Tilbúin orð afmá kvenmennskuna

Sérstakur skýrslugjafi SÞ,Reem Asamel"hvatti ríki og viðeigandi aðila til að viðurkenna kyn sem lykilatriði til að takast á við ofbeldið, tryggja konur og kynbundin hugtök í lögum, stefnumótun og gögnum og tryggja rétt kvenna og stúlkna til að tjá sig frjálslega um þessi málefni án ótta eða hefndaraðgerða.

Hún kallaði einnig eftir banni við kynjavali við fæðingu og óafturkræfum læknisfræðilegum inngripum á ólögráða börnum með ónot í eigin skinni. Einnig lagði hún áherslu á nauðsyn þess að bera kennsl á, nefna og glæpavæða nýjar tegundir ofbeldis gegn konum. Í reynd er um þjóðarmorð á konum og kvennaorðum er að ræða.

Alsalem kynnti einnig stutta viðbótarskýrslu um samþykki og komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið samþykki í lagaramma sem fjallar um ofbeldi gegn konum og stúlkum sé oft misbeitt. Mælt er með því, að ríki skýri og staðli beitingu samþykkis til að vernda fórnarlömb betur og tryggja ábyrgð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum.

Sérstaki skýrslugjafinn ætlar að útfæra, fyrir lok árs 2025, yfirgripsmeiri stefnuskrá til að styðja ríki við að þróa öfluga lagalega staðla.

Sérfræðingurinn kynnti einnig skýrslur eftir heimsóknir sínar til Bretlands Stóra-Bretlands og Norður-Írlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Ástralía

Á morgun 7. ágúst verður tímamótadómur í Ástralíu. Mun Sall Grover vinna fyrir hönd kvenna um að kona sé líffræðilega fullorðin kvenkyns einstaklingur eða hrynur jafnréttisbarátta kvenna í rúm 100 ár. Er ekki gott að segja hvað dómarar gera og segja, allavega málið er mjög umdeilt og fulltrúi SÞ hefur sagt það skýrt. Höldum kynjunum aðskildum í orðum og gjörðum.

476158712_1062114775945293_834883054270307880_n


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband