6.9.2025 | 08:09
Félagsleg umskipti getur skapað börnum hættu
Vegna umræðu Snorra og Þorbjargar um kynin tvö og transhugmyndafræðina er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir.
Samfélagssmit er staðreynd þegar transhugmyndafræðin er annars vegar, menn geta ekki neitað fyrir það. Víða hafa er bent á þá miklu aukningu stúlkna sem allt í einu segja sig stráka, eða kynlausa. Fagfólk m.a. norsku læknarnir tala um það og lýsa áhyggjum sínum. Á slíkt ber að hlusta, ekki bara í Noregi heldur á Íslandi líka.
Í Cass skýrslunni kemur fram að jafnvel félagsleg umskipti (t.d. að breyta nöfnum og fornöfnum) sé ekki hlutlaus athöfn og geti stuðlað að langtíma afleiðingum fyrir börn bæði sálrænum og þroskalegum. Skýrslan mælir með varfærinni, gagnreyndri nálgun á kynbundinni vanlíðan hjá börnum, sem miðast við vernd og klínískt eftirlit frekar en staðfestingu eins og tákn gera, s.s. fáninn.
Það er ekki að ástæðulausu að foreldrar á Akureyri hafi áhyggjur. Bærinn er undirlagður af áróðurstáknum og eru stofnanir bæjarins hvað verstar.
Endurheimta kynin
Skýrsla SÞ staðfestir hversu brýnt þar er að endurheimta mikilvægi kyns til að skilja umfang ofbeldis gegn konum.
Að viðurkenna líffræðilegt kyn er EKKI það sama og hatur eða að neita tilvist einhvers, eins og trans-aðgerðasinnar halda oft fram. Þvert á móti er það alger nauðsyn fyrir markvissar og árangursríkar aðgerðir til að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum.
Konur eiga að hafa rétt til að tala um kyn og eigin reynslu án þess að eiga yfir höfði sér refsingu eða önnur viðurlög. Það er mikilvægt að muna, til þess að vera kvengervill þarf að vera með XY-litninga og þar af leiðandi karlmaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning