25.7.2025 | 08:23
Má ekki skrifa sannleikann í póstinn
Deilur um rafræna undirskrift hefur komið af stað óvenjulegu deilumáli milli barnageðlæknis og heilsugæslu Queensland.
Þegar Dr. Jillian Spencer breytti rafrænu undirskrift sinni árið 2022 í kona - fullorðin kvenkyns einstaklingur, sögðu stjórarnir Dr. Stephen Stathis og Dr. Arun Pillal-Sasidharan að menn gætu upplifað undirskriftina sem trans-fóbíska og skipuðu henni að fjarlægja hana.
Dómsskjöl sýna að deilan var upphaf að fjórum aðskildum málum í vinnudómstólunum.
Spencer vill að brottvikningu frá spítalanum verði aflétt svo hún geti snúið aftur til starfa á Barnaspítalanum. Skjöl sýna að henni hafi verið vikið frá starfi, tímabundið. Hún mun leita réttar síns fyrir brot á mannréttindum.
Sjónarmið hennar eru skýr
Dr. Spencer lýsti því að ofuráhersla spítalans á ,,kynstaðfestingarlíkaninu leiði til þess að ungu fólki sé neitað um að njóta góðs af varkárari og hlutlausari nálgun til að kanna kynjaáhyggjur sínar, með þeirri hættu að ungt fólk verði hvatt til eða hrósað fyrir að skilgreina sig sem trans.
,,Það hefur einnig í för með sér hættu á að foreldrar finni fyrir þrýstingi til að staðfesta ,,kynskipti" barna sinna og bæla niður hvers kyns eðlishvöt til að vernda barnið gegn læknisfræðilegum skaða sem stafar af illa ráðlögðum eða ótímabærum kynmeðferðum og aðgerðum.
Stjórnar láta sér ekki segjast
Spencer hefur oft mótmælt menningunni innan kynjastofu Queensland Childrens Hospital, þar á meðal ofnotkun á regnbogafánum og starfsmannaböndum sem hún sagði leiða til þess að viðkvæm börn væru hvött og jafnvel hrósað fyrir að vera trans.
Stjórarnir sögðu Spencer koma óorði á stofnunina með því að gagnrýna kynstaðfestingarlíkanið. Hún svaraði og sagði að það væri skylda hennar sem barna- og unglingageðlæknir að tjá sig um það sem hún sér, hættuna sem fylgdi því að ávísa kynþroskablokkum og krosshormónum til barna.
Titringur í ríkisstjórninni
Vert er að minnast á mál sem fór fyrir dómstól í Ástralíu nýverið og styður það sem Spencer segir.
Strum dómari var sérstaklega gagnrýninn á prófessor Michelle Telfer, sem lýst er sem fremsta sérfræðingi Ástralíu í kynjalækningum og aðalhöfundi leiðbeininganna.
Strum dómari komst að þeirri niðurstöðu að Telfer hefði lagt fram villandi sönnunargögn til stuðnings móður sem vildi að barni sínu yrði ávísað kynþroskablokkum.
Spencer-málið virðist skaðlegt fyrir ríkisstjórn Crisafulli. Tim Nicholls heilbrigðisráðherra hefur staðfastlega neitað kröfum um að Dr Spencer verði endurráðin þrátt fyrir vaxandi vísbendingar um að efasemdir hennar um kynstaðfestandi nálgun séu réttmætar. Red Union Hub hefur kallað eftir því að Nicholls stígi til hliðar.
Ráðherrann Nicholls er einnig á skjön við nokkra kollega sína í ríkisstjórninni sem telja að Spencer eigi að vera endurráðin.
Útibú LNP í Brisbane, Toowoomba og Sunshine Coast hafa gefið til kynna að þau vilji endurráðningu Dr Spencer og kynjastofunni lokað til frambúðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning