.

Það er ekki hlutverk skóla að hylla hugmyndafræði sem á sér stað inni í kolli barns sem getur haft skaðlegar afleiðingar í för með sér fyrir barnið eins og sérfræðingar benda á. Þess vegna er mikilvægt að greina á milli þess sem ákvarðast af kynjalíffræði og ,,kynvitundar" sem byggjast á  tilfinningum og sjálfsmyndarruglingi.

 465271929_992913219544771_6232979659936083435_n


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband