1.8.2025 | 07:08
Ljóst að Lögreglan á Akureyri gefur fjölskyldum ,,puttann
Það var átakanlegt að lesa um viðbrögð staðgengils lögreglustjórans á Akureyri, Eyþórs Þorbergssonar, um flöggun trans fánans. Slík íhlutun er ekki hlutlaus frekar en að flagga fána stjórnmálaafls.
Lögreglan sendir öllum einstaklingum og fjölskyldum sem hugnast ekki trans hugmyndafræðin ,,puttann, svo gripið sé til orðfæris yngri kynslóðarinnar.
Og munum, hér er um hugmyndafræði að ræða, hvorki vísindi né staðreyndir sem löggan fagnar svona innilega að þeir sjá sig knúna til að draga fána hugmyndafræðinnar að húni.
Flöggun trans fána er pólitísk yfirlýsing frá embætti sem á að gæta hlutleysi, í hvívetna.
Ef lögreglan flaggar KA fánanum velkist enginn í vafa um hvar hjarta löggunnar slær. Slíkt myndi skapa ójafnvægi á milli íþróttafélaga á Akureyri og gera má ráð fyrir að íþróttafélagið Þór gerði athugasemd.
Ef löggan flaggar Samfylkingarfánanum þá vita allir hvar embættið er í pólitík. Myndi lögreglan leyfa sér að flagga svo hlutdrægum fánum?
Af þessum ástæðum kemur almenningi við hvaða fána löggan flaggar. Afstaðan!
Vita hvað fáninn þýðir
Við verðum að gera ráð fyrir að löggan skilji hugmyndafræðina og allt sem henni viðkemur, þar sem hún styður hana á þennan hátt. Lögreglan gefur til kynna að hún trúi á, styðji og muni staðfesta trans sjálfsmynd stelpur sem halda að þær séu strákar eða öfugt þrátt fyrir að allt bendi til þess að þetta sé hættuleg nálgun. Það hefur m.a. Cass skýrslan fjallað um.
Lögregla sem flaggar fána og styður umdeilda hugmyndafræði er og verður að vera vel að sér um hvað felst í því sem þeir styðja. Þeir eru nú einu sinni að vinna fyrir allan lýðinn, eða!
Við ættum ekki að hagræða líffræðinni til að fullnægja samfélagsumræðu sem einkennist í auknum mæli af tilfinningum og tækifærismennsku.
Félagsleg umskipti getur skapað börnum hættu
Í Cass skýrslunni kemur fram að jafnvel félagsleg umskipti (t.d. að breyta nöfnum og fornöfnum) sé ekki hlutlaus athöfn og geti stuðlað að langtíma afleiðingum fyrir börn bæði sálrænum og þroskalegum. Skýrslan mælir með varfærinni, gagnreyndri nálgun á kynbundinni vanlíðan hjá börnum, sem miðast við vernd og klínískt eftirlit frekar en staðfestingu eins og tákn gera, s.s. fáninn.
Er sanngjarnt að lögregla allra landsmanna ætlist til þess að fjölskyldur, með ólíkar skoðanir, taki flöggun fánans sem eðlilegum hlut frá hlutlausri stofnun, fána sem stangast á við það sem þau trúa á, sjá og vita?
Löggan og börn
Við þekkum öll að þúsundir barna líta upp til löggunnar. Sumum börnum finnst það heilagur sannleikur það sem löggan segir, svo miklar stjörnur hafa börnin í augunum.
Nú hefur lögreglan á Akureyri brugðist trausti barnanna. Börn eiga skilið að vera vernduð gegn því að vera sett inn í miðju hugmyndafræðilegrar umræðu fullorðinna.
Það er nefnilega trans hugmyndafræðin, málefni fullorðinna, sem lögreglan á ekki að taka afstöðu til.
Hins vegar má hrósa Lögreglunni á Akureyri að hafa fjarlægt hápólitíska hugmyndafræðilega fánann af fánastönginni. En er skaðinn skeður?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning