26.8.2025 | 08:12
Nú verða vísindakonur karlmönnum að bráð
Eins og áður hefur verið bent á hér á síðunni eru karlmenn á kvennasvæðum og íþróttum kvenna vandamál. Maður hélt að þessu myndi linna en svo er ekki.
Undrast má afstöðu kvenna sem styðja þessa innrás karlmanna, sem skilgreina sig sem konur, inn á svæði kvenna og því sem þeim er ætlað.
Karlmenn sækja á og nú á vísindasvið kvenna. Nútíminn birti grein eftir bloggara um málið.
Í greininni segir;
Virt verðlaun sem studd eru af Royal Society gera öllum sem ,,skilgreina sig sem kvenkyns nýdoktora kleift að sækja um 25,000 punda styrk.
LOréal-Unesco For Women in Science UK og Ireland Young Talent Awards veita styrk upp á 25,000 pund til fimm ,,framúrskarandi vísindakvenna sem eru á byrjunarreit, ætlaður sem hvatning til að stunda rannsóknir og að efla fulltrúa kvenna í geiranum.
Í ár hefur gagnrýni á þennan styrk komið fram. Ástæðan er að kvengervlar -karlar sem skilgreina sig sem konu- uppfylla inntökuskilyrðin. Það er nóg að skilgreina sig sem kvenskyns nýdoktora til að sækja um.
Ólöglegt samkvæmt dómi
Hins vegar segja kvenréttindasamtök að þetta sé ólöglegt í ljósi dóms hæstaréttar í apríl því samkvæmt jafnréttislögum frá 2010 er skilgreining á karli eða konu líffræðilegt kyn þeirra.
Þetta skilyrði er ekki bara bull, það er ólöglegt. Það sem gerir málið enn verra er að Royal Society virtasta vísindastofnun Bretlands styður þetta.
Það er löngu kominn tími til að heimsfrægar stofnanir gefist upp á að rústa eigin orðspori með dyggðaboðandi kynjabulli og vera í takti við lög og efnislegan veruleika.
Heimild: Womens science award unlawfully accepting trans applicants
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning