3.9.2025 | 08:23
Rökþrota þorbjörg
Það var áhugavert að hlusta á máttleysi og rökleysi forsvarsmanns lífsskoðunarfélagsins Samtökin 78 í margumræddum Kastljósþætti.
Það virkaði á mann eins og Þorbjörg og þáttastjórnandi Ruv hafi ætlað að taka Snorra Másson í bakaríið, en það tókst ekki. Af þeim sökum eru kannski öll þessi læti. Snorri stóðst áganginn.
Snorri tók vissulega fram í fyrir Þorbjörgu en því miður er hann ekki eini viðmælandi sem gerir slíkt, en enginn fengið skömm fyrir.
Þegar Snorri talaði um ofbeldið sem trans Samtökin 78 beita almenna borgara, hnussaði í Þorbjörgu. En að hún hafi svarað, ó nei ekki með viti. Já, sérhver er nú aðferðin að beita andlegu ofbeldi eins og bókasafnsmálið sýndi og Snorri benti á sem dæmi. Það er bara eitt af mörgu.
Snorri talaði um tvö kyn. Þorbjörg gat ekki svarað hvað hún telji kynin mörg þó hún hafni málflutningi Snorra. Það er í reynd bilun að stjórnmálamenn skuli standa upp og verja þvæluna um mörg kyn. Meira að segja læknarnir Dagur B. Eggertsson og Alma Möller virðast á þeim buxunum líka. Eyða stjórnmálin þekkingunni, vísindunum og staðreyndunum sem þau lærðu um í læknanáminu?
Enginn getur sagt okkur hvaða kyn þetta eru, né heldur hvaða litninga þessi ímynduðu kyn hafa. Af hverju ekki?
Snorri, sem er einn af skynsamari þingmönnum á þingi, talað ekki kyngervla niður, aldrei.
Allir þeir sem hoppuðu á vagn mál-og rökþrota Þorbjargar sökuðu hann um það. Nei, aldrei heyrðist hann tala kyngervla niður. Hann benti á að fólk mætti lifa eins og það vildi, en aðrir menn eru frjálsir skoðana sinna. Menn mega halda í sannleikann að kynin séu tvö og að karl sé kona.
Að sjálfsögð mega og eiga menn halda í staðreyndir og sannleikann þegar kyn eru annars vegar, karlmaður og kvenmaður.
Eitt er mjög mikilvægt í þessari umræðu og það er hvað fullorðnir gera og svo hvað er haldið að börnum. Að halda lygum að börnum, jafnvel í skólabókum, að kyn sé breytilegt, að heilbrigðisstarfsfólk og foreldrar geti sér til um kyn barns við fæðingu, er alvarlegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning